„Allir“ eru að kaupa sér hænuunga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. maí 2023 21:05 Ragnar í Brandshúsum í Flóahreppi með fulla útungunarvél af eggjum en hann er með tvær slíkar heima hjá sér. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftirspurn eftir hænuungum hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikil og nú enda hefur hænsnaræktandi á Suðurlandi ekki undan að fylla útungunarvélar sína af eggjum og taka í kjölfarið á móti spriklandi ungum og afhenda víða um land. Það eru ekki bara dúfur sem Ragnar Sigurjónsson í Brandshúsum í Flóahreppi ræktar því hann er líka mikill hænsnamaður og er að rækta Papahænur, ekki íslenskar landnámshænur. „Papahænur eru ættaðar frá Pöpum, sem komu á undan landnámsmönnum og komu við í Vestmannaeyjum og Papey fyrir austan. Það er talið að þeir hafi komið með hænur með sér og þetta eru afkomendur þeirra,” segir Ragnar og bætir við. „Þær eru mjög skemmtilegar, litríkar og verpa ágætlega þegar þær verpa. Þær verpa svona 170 til 180 eggjum á ári, sem er bara ágæt fyrir skrautfugla.” Ragnar er með útungunarvélar, sem eru stöðugt í gangi fullar af eggjum til að anna mikilli eftirspurn eftir nýklöktum ungum. „Það er bara mjög mikil eftirspurn Ég er búin að vera með tvær vélar í gangi. Það er alltaf verið að spyrja um unga. Núna er ég með holl þar sem um helmingurinn er að fara á leikskóla í Kópavogi.” En af hverju er þessa mikla eftirspurn eftir ungum og þar með hænum? „Þær eru bara svo skemmtilegar og fólk vill geta haft svona þrjár, fjórar eða fimm hænur í garðinum og fengið egg í matinn. Egg eru náttúrulega bara fullt hús matar eins og við vitum, geggjað gott,” segir Ragnar kampakátur með papahænurnar sínar og ungana. Ragnar segir hænur vera mjög skemmtilega fugla.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þá má geta þess að Ragnar er með tvo myndarlega hana hjá hænunum úti, annar þeirra heitir Spegill og hinn Magnús. Flóahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Það eru ekki bara dúfur sem Ragnar Sigurjónsson í Brandshúsum í Flóahreppi ræktar því hann er líka mikill hænsnamaður og er að rækta Papahænur, ekki íslenskar landnámshænur. „Papahænur eru ættaðar frá Pöpum, sem komu á undan landnámsmönnum og komu við í Vestmannaeyjum og Papey fyrir austan. Það er talið að þeir hafi komið með hænur með sér og þetta eru afkomendur þeirra,” segir Ragnar og bætir við. „Þær eru mjög skemmtilegar, litríkar og verpa ágætlega þegar þær verpa. Þær verpa svona 170 til 180 eggjum á ári, sem er bara ágæt fyrir skrautfugla.” Ragnar er með útungunarvélar, sem eru stöðugt í gangi fullar af eggjum til að anna mikilli eftirspurn eftir nýklöktum ungum. „Það er bara mjög mikil eftirspurn Ég er búin að vera með tvær vélar í gangi. Það er alltaf verið að spyrja um unga. Núna er ég með holl þar sem um helmingurinn er að fara á leikskóla í Kópavogi.” En af hverju er þessa mikla eftirspurn eftir ungum og þar með hænum? „Þær eru bara svo skemmtilegar og fólk vill geta haft svona þrjár, fjórar eða fimm hænur í garðinum og fengið egg í matinn. Egg eru náttúrulega bara fullt hús matar eins og við vitum, geggjað gott,” segir Ragnar kampakátur með papahænurnar sínar og ungana. Ragnar segir hænur vera mjög skemmtilega fugla.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þá má geta þess að Ragnar er með tvo myndarlega hana hjá hænunum úti, annar þeirra heitir Spegill og hinn Magnús.
Flóahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira