Hundruð þúsundir flýja öflugan fellibyl Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2023 08:22 Börn leita skjóls fyrir rigningu á undan fellibylnum Mocha í Sittwe í Rakhine-ríki í Búrma í dag. AP Fellibylurinn Mocha stefnir nú á strendur Bangladess og Búrma með sjávarflóðum á svæðum þar sem um tvær milljónir manna búa. Hundruð þúsundir manna hafa verið flutt af svæðinu fyrir komu bylsins. Mocha er sagður öflugasti fellibylur sem gengið hefur inn í Bengalflóa í áratug. Honum fylgir úrhellisrigning og vindhraði upp á 54 metra á sekúndu. Spáð er allt að fjögurra metra háum sjávarflóðum sem gætu ógnað þorpum á láglendissvæðum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hjálparstofnanir óttast að bylurinn ógni meira en milljón róhingja sem hafast við í flóttamannabúðum í Cox's Bazar í Bangladess. Um hálf milljón þeirra eru börn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Neyðarskýli í skólum og hofum þar eru nú sögð yfirfull. Lögreglumenn hvöttu fólk til að leita skjóls og forðast ströndina í gær. Stjórnvöld í Bangladess lýstu yfir hæsta mögulega viðbúnaðarstigi fyrir borgina. Veðurstofan þar í landi telur bylinn ógna lífi og eigum fólks í átta héruðum við strandlengjuna. Varað er við því að skýfall sem fylgir bylnum geti komið af stað aurskriðum á hlíðóttum svæðum, þar á meðal í Cox's Bazar. „Að fellibylur lendi á svæði þar sem mannúðarástand er þegar svo slæmt er alger martröð sem hefur áhrif á hundruð þúsundir viðkvæmra einstaklinga sem hafa skert baráttuþrek eftir röð áfalla,“ segir A.I. Ramanathan Balakrishnan sem skipuleggur mannúðarstarf Sameinuðu þjóðanna í Bangladess. Ástandið er ekki betra í Búrma. Talið er að sex milljónir manna séu aðstoðar þurfi í Rakhine í Búrma. Blóðug átök hafa geisað á milli andspyrnuhópa og hersins eftir að herforingjar rændu völdum í landinu fyrir tveimur árum. Bangladess Mjanmar Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Mocha er sagður öflugasti fellibylur sem gengið hefur inn í Bengalflóa í áratug. Honum fylgir úrhellisrigning og vindhraði upp á 54 metra á sekúndu. Spáð er allt að fjögurra metra háum sjávarflóðum sem gætu ógnað þorpum á láglendissvæðum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hjálparstofnanir óttast að bylurinn ógni meira en milljón róhingja sem hafast við í flóttamannabúðum í Cox's Bazar í Bangladess. Um hálf milljón þeirra eru börn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Neyðarskýli í skólum og hofum þar eru nú sögð yfirfull. Lögreglumenn hvöttu fólk til að leita skjóls og forðast ströndina í gær. Stjórnvöld í Bangladess lýstu yfir hæsta mögulega viðbúnaðarstigi fyrir borgina. Veðurstofan þar í landi telur bylinn ógna lífi og eigum fólks í átta héruðum við strandlengjuna. Varað er við því að skýfall sem fylgir bylnum geti komið af stað aurskriðum á hlíðóttum svæðum, þar á meðal í Cox's Bazar. „Að fellibylur lendi á svæði þar sem mannúðarástand er þegar svo slæmt er alger martröð sem hefur áhrif á hundruð þúsundir viðkvæmra einstaklinga sem hafa skert baráttuþrek eftir röð áfalla,“ segir A.I. Ramanathan Balakrishnan sem skipuleggur mannúðarstarf Sameinuðu þjóðanna í Bangladess. Ástandið er ekki betra í Búrma. Talið er að sex milljónir manna séu aðstoðar þurfi í Rakhine í Búrma. Blóðug átök hafa geisað á milli andspyrnuhópa og hersins eftir að herforingjar rændu völdum í landinu fyrir tveimur árum.
Bangladess Mjanmar Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira