Vinsældir nikótínpúða hafa aukist gífurlega síðustu ár. Nýlega var greint frá því að fjörutíu prósent karlmanna á aldrinum átján til 24 ára noti púðana daglega. Sama á við um nítján prósent kvenna á sama aldri.
Flestar nikótínpúðadollur eru með hólf ofan á þeim svo hægt sé að setja þangað notaða púða. Púðarnir eru ekki endurvinnanlegir annað en dollurnar sem eru oftar en ekki úr plasti. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, segir það vera mikilvægt að hólfið sé tæmt áður en dollan er sett í endurvinnslu.
„Ég held að allt sem þú hefur japlað á eða svoleiðis sem er ekki matur, eins og tyggjó og nikótínpúðar, þetta á allt saman að fara í blönduðu tunnuna og svo í brennslu þegar að því kemur,“ segir Gunnar.
Þannig tæma dolluna áður en þú endurvinnur hana?
„Já takk.“