Sendi utanríkisráðherra Lettlands leyndó í hamrinum Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2023 15:19 Þórdís afhendir utanríkisráðherra Lettlands hamarinn við lok Reykjavíkurfundarins í dag. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, afhenti Edgars Rinkevics, utanríkisráðherra Lettlands, sem tekur við forsæti Evrópuráðsins, útskorinn fundarhamar á blaðamannafundi í Hörpu sem markaði lok leiðtogafundar Evrópuráðsins í dag. Þórdís sagðist hafa skilið eftir skilaboð til forsetans í leynihólfi í stokki undir hamrinum. Hann geti svo skilið eftir álíka skilaboð til leiðtoga Liechtenstein við næstu skipti. Fjörutíu ríki Evrópuráðsins auk Kanada, Japans og Bandaríkjanna skrifuðu undir samkomulagið um tjónaskrána. Þá skrifuðu fulltrúar Evrópusambandsins undir. Þrjár aðrar þjóðir, Andorra, Búlgaría og Sviss eru sagðar áhugasamar um að taka þátt. Eins og áður hefur komið fram vildu sex ríki ekki skrifa undir tjónaskrána: Armenía, Aserbaísjan, Bosnía og Hersegóvína, Ungverjaland, Serbía og Tyrkland. Grundvallaryfirlýsing um lýðræði kennd við Reykjavík Leiðtogarnir ályktuðu um nokkur grundvallaratriði sem lýðræðisríki verða að virða og eru þau kennd við Reykjavík. Tilefnið er hnignun lýðræðis sums staðar í Evrópu. Þessi grundvallaratriði eru tjáningarfrelsi, fundar- og samkomufrelsi, sjálfstæðar stofnanir, óhlutdrægir og skilvirkir dómstólar, uppræting spillingar og lýðræðisleg þátttaka almennings og ungs fólks. Í þessu samhengi vekur athygli að öll 46 aðildarríki Evrópuráðsins ítrekuðu skuldbindingu sína við mannréttindasáttmála Evrópu. Á meðal þeirra eru Ungverjaland og Pólland sem þykja skólabókardæmi um ríki þar sem lýðræðinu fer hnignandi vegna afskipta stjórnvalda af dómstólum og fjölmiðlum. Viðbúið að ekki allir skrifuðu undir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var spurð út í ríkin sem skrifuðu ekki undir yfirlýsinguna um tjónaskrána, þar á meðal tvö NATÓ-ríki, á blaðamannafundi við lok fundarins áðan. Hún sagði ekki sjálfgefið að öll ríkin skrifuðu undir á þessum fundi og viðbúið hefði verið að þau gerðu það ekki. Yfirgnæfandi meirihluti hefði þó gert það sem væri frábær niðurstaða og langt umfram þær væntingar sem skipuleggjendur fundarins hefðu getað gert sér. „Hún markar alger tímamót þegar kemur að því að skilgreina ábyrgðarskyldu Rússa gagnvart voðaverkum,“ sagði Katrín sem hefur trú á að fleiri ríki skrifi undir yfirlýsinguna síðar. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lettland Úkraína Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Sjá meira
Þórdís sagðist hafa skilið eftir skilaboð til forsetans í leynihólfi í stokki undir hamrinum. Hann geti svo skilið eftir álíka skilaboð til leiðtoga Liechtenstein við næstu skipti. Fjörutíu ríki Evrópuráðsins auk Kanada, Japans og Bandaríkjanna skrifuðu undir samkomulagið um tjónaskrána. Þá skrifuðu fulltrúar Evrópusambandsins undir. Þrjár aðrar þjóðir, Andorra, Búlgaría og Sviss eru sagðar áhugasamar um að taka þátt. Eins og áður hefur komið fram vildu sex ríki ekki skrifa undir tjónaskrána: Armenía, Aserbaísjan, Bosnía og Hersegóvína, Ungverjaland, Serbía og Tyrkland. Grundvallaryfirlýsing um lýðræði kennd við Reykjavík Leiðtogarnir ályktuðu um nokkur grundvallaratriði sem lýðræðisríki verða að virða og eru þau kennd við Reykjavík. Tilefnið er hnignun lýðræðis sums staðar í Evrópu. Þessi grundvallaratriði eru tjáningarfrelsi, fundar- og samkomufrelsi, sjálfstæðar stofnanir, óhlutdrægir og skilvirkir dómstólar, uppræting spillingar og lýðræðisleg þátttaka almennings og ungs fólks. Í þessu samhengi vekur athygli að öll 46 aðildarríki Evrópuráðsins ítrekuðu skuldbindingu sína við mannréttindasáttmála Evrópu. Á meðal þeirra eru Ungverjaland og Pólland sem þykja skólabókardæmi um ríki þar sem lýðræðinu fer hnignandi vegna afskipta stjórnvalda af dómstólum og fjölmiðlum. Viðbúið að ekki allir skrifuðu undir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var spurð út í ríkin sem skrifuðu ekki undir yfirlýsinguna um tjónaskrána, þar á meðal tvö NATÓ-ríki, á blaðamannafundi við lok fundarins áðan. Hún sagði ekki sjálfgefið að öll ríkin skrifuðu undir á þessum fundi og viðbúið hefði verið að þau gerðu það ekki. Yfirgnæfandi meirihluti hefði þó gert það sem væri frábær niðurstaða og langt umfram þær væntingar sem skipuleggjendur fundarins hefðu getað gert sér. „Hún markar alger tímamót þegar kemur að því að skilgreina ábyrgðarskyldu Rússa gagnvart voðaverkum,“ sagði Katrín sem hefur trú á að fleiri ríki skrifi undir yfirlýsinguna síðar.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lettland Úkraína Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Sjá meira