„Ég bregst liðinu mínu þar og tek það á mig“ Kári Mímisson skrifar 10. maí 2023 22:21 Sigursteinn í leik kvöldsins. Vísir/Vilhelm Sigursteinn Arndal var skiljanlega afar svekktur þegar hann mætti í viðtal strax eftir grátlegt tap FH gegn ÍBV nú í kvöld. Tapið þýðir að FH er úr leik í úrslitakeppninni og þarf að gera sumarfrí sér að góðu. ÍBV sópar sínu öðru einvígi í þessari úrslitakeppni og líta mjög vel út þessa stundina. „Það er bara erfitt að finna orð, ég er ógeðslega svekktur en á sama tíma rosalega stoltur af mínu liði og hvernig við fórum í gegnum þetta. Ég ætla ekki að ljúga neinu, þetta var risa högg að tapa síðasta leik þar sem við spiluðum leikinn alveg frábærlega. Köstum því frá okkur en mættum hér í dag í hörku leik,“ sagði afar svekktur Sigursteinn eftir leikinn í kvöld og hélt svo áfram. „Þeir voru klárir og þetta var gríðarlega erfiður leikur en við sýndum mikinn karakter að tryggja okkur inn í framlenginguna. Í framlengingunni þá gerast hlutir sem að ég verð að taka á mig. Ég fæ tvær mínútur á rándýrum tímapunkti. Ég bregst liðinu mínu þar og tek það á mig en ég verð að segja það að við erum á mjög vondum stað og ef að tilfinningar eins og það að ég hoppi upp af bekknum og reyni að framkalla dóm, sem við fengum því það var fótur þarna.“ „Ef að þetta er stærsti glæpur sem hægt er að gera í framlengingu þá erum við á vondum stað. Mér fannst dómararnir algjörlega bregðast þar og þetta er krúsíal móment. Ég vil undirstrika að ég er ótrúlega stoltur af liðinu mínu og hvernig þeir tækluðu þennan leik. Þetta er búið að vera frábær vetur og við náðum okkur í 31 stig, fórum í gegnum átta liða úrslitin sem einhverjir voru búnir að segja að væri hindrun og við töpuðum 3-0 fyrir ÍBV og mig langar að óska þeim til hamingju með það, þeir voru frábærir en ég er mjög stoltur af liðinu mínu í vetur.“ Atvikið sem hafði hvað mest áhrif á leikinn var þegar að Sigursteinn fær tveggja mínútna brottvísun fyrir eitthvað sem gerist á bekknum. Dagur Arnarsson virðist fá boltann í fótinn en í stað þess að fá boltann fá FH tveggja mínútna brottvísun, sagði Sigursteinn ekkert við dómarann? „Ég tek það algjörlega á mig að í öllum hamaganginum þá hoppa ég upp af bekknum. Maður er vissulega ekki einhver 75 kíló þannig að þetta sést. Ég var ekki orðljótur eða þess háttar. Ég hoppa til að vekja athygli á þessu og fyrir það fæ ég tvær mínútur.“ Jóhannes Berg Andrason skoraði flautumark og tryggði FH framlengingu. Hvernig voru tilfinningarnar eftir það? „Yndislegar og frábærar. Við vorum nýbúnir að klikka á víti þarna rétt á undan en gáfum okkur tíma og sýnum þá ró sem þurfti og uppskerum frábært mark. Þannig mjög svekkjandi að það skyldi ekki gilda, mómentið fór þarna seinna í framlengingunni.“ Sigursteinn gat leyft sér að brosa þegar FH kom leiknum í framlengingu.Vísir/Vilhelm Phil Döhler, markvörður FH hefur verið frábær í vetur. Hann er nú að verða samningslaus og á sama tíma hefur FH samið við Daníel Frey Andrésson um að leika með liðinu á næsta ári. Sigursteinn segir að Döhler vilji reyna fyrir sér í stærri deild en sé þó alltaf velkominn aftur í Kaplakrika. „Mál Phil Döhlers eru ekki ljós og það eina sem er öruggt er að Phil hefur haft áhuga á því að fara út og reyna fyrir sér í stærri deild. Við höfum allan tíman sagt það að við styðjum hann í því. Phil Döhler verður alltaf velkominn í FH ef að það er það sem hann vill. Við höfum átt mjög gott samtal við Phil enda hefur hann þjónustað okkur frábærlega síðustu ár en hugur hans stefnir í stærri deild. “ Handbolti FH Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - ÍBV 29-31 | Eyjamenn mættu með sópinn í Krikann og eru komnir í úrslit ÍBV er komið í úrslit Olís-deildar karla í handbolta eftir tveggja marka sigur á FH í Kaplakrika í framlengdum leik. Um var að ræða þriðja leik liðanna í einvíginu en þar sem ÍBV vann fyrstu tvo leikina má með sanni segja að Eyjamenn hafi sópað FH í sumarfrí. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. maí 2023 21:05 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
„Það er bara erfitt að finna orð, ég er ógeðslega svekktur en á sama tíma rosalega stoltur af mínu liði og hvernig við fórum í gegnum þetta. Ég ætla ekki að ljúga neinu, þetta var risa högg að tapa síðasta leik þar sem við spiluðum leikinn alveg frábærlega. Köstum því frá okkur en mættum hér í dag í hörku leik,“ sagði afar svekktur Sigursteinn eftir leikinn í kvöld og hélt svo áfram. „Þeir voru klárir og þetta var gríðarlega erfiður leikur en við sýndum mikinn karakter að tryggja okkur inn í framlenginguna. Í framlengingunni þá gerast hlutir sem að ég verð að taka á mig. Ég fæ tvær mínútur á rándýrum tímapunkti. Ég bregst liðinu mínu þar og tek það á mig en ég verð að segja það að við erum á mjög vondum stað og ef að tilfinningar eins og það að ég hoppi upp af bekknum og reyni að framkalla dóm, sem við fengum því það var fótur þarna.“ „Ef að þetta er stærsti glæpur sem hægt er að gera í framlengingu þá erum við á vondum stað. Mér fannst dómararnir algjörlega bregðast þar og þetta er krúsíal móment. Ég vil undirstrika að ég er ótrúlega stoltur af liðinu mínu og hvernig þeir tækluðu þennan leik. Þetta er búið að vera frábær vetur og við náðum okkur í 31 stig, fórum í gegnum átta liða úrslitin sem einhverjir voru búnir að segja að væri hindrun og við töpuðum 3-0 fyrir ÍBV og mig langar að óska þeim til hamingju með það, þeir voru frábærir en ég er mjög stoltur af liðinu mínu í vetur.“ Atvikið sem hafði hvað mest áhrif á leikinn var þegar að Sigursteinn fær tveggja mínútna brottvísun fyrir eitthvað sem gerist á bekknum. Dagur Arnarsson virðist fá boltann í fótinn en í stað þess að fá boltann fá FH tveggja mínútna brottvísun, sagði Sigursteinn ekkert við dómarann? „Ég tek það algjörlega á mig að í öllum hamaganginum þá hoppa ég upp af bekknum. Maður er vissulega ekki einhver 75 kíló þannig að þetta sést. Ég var ekki orðljótur eða þess háttar. Ég hoppa til að vekja athygli á þessu og fyrir það fæ ég tvær mínútur.“ Jóhannes Berg Andrason skoraði flautumark og tryggði FH framlengingu. Hvernig voru tilfinningarnar eftir það? „Yndislegar og frábærar. Við vorum nýbúnir að klikka á víti þarna rétt á undan en gáfum okkur tíma og sýnum þá ró sem þurfti og uppskerum frábært mark. Þannig mjög svekkjandi að það skyldi ekki gilda, mómentið fór þarna seinna í framlengingunni.“ Sigursteinn gat leyft sér að brosa þegar FH kom leiknum í framlengingu.Vísir/Vilhelm Phil Döhler, markvörður FH hefur verið frábær í vetur. Hann er nú að verða samningslaus og á sama tíma hefur FH samið við Daníel Frey Andrésson um að leika með liðinu á næsta ári. Sigursteinn segir að Döhler vilji reyna fyrir sér í stærri deild en sé þó alltaf velkominn aftur í Kaplakrika. „Mál Phil Döhlers eru ekki ljós og það eina sem er öruggt er að Phil hefur haft áhuga á því að fara út og reyna fyrir sér í stærri deild. Við höfum allan tíman sagt það að við styðjum hann í því. Phil Döhler verður alltaf velkominn í FH ef að það er það sem hann vill. Við höfum átt mjög gott samtal við Phil enda hefur hann þjónustað okkur frábærlega síðustu ár en hugur hans stefnir í stærri deild. “
Handbolti FH Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - ÍBV 29-31 | Eyjamenn mættu með sópinn í Krikann og eru komnir í úrslit ÍBV er komið í úrslit Olís-deildar karla í handbolta eftir tveggja marka sigur á FH í Kaplakrika í framlengdum leik. Um var að ræða þriðja leik liðanna í einvíginu en þar sem ÍBV vann fyrstu tvo leikina má með sanni segja að Eyjamenn hafi sópað FH í sumarfrí. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. maí 2023 21:05 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Leik lokið: FH - ÍBV 29-31 | Eyjamenn mættu með sópinn í Krikann og eru komnir í úrslit ÍBV er komið í úrslit Olís-deildar karla í handbolta eftir tveggja marka sigur á FH í Kaplakrika í framlengdum leik. Um var að ræða þriðja leik liðanna í einvíginu en þar sem ÍBV vann fyrstu tvo leikina má með sanni segja að Eyjamenn hafi sópað FH í sumarfrí. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. maí 2023 21:05