Sögulega lág fæðingartíðni geti haft efnahagslegar afleiðingar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. maí 2023 19:00 Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Arnar Fæðingartíðni lækkaði sögulega á milli ára og hefur aldrei verið lægri en í fyrra. Prófessor í hagfræði segir að ef fram heldur sem horfir geti efnahagslegar afleiðingar orðið talsverðar. Árið 2022 fæddist 4.391 barn sem er mikil fækkun frá árinu 2021 þegar 4.879 börn komu í heiminn. Þetta er mesta fækkun á lifandi fæddum börnum sem hefur átt sér stað milli ára frá 1838 eða fækkun upp á 488 börn. Fæðingartíðni lækkaði sögulega á milli ára og hefur aldrei verið lægri en í fyrra. Það getur haft margvísleg áhrif.grafík/sara Ýmislegt getur skýrt lækkandi fæðingartíðni, en í rannsókn sem hópur fræðafólks við Háskóla Íslands vann að kemur fram að ungar konur upplifi foreldrahlutverkið kvíðavaldandi og sjá ekki hvernig þær eigi að uppfylla þær vaxandi kröfur sem gerðar eru til þeirra í samfélagi lífsgæðakapphlaups. Minna til skiptanna fyrir hvern og einn Prófessor í hagfræði segir langtíma þróun á fæðingartíðni hafa talsverð áhrif á samfélagsgerðina. Fyrirsjáanlega verði færri í hverri kynslóð sem þýði að á endanum verði fáir á vinnufærum aldri og hlutfallslega margir á eftirlaunum. Ef fram heldur sem horfir geti slíkt haft margvísleg efnahagsleg- og félagsleg áhrif. „Það verða fáir að vinna miðað við þá sem búa á landinu og nota vörur og þjónustu þannig það verður minna til skiptanna fyrir hvern og einn. Svo er þetta líka álag fyrir lífeyriskerfi, jafnvel þó þau séu með sjóðssöfnun eins og það íslenska, að þá er það töluvert átak að framfleyta kynslóðum þegar þær eru svona mis stórar,“ segir Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði. Hagstofan birti í morgun upplýsingar um fæðingartíðni árið 2022.grafík/sara Lækkandi fæðingartíðni er einnig áberandi í nágrannalöndum þar sem fæðingartíðni er víða lægri en hér. Hún er þó lægst í fjarlægari löndum á borð við Japan og Suður-Kóreu. „Og þar hefur þetta haft bara veruleg áhrif á hagkerfið og er svona til dæmis hluti af skýringunni á því að Japan telst ekki lengur það efnahags stórveldi sem það var fyrir nokkrum áratugum.“ Ýmislegt geti breytt myndinni, til dæmis flutningur fólks til landsins en ungt fólk á þrítugsaldri er áberandi í hópi þeirra fjölmörgu sem flytja til landsins, sem hafi yngt aldursdreifingu íbúa. „Það eru bara einfaldlega mun fleiri á vinnufærum aldri á Íslandi. Bæði absalút og hlutfallslega heldur en væri ef þessi flutningur hefði ekki verið til landsins.“ Efnahagsmál Börn og uppeldi Félagsmál Frjósemi Mannfjöldi Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Árið 2022 fæddist 4.391 barn sem er mikil fækkun frá árinu 2021 þegar 4.879 börn komu í heiminn. Þetta er mesta fækkun á lifandi fæddum börnum sem hefur átt sér stað milli ára frá 1838 eða fækkun upp á 488 börn. Fæðingartíðni lækkaði sögulega á milli ára og hefur aldrei verið lægri en í fyrra. Það getur haft margvísleg áhrif.grafík/sara Ýmislegt getur skýrt lækkandi fæðingartíðni, en í rannsókn sem hópur fræðafólks við Háskóla Íslands vann að kemur fram að ungar konur upplifi foreldrahlutverkið kvíðavaldandi og sjá ekki hvernig þær eigi að uppfylla þær vaxandi kröfur sem gerðar eru til þeirra í samfélagi lífsgæðakapphlaups. Minna til skiptanna fyrir hvern og einn Prófessor í hagfræði segir langtíma þróun á fæðingartíðni hafa talsverð áhrif á samfélagsgerðina. Fyrirsjáanlega verði færri í hverri kynslóð sem þýði að á endanum verði fáir á vinnufærum aldri og hlutfallslega margir á eftirlaunum. Ef fram heldur sem horfir geti slíkt haft margvísleg efnahagsleg- og félagsleg áhrif. „Það verða fáir að vinna miðað við þá sem búa á landinu og nota vörur og þjónustu þannig það verður minna til skiptanna fyrir hvern og einn. Svo er þetta líka álag fyrir lífeyriskerfi, jafnvel þó þau séu með sjóðssöfnun eins og það íslenska, að þá er það töluvert átak að framfleyta kynslóðum þegar þær eru svona mis stórar,“ segir Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði. Hagstofan birti í morgun upplýsingar um fæðingartíðni árið 2022.grafík/sara Lækkandi fæðingartíðni er einnig áberandi í nágrannalöndum þar sem fæðingartíðni er víða lægri en hér. Hún er þó lægst í fjarlægari löndum á borð við Japan og Suður-Kóreu. „Og þar hefur þetta haft bara veruleg áhrif á hagkerfið og er svona til dæmis hluti af skýringunni á því að Japan telst ekki lengur það efnahags stórveldi sem það var fyrir nokkrum áratugum.“ Ýmislegt geti breytt myndinni, til dæmis flutningur fólks til landsins en ungt fólk á þrítugsaldri er áberandi í hópi þeirra fjölmörgu sem flytja til landsins, sem hafi yngt aldursdreifingu íbúa. „Það eru bara einfaldlega mun fleiri á vinnufærum aldri á Íslandi. Bæði absalút og hlutfallslega heldur en væri ef þessi flutningur hefði ekki verið til landsins.“
Efnahagsmál Börn og uppeldi Félagsmál Frjósemi Mannfjöldi Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira