Breskar stýriflaugar fluttar til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2023 13:31 Storm Shadow stýriflaugar eru bornar á loft af orrustuþotum. MBDA/Thierry Wurtz Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, staðfesti í dag að Bretar ætla að útvega Úkraínumönnum stýriflaugar sem þeir hafa verið að kalla eftir í marga mánuði. Úkraínumenn hafa skuldbundið sig til að nota flaugarnar ekki til árása innan landamæra Rússlands. Wallace sagði á breska þinginu í dag að vopnasendingarnar gerðu Úkraínumönnum auðveldar að verja sig gegn grimmilegri innrás Rússa Flaugarnar gera Úkraínumönnum kleift að granda skotmörkum á öllu því svæði sem Rússar hafa hernumið í Úkraínu. Krímskagi er þar talinn með. Stýriflaugarnar eru af gerðinni Storm Shadow en þær geta borið um 450 kílóa sprengihleðslu eru sagðar drífa rúma 250 kílómetra. Þær eru framleiddar af fyrirtækjum í Bretlandi og í Frakklandi og er hver þeirra sögð kosta um tvær milljónir punda. Eldflaugarnar hafa meðal annars verið notaðar í Írak eftir innrásina 203 og í Líbíu og í Sýrlandi. Ekki liggur fyrir hve margar stýriflaugar um er að ræða en samkvæmt heimildum Sky News eru einhverjar flaugar þegar komnar til Úkraínu. CNN sagði fyrst frá sendingunum í gærkvöldi en þær hafa ekki verið staðfestar fyrr en nú. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í viðtali við BBC sem birt var í morgun að Úkraínumenn myndu ekki hefja gagnsókn gegn Rússum strax, því þeir þyrftu að bíða eftir frekari hergagnasendingum frá bakhjörlum sínum. Fjölmiðlar í Bretlandi hafa eftir Wallace að það hafi tekið nokkurn tíma að finna leiðir til þess að Úkraínumenn gætu notað herþotur sínar frá tímum Sovétríkjanna til að skjóta stýriflaugunum. „Það er ekki auðvelt að taka bresk-franskar eldflaugar og aðlaga þær að sovéskum eða rússneskum herþotum,“ sagði Wallace. Hann sagði að það væri meðal þeirra ástæðna að ekki væri búið að senda þessar stýriflaugar til Úkraínu fyrr. Wallace sagðist ekkert vilja segja um hvenær búist væri við því að Úkraínumenn myndu nota stýriflaugarnar. WATCH: UK Defence Secretary Ben Wallace confirms delivery of Storm Shadow to Ukraine. pic.twitter.com/fx70hsqChS— Artoir (@ItsArtoir) May 11, 2023 Geta gert árásir á Kerch-brú Eins og áður segir gera þessar stýriflaugar Úkraínumönnum kleift að gera árásir á birgðastöðvar og vopnageymslur Rússa fjær frá víglínunum en áður. Þeir geta sömuleiðis gert fleiri árásir á brúnna yfir Kerch-sund, sem tengir Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, við meginland Rússlands og flugvelli sem Rússar nota á Krímskaga, svo eitthvað sé nefnt. Þegar Úkraínumenn fengu fyrst HIMARS eldflaugar notuðu þeir þær með miklum árangri gegn birgðastöðvum og vopnageymslum Rússa. Þessir staðir hafa nú verið færðir fjær víglínunum í austurhluta Úkraínu og á Krímskaga. Með Storm Shadow stýriflaugum gera Úkraínumenn aftur farið að gera sambærilegar árásir en það fer eftir því hve margar stýriflaugar þeir hafa fengið og munu fá. Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Selenskí segir Úkraínumenn þurfa meiri tíma Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ríkið þurfa meiri tíma fyrir gagnsókn gegn Rússum sem búist er við á næstu vikum. Hann segir Úkraínumenn þurfa að bíða eftir frekari hergagnasendingum sem von er á en þar á meðal eru bryndrekar og skotfæri. 11. maí 2023 09:47 Segist geta bundið enda á átökin í Úkraínu á 24 klukkustundum „Niðurstöðum kosninganna var ekki hagrætt, herra forseti. Þú getur ekki haldið áfram að tyggja á því í allt kvöld,“ sagði Kaitlan Collins, stjórnandi íbúafundar CNN með Donald Trump í New Hampshire í gær, eftir ítrekaðar staðhæfingar Trump um svik í forsetakosningunum 2020. 11. maí 2023 07:42 Vilja skilgreina Wagner-hópinn sem hryðjuverkasamtök Franska þingið hvetur til þess að Evrópusambandið skilgreini Wagner-málaliðahópinn sem hryðjuverkasamtök. Breskir miðlar segja að bresk stjórnvöld áformi að gera slíkt hið sama. 10. maí 2023 07:14 Segir Rússa berjast fyrir fullveldi Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í ræðu í Moskvu í morgun, þar sem Rússar minntust sigurs í seinni heimsstyrjöldinni, að innrás Rússa í Úkraínu væri í rauninni barátta um tilvist Rússlands og rússnesk gildi. 9. maí 2023 09:17 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Wallace sagði á breska þinginu í dag að vopnasendingarnar gerðu Úkraínumönnum auðveldar að verja sig gegn grimmilegri innrás Rússa Flaugarnar gera Úkraínumönnum kleift að granda skotmörkum á öllu því svæði sem Rússar hafa hernumið í Úkraínu. Krímskagi er þar talinn með. Stýriflaugarnar eru af gerðinni Storm Shadow en þær geta borið um 450 kílóa sprengihleðslu eru sagðar drífa rúma 250 kílómetra. Þær eru framleiddar af fyrirtækjum í Bretlandi og í Frakklandi og er hver þeirra sögð kosta um tvær milljónir punda. Eldflaugarnar hafa meðal annars verið notaðar í Írak eftir innrásina 203 og í Líbíu og í Sýrlandi. Ekki liggur fyrir hve margar stýriflaugar um er að ræða en samkvæmt heimildum Sky News eru einhverjar flaugar þegar komnar til Úkraínu. CNN sagði fyrst frá sendingunum í gærkvöldi en þær hafa ekki verið staðfestar fyrr en nú. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í viðtali við BBC sem birt var í morgun að Úkraínumenn myndu ekki hefja gagnsókn gegn Rússum strax, því þeir þyrftu að bíða eftir frekari hergagnasendingum frá bakhjörlum sínum. Fjölmiðlar í Bretlandi hafa eftir Wallace að það hafi tekið nokkurn tíma að finna leiðir til þess að Úkraínumenn gætu notað herþotur sínar frá tímum Sovétríkjanna til að skjóta stýriflaugunum. „Það er ekki auðvelt að taka bresk-franskar eldflaugar og aðlaga þær að sovéskum eða rússneskum herþotum,“ sagði Wallace. Hann sagði að það væri meðal þeirra ástæðna að ekki væri búið að senda þessar stýriflaugar til Úkraínu fyrr. Wallace sagðist ekkert vilja segja um hvenær búist væri við því að Úkraínumenn myndu nota stýriflaugarnar. WATCH: UK Defence Secretary Ben Wallace confirms delivery of Storm Shadow to Ukraine. pic.twitter.com/fx70hsqChS— Artoir (@ItsArtoir) May 11, 2023 Geta gert árásir á Kerch-brú Eins og áður segir gera þessar stýriflaugar Úkraínumönnum kleift að gera árásir á birgðastöðvar og vopnageymslur Rússa fjær frá víglínunum en áður. Þeir geta sömuleiðis gert fleiri árásir á brúnna yfir Kerch-sund, sem tengir Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, við meginland Rússlands og flugvelli sem Rússar nota á Krímskaga, svo eitthvað sé nefnt. Þegar Úkraínumenn fengu fyrst HIMARS eldflaugar notuðu þeir þær með miklum árangri gegn birgðastöðvum og vopnageymslum Rússa. Þessir staðir hafa nú verið færðir fjær víglínunum í austurhluta Úkraínu og á Krímskaga. Með Storm Shadow stýriflaugum gera Úkraínumenn aftur farið að gera sambærilegar árásir en það fer eftir því hve margar stýriflaugar þeir hafa fengið og munu fá.
Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Selenskí segir Úkraínumenn þurfa meiri tíma Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ríkið þurfa meiri tíma fyrir gagnsókn gegn Rússum sem búist er við á næstu vikum. Hann segir Úkraínumenn þurfa að bíða eftir frekari hergagnasendingum sem von er á en þar á meðal eru bryndrekar og skotfæri. 11. maí 2023 09:47 Segist geta bundið enda á átökin í Úkraínu á 24 klukkustundum „Niðurstöðum kosninganna var ekki hagrætt, herra forseti. Þú getur ekki haldið áfram að tyggja á því í allt kvöld,“ sagði Kaitlan Collins, stjórnandi íbúafundar CNN með Donald Trump í New Hampshire í gær, eftir ítrekaðar staðhæfingar Trump um svik í forsetakosningunum 2020. 11. maí 2023 07:42 Vilja skilgreina Wagner-hópinn sem hryðjuverkasamtök Franska þingið hvetur til þess að Evrópusambandið skilgreini Wagner-málaliðahópinn sem hryðjuverkasamtök. Breskir miðlar segja að bresk stjórnvöld áformi að gera slíkt hið sama. 10. maí 2023 07:14 Segir Rússa berjast fyrir fullveldi Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í ræðu í Moskvu í morgun, þar sem Rússar minntust sigurs í seinni heimsstyrjöldinni, að innrás Rússa í Úkraínu væri í rauninni barátta um tilvist Rússlands og rússnesk gildi. 9. maí 2023 09:17 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Selenskí segir Úkraínumenn þurfa meiri tíma Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ríkið þurfa meiri tíma fyrir gagnsókn gegn Rússum sem búist er við á næstu vikum. Hann segir Úkraínumenn þurfa að bíða eftir frekari hergagnasendingum sem von er á en þar á meðal eru bryndrekar og skotfæri. 11. maí 2023 09:47
Segist geta bundið enda á átökin í Úkraínu á 24 klukkustundum „Niðurstöðum kosninganna var ekki hagrætt, herra forseti. Þú getur ekki haldið áfram að tyggja á því í allt kvöld,“ sagði Kaitlan Collins, stjórnandi íbúafundar CNN með Donald Trump í New Hampshire í gær, eftir ítrekaðar staðhæfingar Trump um svik í forsetakosningunum 2020. 11. maí 2023 07:42
Vilja skilgreina Wagner-hópinn sem hryðjuverkasamtök Franska þingið hvetur til þess að Evrópusambandið skilgreini Wagner-málaliðahópinn sem hryðjuverkasamtök. Breskir miðlar segja að bresk stjórnvöld áformi að gera slíkt hið sama. 10. maí 2023 07:14
Segir Rússa berjast fyrir fullveldi Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í ræðu í Moskvu í morgun, þar sem Rússar minntust sigurs í seinni heimsstyrjöldinni, að innrás Rússa í Úkraínu væri í rauninni barátta um tilvist Rússlands og rússnesk gildi. 9. maí 2023 09:17
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent