Heyrnarlaus kind með 270 þúsund fylgjendur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. maí 2023 21:05 Pálína Axelsdóttir Njarðvík, sauðfjárbóndi í Eystra Geldingaholti með Sunnu sinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kindin Sunna er án nokkurs vafa frægasta kind Íslands því hún á sér tvö hundruð og sjötíu þúsund fylgjendur á Instagram. Ástæðan er sú að Sunna er heyrnarlaus og hagar sér alls ekki eins og kind heldur miklu frekar eins og gæludýr. Sauðburður stendur nú yfir í fjárhúsinu í Eystra Geldingaholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem sætu og fallegu lömbin koma þar í heiminn hvert á fætur öðru. Í fjárhúsinu er líka mjög sérstök kind fædd vorið 2019 og heitir hún Sunna. Saga Sunnu er mögnuð því það munaði minnstu að hún myndi lifa af þegar hún kom í heiminn, svo slöpp og léleg var hún og sýndi lítil viðbrögð þegar það var verið að koma henni til hjálpar með allskonar aðferðum. „En Svo fór mamma að púsla þessu saman og þá kom í ljós að hún er heyrnarlaus og það var mjög augljóst þegar mamma sagði það því hún tekur aldrei eftir manni fyrr en hún sér mann en kindur, sem þekkja mann heyra í manni og þekkja röddina,” segir Pálína Axelsdóttir Njarðvík, sauðfjárbóndi í Eystra Geldingaholti og eigandi Sunnu. Og þið eruð miklar vinkonur og náið vel saman? „Já, ég fer oft að heimsækja hana út á tún og hún vill helst að maður komi með nammi og hún svona krafsar í mann þangað til að maður gefur henni athygli eða nammi.” Pálína og Sunna eru miklar vinkonur og eiga fallegt samband við hvor aðra.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er heyrnarleysið að há henni mikið ? „Nei, ekki þannig. Hún fer náttúrulega ekki langt, hún fer ekki á fjall og hennar heimur er bara móatúnið hér í kringum fjárhúsið,” segir Pálína. Pálína setur reglulega myndir og myndbönd inn á Instagram af sér og Sunnu og eiga þær fylgjendur út um allan heim en hægt er að fylgja þeim þar undir “Farmlife Iceland”. „Hún er búin að koma fram í einherjum sjónvarpsþáttum í útlöndum og viðtölum en við Sunna erum með um 270 þúsund fylgjendur á Instagram og ég myndi alveg segja að hún væri aðalstjarnan þar,” segir Pálína og hlær. En hvað er best við Sunnu? „Bara hún sjálf , hún er bara rosalega skemmtileg, hún er bara gæludýr. Mér þykir bara rosa vænt um hana,” segir Pálína. Sauðburður stendur nú yfir í fjárhúsinu í Eystra Geldingaholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem Sunna býr með hinum kindunum og lömbunum á bænum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Sauðburður stendur nú yfir í fjárhúsinu í Eystra Geldingaholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem sætu og fallegu lömbin koma þar í heiminn hvert á fætur öðru. Í fjárhúsinu er líka mjög sérstök kind fædd vorið 2019 og heitir hún Sunna. Saga Sunnu er mögnuð því það munaði minnstu að hún myndi lifa af þegar hún kom í heiminn, svo slöpp og léleg var hún og sýndi lítil viðbrögð þegar það var verið að koma henni til hjálpar með allskonar aðferðum. „En Svo fór mamma að púsla þessu saman og þá kom í ljós að hún er heyrnarlaus og það var mjög augljóst þegar mamma sagði það því hún tekur aldrei eftir manni fyrr en hún sér mann en kindur, sem þekkja mann heyra í manni og þekkja röddina,” segir Pálína Axelsdóttir Njarðvík, sauðfjárbóndi í Eystra Geldingaholti og eigandi Sunnu. Og þið eruð miklar vinkonur og náið vel saman? „Já, ég fer oft að heimsækja hana út á tún og hún vill helst að maður komi með nammi og hún svona krafsar í mann þangað til að maður gefur henni athygli eða nammi.” Pálína og Sunna eru miklar vinkonur og eiga fallegt samband við hvor aðra.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er heyrnarleysið að há henni mikið ? „Nei, ekki þannig. Hún fer náttúrulega ekki langt, hún fer ekki á fjall og hennar heimur er bara móatúnið hér í kringum fjárhúsið,” segir Pálína. Pálína setur reglulega myndir og myndbönd inn á Instagram af sér og Sunnu og eiga þær fylgjendur út um allan heim en hægt er að fylgja þeim þar undir “Farmlife Iceland”. „Hún er búin að koma fram í einherjum sjónvarpsþáttum í útlöndum og viðtölum en við Sunna erum með um 270 þúsund fylgjendur á Instagram og ég myndi alveg segja að hún væri aðalstjarnan þar,” segir Pálína og hlær. En hvað er best við Sunnu? „Bara hún sjálf , hún er bara rosalega skemmtileg, hún er bara gæludýr. Mér þykir bara rosa vænt um hana,” segir Pálína. Sauðburður stendur nú yfir í fjárhúsinu í Eystra Geldingaholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem Sunna býr með hinum kindunum og lömbunum á bænum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent