Íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er leikmaður Burnley og má sjá hann sem og víkingaklappið í nýrri kitlu sem hefur verið gefin út samhliða tilkynningu um væntanlega þætti.
Í þáttunum er fylgst með falli Burnley úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og er liðinu fylgt í gegnum mikla umbótatíma á yfirstandandi tímabili þar sem Burnley bar höfuð og herðar yfir keppinauta sína í ensku B-deildinni undir stjórn Belgans Vincent Kompany og tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik.
Er áhorfendum veitt innsýn á bak við tjöldin hjá félaginu og skiptir þar ekki máli hvort um er að ræða stjórnarfundi félagsins eða liðsfundi inn í búningsklefanum.
Það er Sky Documentaries sem að framleiðir þættina í samstarfi með NOW en þeir fara í sýningu fyrir næsta tímabil.
Kitluna má sjá hér fyrir neðan: