Það er enski miðillinn The Telegraph sem fullyrðir þetta, en þar segir að Pochettino muni taka við þegar undirbúningstímabilið hefst. Hann muni því taka við félaginu eftir versta tímabil félagsins í tuttugu ár.
Samkvæmt grein The Telegraph um málið á Argentínumaðurinn að hafa samþykkt tilboð Chelsea aðeins nokkrum klukkustundum eftir að liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Nottingham Forest á heimavelli í gær.
Chelsea hefur verið í þjálfaraleit síðan Graham Potter var látinn fara frá félaginu í byrjun apríl á þessu ári og Frank Lampard tók við sem bráðabirgðastjóri. Gengi Chelsea hefur eins og áður segir ekki verið upp á marga fiska á tímabilinu og liðið situr í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 43 stig þegar liðið á þrjá leiki eftir.
Þá hefur liðið aðeins unnið einn af seinustu ellefu leikjum sínum í öllum keppnum.
Chelsea are now set to appoint Mauricio Pochettino as new head coach, here we go! Full agreement in place as expected. 🚨🔵 #CFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 13, 2023
Pochettino has accepted all conditions of long term deal — it will be signed and completed soon after negotiation very advanced since April. pic.twitter.com/nI3f0oJ6jJ
Pochettino er ekki óvanur lífinu í ensku úrvalsdeildinni. Hann tók við Southampton árið 2013 og síðan Tottenham ári seinna og stýrði liðinu í um fimm ár.
Síðasta þjálfarastarf Argentínumannsins var hjá franska stórliðinu Paris Saint-Germain þar sem liðið varð franskur meistari undir hans stjórn og vann bæði frönsku bikarkeppnina og franska ofurbikarinn.