Fótbolti

Börsungar áttu fótum sínum fjör að launa undan æstum bullum

Aron Guðmundsson skrifar
Óeirðarlögreglan var við öllu búin í gærkvöldi þegar að nágrannaslagur Barcelona og Espanyol fór fram
Óeirðarlögreglan var við öllu búin í gærkvöldi þegar að nágrannaslagur Barcelona og Espanyol fór fram Vísir/Getty

Ný­krýndir Spánar­meistarar Barcelona þurftu að spretta úr spori í gær og flýja eftir að æstar fót­bolta­bullur Espanyol fengu sig full­sadda af fagnaðar­látum liðsins eftir leik liðanna í gær­kvöldi.

Barcelona varð í gær spænskur meistari í knatt­spyrnu í 27.skipti í sögu fé­lagsins. Það varð ljóst eftir 4-2 sigur liðsins á erki­fjendunum í Espanyol

Rígurinn á milli Barcelona og Espanyol hefur á­vallt verið mikill og því hefur það verið extra sætt fyrir Börsunga að tryggja sér spænska meistara­titilinn á RCDE leik­vanginum, heima­velli Espanyol.

Þegar Ri­car­do Bengoetxea, dómari leiksins, flautaði til leiks­loka í gær­kvöldi brutust út gífur­leg fagnaðar­læti meðal leik­manna og þjálfara­t­eymis Barcelona.

Fagnaðar­lætin stóðu lengi yfir og á endanum gat Ultras-stuðnings­manna­hópur Espanyol ekki setið á sér lengur.

Þeir brutu sér leið inn á völlinn og stefndu að leik­mönnum Börsunga sem áttuðu sig fljótt á stöðunni og sprettu í áttina að leik­manna­göngunum.

Allir komust þeir undan æstum bullunum en mynd­band af at­vikinu má sjá hér fyrir neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×