Hartnær áttatíu prósent leigjenda ná ekki endum saman Jakob Bjarnar skrifar 11. maí 2023 11:20 Það er lágskýjað, reyndar þoka ef litið er til stöðu leigjenda. Niðurstöður nýrrar könnunar meðal þeirra sýnir kolsvarta stöðu. vísir/vilhelm Sjötíu prósent íslenskumælandi leigjenda og áttatíu prósent enskumælandi eiga erfitt með að ná endum saman. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum við spurningum glænýrrar könnunar sem Samtök leigjenda standa að. Niðurstöðurnar sýna kolsvarta stöðu leigjenda á Íslandi. Helstu niðurstöður, sem Vísir hefur undir höndum, sýna að rúm fimmtíu prósent leigjenda segjast hafa orðið fyrir fordómum vegna stöðu sinnar á húsnæðismarkaði, hartnær áttatíu prósent leigjenda telja dvöl á leigumarkaði hafa neikvæð áhrif á andlega heilsu sína, um fjörutíu prósent leigjenda segjast hafa þurft að leita sér læknisaðstoðar vegna heilsubrests sem þeir tengja stöðu sinni sem leigjendur. Skjáskot úr niðurstöðum könnunarinnar sem var viðamikil. Fjörutíu og sex prósent segjast búa við óviðunandi heimilisaðstæður og rúm sextíu prósent telja stöðu sína á húsnæðismarkaði haft hamlandi áhrif á framgang í lífinu og tilverunni almennt. Þá kemur fram að leigjendur hafa flutt að jafnaði þrisvar sinnum á umliðnum fimm árum, fimmtíu prósent leigjenda hafa verið á vergangi og þurft að reiða sig á ættingja og vini með húsaskjól, rúm fimmtíu prósent hafa þurft að reiða sig á aðstoð fjölskyldu, vina eða góðgerðarfélaga varðandi framfærslu, svo eitthvað sé nefnt. Fimmtíu prósent leigjenda í húsnæðisleit upplifa varnarleysi og 63 prósent mikla samkeppni um íbúðir. Um er að ræða frumniðurstöður könnunar sem framkvæmd var dagana 5. til 9. maí 2023 en tilefni könnunarinnar eru vísbendingar um slæma fjárhagslega- og félagslega stöðu leigjenda almennt. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar má greina djúpstætt vantraust meðal leigjenda á stjórnvöldum. Könnunin hefur verið lengi í undirbúningi og tekur mið af spurningum, framkvæmd, vísbendingum og niðurstöðum sem birtar hafa verið í leigukönnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, lífskjararannsókn Hagstofunnar, könnun Vörðu um lífsskilyrði launafólks og rannsókn Öryrkjabandalagsins og Félagsvísindastofnunar á húsnæðismálum fatlaðs fólks. Viðvarandi vantraust á stjórnvöldum Könnunin er viðamikil, hún inniheldur 50 spurningar í sex flokkum sem eru húsnæðistaða leigjenda, kyn, þjóðerni, aldur, tekjur, hjúskaparstaða og heimilisstærð. Þá er litið til fyrirkomulags leigusamnings, upplifun leigjenda, reynsla þeirra af húsnæðisleit og mati þeirra á framtíðarhorfum og stöðu. Guðmundur Hrafn formaður Samtaka leigjenda segir niðurstöður könnunarinnar kolsvarta og sýni meðal annars að meðal leigjenda megi greina djúpstætt vantraust á stjórnvöldum, að þau hafi brugðist með aðgerða- og sinnuleysi í málaflokknum.vísir/vilhelm Könnunin, sem send var út til meðlima í Samtökum leigjenda með tölvupósti auk þess sem hlekk á könnunina mátti finna á Facebook-síðu samtakanna, var bæði á íslensku og ensku. Svör sem bárust voru 903 á íslensku en 135 á ensku, alls 1038. Svarhlutfall var hátt og niðurstöður afgerandi í mörgum atriðum. Það sem hér er vísað til eru frumniðurstöður úr 13 spurningum af 50 í könnuninni en verið er að vinna úr niðurstöðum. Að sögn Guðmundar Hrafns Arngrímssonar formaður Samtaka leigjenda gefa þær ótvíræðar vísbendingar um afar slæma stöðu leigjenda; varnarleysi, heilsubrest og stöðuga flutninga sem einkenna stöðu þessa hóps. Hann segir jafnframt að þær gefi ótvírætt til kynna að leigjendur vantreysti stjórnvöldum og telja sig hafa orðið fyrir barðinu á aðgerða- og sinnuleysi þeirra í málaflokknum. Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Leigumarkaður Skoðanakannanir Tengdar fréttir Fimmta hvert barn í leiguhúsnæði býr við sárafátækt Samtök leigjenda birtu nú á dögunum kolsvarta skýrslu um stöðuna á leigumarkaði og er vægast sagt dregin þar upp öllu nöturlegri mynd en við fáum yfirleitt að heyra. 25. apríl 2023 16:00 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Helstu niðurstöður, sem Vísir hefur undir höndum, sýna að rúm fimmtíu prósent leigjenda segjast hafa orðið fyrir fordómum vegna stöðu sinnar á húsnæðismarkaði, hartnær áttatíu prósent leigjenda telja dvöl á leigumarkaði hafa neikvæð áhrif á andlega heilsu sína, um fjörutíu prósent leigjenda segjast hafa þurft að leita sér læknisaðstoðar vegna heilsubrests sem þeir tengja stöðu sinni sem leigjendur. Skjáskot úr niðurstöðum könnunarinnar sem var viðamikil. Fjörutíu og sex prósent segjast búa við óviðunandi heimilisaðstæður og rúm sextíu prósent telja stöðu sína á húsnæðismarkaði haft hamlandi áhrif á framgang í lífinu og tilverunni almennt. Þá kemur fram að leigjendur hafa flutt að jafnaði þrisvar sinnum á umliðnum fimm árum, fimmtíu prósent leigjenda hafa verið á vergangi og þurft að reiða sig á ættingja og vini með húsaskjól, rúm fimmtíu prósent hafa þurft að reiða sig á aðstoð fjölskyldu, vina eða góðgerðarfélaga varðandi framfærslu, svo eitthvað sé nefnt. Fimmtíu prósent leigjenda í húsnæðisleit upplifa varnarleysi og 63 prósent mikla samkeppni um íbúðir. Um er að ræða frumniðurstöður könnunar sem framkvæmd var dagana 5. til 9. maí 2023 en tilefni könnunarinnar eru vísbendingar um slæma fjárhagslega- og félagslega stöðu leigjenda almennt. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar má greina djúpstætt vantraust meðal leigjenda á stjórnvöldum. Könnunin hefur verið lengi í undirbúningi og tekur mið af spurningum, framkvæmd, vísbendingum og niðurstöðum sem birtar hafa verið í leigukönnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, lífskjararannsókn Hagstofunnar, könnun Vörðu um lífsskilyrði launafólks og rannsókn Öryrkjabandalagsins og Félagsvísindastofnunar á húsnæðismálum fatlaðs fólks. Viðvarandi vantraust á stjórnvöldum Könnunin er viðamikil, hún inniheldur 50 spurningar í sex flokkum sem eru húsnæðistaða leigjenda, kyn, þjóðerni, aldur, tekjur, hjúskaparstaða og heimilisstærð. Þá er litið til fyrirkomulags leigusamnings, upplifun leigjenda, reynsla þeirra af húsnæðisleit og mati þeirra á framtíðarhorfum og stöðu. Guðmundur Hrafn formaður Samtaka leigjenda segir niðurstöður könnunarinnar kolsvarta og sýni meðal annars að meðal leigjenda megi greina djúpstætt vantraust á stjórnvöldum, að þau hafi brugðist með aðgerða- og sinnuleysi í málaflokknum.vísir/vilhelm Könnunin, sem send var út til meðlima í Samtökum leigjenda með tölvupósti auk þess sem hlekk á könnunina mátti finna á Facebook-síðu samtakanna, var bæði á íslensku og ensku. Svör sem bárust voru 903 á íslensku en 135 á ensku, alls 1038. Svarhlutfall var hátt og niðurstöður afgerandi í mörgum atriðum. Það sem hér er vísað til eru frumniðurstöður úr 13 spurningum af 50 í könnuninni en verið er að vinna úr niðurstöðum. Að sögn Guðmundar Hrafns Arngrímssonar formaður Samtaka leigjenda gefa þær ótvíræðar vísbendingar um afar slæma stöðu leigjenda; varnarleysi, heilsubrest og stöðuga flutninga sem einkenna stöðu þessa hóps. Hann segir jafnframt að þær gefi ótvírætt til kynna að leigjendur vantreysti stjórnvöldum og telja sig hafa orðið fyrir barðinu á aðgerða- og sinnuleysi þeirra í málaflokknum.
Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Leigumarkaður Skoðanakannanir Tengdar fréttir Fimmta hvert barn í leiguhúsnæði býr við sárafátækt Samtök leigjenda birtu nú á dögunum kolsvarta skýrslu um stöðuna á leigumarkaði og er vægast sagt dregin þar upp öllu nöturlegri mynd en við fáum yfirleitt að heyra. 25. apríl 2023 16:00 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Fimmta hvert barn í leiguhúsnæði býr við sárafátækt Samtök leigjenda birtu nú á dögunum kolsvarta skýrslu um stöðuna á leigumarkaði og er vægast sagt dregin þar upp öllu nöturlegri mynd en við fáum yfirleitt að heyra. 25. apríl 2023 16:00