Guðlaugur Victor var á sínum stað í byrjunarliði DC United og lék allan leikinn í hjarta varnarinnar í leik næturinnar.
Það voru hins vegar gestirnir sem voru fyrri til að brjóta ísinn þegar Alex Muyl kom boltanum í netið á 73. mínútu, en Theodore Ku-DiPietro reyndist hetja DC United þegar hann jafnaði metin sjö mínútum fyrir leiksloka.
Lokatölur 1-1 og DC United situr nú í níunda sæti Austurdeildarinnar með 15 stig eftir 12 leiki, fjórum stigum á eftir Nashville sem situr í þriðja sæti.
Hard-fought battle 🤝#DCU || @CareFirst pic.twitter.com/dqpqYWR3si
— D.C. United (@dcunited) May 14, 2023
Þá sat Þorleifur Úlfarsson allan tíman á varamannabekk Houston Dynamo er liðið tók á móti Seattle Sounders. Heimamenn í Houston nældu sér í tvö rauð spjöld í leiknum og máttu að lokum þola 1-0 tap.
Að lokum var Róbert Orri Þorkelsson í fyrsta sinn í byrjunarliði Montreal er liðið vann 2-0 sigur gegn Toronto og Dagur Dan Þórhallsson kom inn af varamannabekk Orlando City á 75. mínútu er liðið gerði 2-2 jafntefli við Columbus Crew.