Almenningur sé ekki í hættu vegna netárása Máni Snær Þorláksson skrifar 16. maí 2023 10:36 Anton M. Egilsson, forstjóri Syndis, segir almenning ekki vera í hættu vegna þeirra netárása sem nú standa yfir. Aðsend Nokkrir stjórnsýsluvefir, eins og vefir Alþingis og dómstóla, hafa legið niðri í morgun. Forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir þá aðila sem hafa hótað netárásum af þessu tagi yfirleitt herja á slíka vefi. Almenningur sé ekki í hættu en þurfi að bíða af sér vesen sem fylgir árásunum. „Ég hugsa að það séu svona DDoS árásir í gangi,“ segir Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, í samtali við fréttastofu. Um sé að ræða árás þar sem mikilli umferð er beint inn á vefsíður með þeim afleiðingum að þær liggja niðri. „Þær fela í sér að það er sent gríðarlegt magn af fyrirspurnum og þá myndast það mikið álag að vefirnir anna því ekki. Það eru milljónir og milljarðar fyrirspurna sem eru sendar inn, bara bull fyrirspurnir en þær senda vefina á hliðina og þeir geta þá ekki þjónustað þá sem koma á vefinn í eðlilegum tilgangi.“ Anton segir þá aðila sem hafa verið að hóta árásum af þessu tagi yfirleitt herja á stjórnsýsluvefi. Árásir sem þessar fylgi yfirleitt þegar þjóðir eru að ræða um og styðja við málefni Úkraínu. Þá séu þær líka fylgifiskur ferðalaga Volodomír Selenskí. „Til dæmis var Selenskí að hitta Rishi Sunak í gær, þá tóku þeir út töluvert af lestarkerfasíðunum,“ segir Anton. „Eftir því sem hann ferðast um heiminn eða eftir því hvaða þjóðarleiðtogar eru að tjá sig um málefni hans þá fylgja árásirnar.“ Valdi frekar truflun en tjóni Anton segir að lítið sé hægt að gera í svona árásum nema að bíða þær af sér. „Nema það hafi verið búið að koma fyrir einhverjum vörnum eða slíku áður en ef þær halda ekki núna þá þarf sennilega að bíða af sér vesenið á meðan á því stendur.“ Þá sé ólíklegt að árásir af þessu tagi valdi tjóni sem slíku, þær séu frekar bara truflun. „Þetta er það sem við vorum að búast við. Það sem við vonum hins vegar er að þróaðri árásir, sem krefjast meiri undirbúnings og við sáum rosalega mikið af tilraunum til dæmis í síðustu viku við undirbúning að slíku, að þær hafi ekki náð neitt í gegn. Því þá værum við að horfa á miklu meiri skaða á kerfin, þá væru þeir komnir inn í kerfin en ekki bara á vefina til þess að valda einhverju alvöru, gagnaskýrslutökutjóni eða einhverri svoleiðis árás.“ Er einhver hætta á slíku? „Það er að sjálfsögðu hætta á því og töluverð hætta á því. En við sjáum hitt vera að raungerast, sem við töldum að væri enn meiri líkur á og er auðveldara að framkvæma, sem eru þessar netárásir með fyrirspurnunum.“ Anton segir að almenningur sé ekki í hættu en að netárásirnar geti valdið ákveðinni truflun, sérstaklega þegar kemur að því að sækja upplýsingar á stjórnsýsluvefum. „Fólk þarf kannski að sækja þjónustu þessara stofnana, það er vesenið sem verður á meðan á þessu stendur. En engin hætta fyrir almenning að öðru leyti.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
„Ég hugsa að það séu svona DDoS árásir í gangi,“ segir Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, í samtali við fréttastofu. Um sé að ræða árás þar sem mikilli umferð er beint inn á vefsíður með þeim afleiðingum að þær liggja niðri. „Þær fela í sér að það er sent gríðarlegt magn af fyrirspurnum og þá myndast það mikið álag að vefirnir anna því ekki. Það eru milljónir og milljarðar fyrirspurna sem eru sendar inn, bara bull fyrirspurnir en þær senda vefina á hliðina og þeir geta þá ekki þjónustað þá sem koma á vefinn í eðlilegum tilgangi.“ Anton segir þá aðila sem hafa verið að hóta árásum af þessu tagi yfirleitt herja á stjórnsýsluvefi. Árásir sem þessar fylgi yfirleitt þegar þjóðir eru að ræða um og styðja við málefni Úkraínu. Þá séu þær líka fylgifiskur ferðalaga Volodomír Selenskí. „Til dæmis var Selenskí að hitta Rishi Sunak í gær, þá tóku þeir út töluvert af lestarkerfasíðunum,“ segir Anton. „Eftir því sem hann ferðast um heiminn eða eftir því hvaða þjóðarleiðtogar eru að tjá sig um málefni hans þá fylgja árásirnar.“ Valdi frekar truflun en tjóni Anton segir að lítið sé hægt að gera í svona árásum nema að bíða þær af sér. „Nema það hafi verið búið að koma fyrir einhverjum vörnum eða slíku áður en ef þær halda ekki núna þá þarf sennilega að bíða af sér vesenið á meðan á því stendur.“ Þá sé ólíklegt að árásir af þessu tagi valdi tjóni sem slíku, þær séu frekar bara truflun. „Þetta er það sem við vorum að búast við. Það sem við vonum hins vegar er að þróaðri árásir, sem krefjast meiri undirbúnings og við sáum rosalega mikið af tilraunum til dæmis í síðustu viku við undirbúning að slíku, að þær hafi ekki náð neitt í gegn. Því þá værum við að horfa á miklu meiri skaða á kerfin, þá væru þeir komnir inn í kerfin en ekki bara á vefina til þess að valda einhverju alvöru, gagnaskýrslutökutjóni eða einhverri svoleiðis árás.“ Er einhver hætta á slíku? „Það er að sjálfsögðu hætta á því og töluverð hætta á því. En við sjáum hitt vera að raungerast, sem við töldum að væri enn meiri líkur á og er auðveldara að framkvæma, sem eru þessar netárásir með fyrirspurnunum.“ Anton segir að almenningur sé ekki í hættu en að netárásirnar geti valdið ákveðinni truflun, sérstaklega þegar kemur að því að sækja upplýsingar á stjórnsýsluvefum. „Fólk þarf kannski að sækja þjónustu þessara stofnana, það er vesenið sem verður á meðan á þessu stendur. En engin hætta fyrir almenning að öðru leyti.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira