„Þetta var ekki stórt, við bara fórum og slökktum þetta,“ segir Rolf Tryggvason, varðstjóri hjá slökkviliðinu á Akureyri, í samtali við fréttastofu. Ekki sé vitað hvernig eldurinn kom upp.
Fréttastofa fékk send myndbönd af sinubrunanum sem sjá má hér fyrir neðan.
Sinubrunar á Akureyri hafa alls ekki verið algengir að undanförnu á Akureyri. „Þetta er eini sinubruninn okkar allavega hingað til, við höfum sloppið mjög vel,“ segir Rolf. Þá séu fleiri sinubrunar ekki í kortunum fyrir norðan, að minnsta kosti ekki á morgun.
„Við höfum ekki áhyggjur af því, það á að snjóa á morgun,“ segir varðstjórinn en gul viðvörun er í gildi fyrir norðan á morgun.