Greint er frá vendingunum í breskum miðlum í morgun en Greenwood hefur hvorki æft né spilað fyrir Manchester United eftir að hann var handtekinn snemma árs 2022.
Allar ákærur á hendur Greenwood, sem sneru meðal annars að meintri tilraun til nauðgunar, líkamsárás og þvingunartilburðum, voru felldar niður í febrúar fyrr á þessu ári.
Eftir að það varð ljóst setti Manchester United af stað rannsókn hjá sér innanhúss á málinu og að á meðan hún væri í gangi yrðu næstu skref er varðar leikmanninn ekki tekin.
Samkvæmt breskum miðlum hafa forráðamenn Juventus sett sig í samband við fulltrúa Greenwood og viðrað þann möguleika að gera langtíma lánssamning við Manchester United og leikmanninn.
Núgildandi samningur Greenwood við Manchester Untied gildir til sumarsins 2025. Goal hefur það eftir heimildarmönnum sínum, sem þekkja vel til Greenwood, að leikmaðurinn sjái sæng sína hjá Manchester United, hann búist ekki við því að spila aftur fyrir félagið.
Auk Juventus er A.C. Milan einnig sagt hafa augastað á leikmanninum.
Greenwood ólst upp í akademíu Manchester Untied og í júlí árið 2019 var hann tekinn inn í aðallið félagsins í fyrsta sinn.
Hann á nú að baki 129 leiki fyrir aðalliðið, hefur skorað 35 mörk í þeim leikjum og gefið 12 stoðsendingar.