„Eins og hver annar kjaftaklúbbur“ náist ekki samstaða um bitastæð viðbrögð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. maí 2023 11:40 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir fundinn geta haft mikla þýðingu ef leiðtogarnir ná saman um bitastæða yfirlýsingu um viðbrögð. vísir/vilhelm Nái leiðtogar Evrópuráðsins saman um sértæka, bitastæða yfirlýsingu um viðbrögð vegna innrásar Rússa í Úkraínu getur leiðtogafundurinn, sem fram fer í Hörpu í dag, haft veruleg áhrif. Takist það ekki er hann bara eins og hver annar kjaftaklúbbur. Þetta segir Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur. Óvanalegt er að haldnir séu leiðtogafundir í Evrópuráðinu enda hefur ráðið, að sögn Eiríks, ekki haft mikla vigt í alþjóðasamskiptum lengst af. „Það eru þó tímabil þegar Evrópuráðið hefur skipt miklu máli eins og eftir fall Berlínarmúrsins, en lengst af eru þetta aðrar stofnanir sem sjá um svona mál, Evrópusambandið, NATO og þess háttar sem hafa ákvörðunartökuvald þar sem leiðtogafundir eru haldnir reglulega.“ Fylgjast má með öllu því helsta tengdu leiðtogafundinum í vaktinni á Vísi: Evrópuráðið er vettvangur þar sem nánast öll Evrópuríki eru samankomin sem gerir ráðið sérstakt. Óvíst hvort raunveruleg niðurstaða náist á fundinum Á fundinum í dag og á morgun stendur til að setja saman tjónaskrá yfir þau skemmdarverk sem Rússar hafa framið í Úkraínu. Aðspurður um þýðingu fundarins segir Eiríkur skipta öllu máli hvernig Evrópuríkin líti á tjónaskrána, hvort samstaða náist um skrána og viðbrögð við henni. „Og þá veltur auðvitað allt saman á því hvort að í fyrsta lagi leiðtogarnir nái saman um einhvers konar sameiginlegan skilning á ástandinu, sem gera má ráð fyrir. En síðan í öðru lagi - sem kannski skiptir enn meira máli, hvort leiðtogarnir nái saman um einhver viðbrögð, um einhverjar aðgerðir um til hvers þessi tjónaskrá eigi þá að leiða. Það er miklu flóknara mál og óvissara um að ráða hvort raunveruleg niðurstaða náist þar.“ Kjaftaklúbbur? Eðlilega megi gera ráð fyrir að leiðtogarnir nái saman um almenna yfirlýsingu en hvort hún verði nægjanlega sértæk til að hafa raunverulegt bit í viðbrögðum við innrásina, þurfi að koma í ljós. „Og takist það, þá getur þessi fundur haft veruleg áhrif, en takist það ekki - þá er þetta auðvitað bara eins og hver annar kjaftaklúbbur.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Óvanalegt er að haldnir séu leiðtogafundir í Evrópuráðinu enda hefur ráðið, að sögn Eiríks, ekki haft mikla vigt í alþjóðasamskiptum lengst af. „Það eru þó tímabil þegar Evrópuráðið hefur skipt miklu máli eins og eftir fall Berlínarmúrsins, en lengst af eru þetta aðrar stofnanir sem sjá um svona mál, Evrópusambandið, NATO og þess háttar sem hafa ákvörðunartökuvald þar sem leiðtogafundir eru haldnir reglulega.“ Fylgjast má með öllu því helsta tengdu leiðtogafundinum í vaktinni á Vísi: Evrópuráðið er vettvangur þar sem nánast öll Evrópuríki eru samankomin sem gerir ráðið sérstakt. Óvíst hvort raunveruleg niðurstaða náist á fundinum Á fundinum í dag og á morgun stendur til að setja saman tjónaskrá yfir þau skemmdarverk sem Rússar hafa framið í Úkraínu. Aðspurður um þýðingu fundarins segir Eiríkur skipta öllu máli hvernig Evrópuríkin líti á tjónaskrána, hvort samstaða náist um skrána og viðbrögð við henni. „Og þá veltur auðvitað allt saman á því hvort að í fyrsta lagi leiðtogarnir nái saman um einhvers konar sameiginlegan skilning á ástandinu, sem gera má ráð fyrir. En síðan í öðru lagi - sem kannski skiptir enn meira máli, hvort leiðtogarnir nái saman um einhver viðbrögð, um einhverjar aðgerðir um til hvers þessi tjónaskrá eigi þá að leiða. Það er miklu flóknara mál og óvissara um að ráða hvort raunveruleg niðurstaða náist þar.“ Kjaftaklúbbur? Eðlilega megi gera ráð fyrir að leiðtogarnir nái saman um almenna yfirlýsingu en hvort hún verði nægjanlega sértæk til að hafa raunverulegt bit í viðbrögðum við innrásina, þurfi að koma í ljós. „Og takist það, þá getur þessi fundur haft veruleg áhrif, en takist það ekki - þá er þetta auðvitað bara eins og hver annar kjaftaklúbbur.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira