Rekin úr íbúðinni vegna smáhunds fósturdóttur sinnar Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2023 09:04 Monika Makowska segir hundinn bjargræði fyrir fósturdóttur sína sem hún tók að sér eftir að stúlkan missti fjölskyldu sína í skelfilegu bílslysi. vísir/vilhelm Monika Macowska leigjandi er afar ósátt við hvernig staðið var að riftun leigusamnings hennar og á hvaða forsendum. Smáhundur sem hún fékk fyrir fósturdóttur sína sem er að eiga við áfallastreituröskun eftir alvarlegt áfall er uppgefin ástæða uppsagnarinnar. Formaður húsfélagsins, sem jafnframt er leigusali hennar, sagði leigusamningnum upp á þeim forsendum að Monika hafi gerst brotleg við reglur um gæludýrahald. Það sé bannað í blokkinni sem stendur við Blásali 22 í Kópavogi. Um er að ræða stórt fjölbýlishús. Monika segir þetta ekki standast því í húsinu séu aðrir hundar auk annarra gæludýra. Þær mæðgur fyrir framan blokkina sem þeim hefur nú verið gert að yfirgefa.vísir/vilhelm „Þetta er mjög ósanngjarnt,“ segir Monika í samtali við Vísi. „Það eru þrír hundar í húsinu og ég þarf að flytja?! Ég skil ekki af hverju?“ Hundurinn ómetanlegur fyrir stúlku í áfalli Það sem gerir málið sérlega viðkvæmt og átakanlegt í senn er að Monika, sem er frá Póllandi, fékk hundinn sérstaklega fyrir fósturdóttur sína sem hefur nú um árabil mátt eiga við alvarlega áfallastreituröskun. Hún missti fjölskyldu sína í skelfilegu bílslysi 2017 en fjallað var um það í fréttum á sínum tíma. Monika tók stúlkuna að sér í kjölfarið en faðir hennar er bróðir Moniku. Stúlkan hefur mátt eiga við afleiðingar þessa skelfilega áfalls og segir Monika hundinn hafa reynst ómetanlegur fyrir stúlkuna. Henni líði miklu betur eftir að hundurinn kom til sögunnar. Hér sé því ekki um það að ræða að hún hafi verið að fá sér hund upp á sportið. Monika segist hafa reynt að benda leigusala sínum á þessa stöðu en allt hafi komið fyrir ekki. „Leigusalinn segir að það megi vel vera að hundurinn hafi góð áhrif á stelpuna en hún sé einfaldlega ekki sérfróð á þessu sviði og þar við situr.“ Staðan er hins vegar sú að hægara sé sagt en gert að losa sig við hundinn. Það hefði afar slæm áhrif á stúlkuna. Segir ekkert ónæði stafa af hundinum Monika segir ekkert ónæði stafa af hundinum, þvert á móti sé hann afskaplega þægilegur smáhundur, hann gelti lítið sem ekkert og þegar hún fari með hann út þá haldi hún alltaf á honum. Þannig að hún telur þessa ástæðu uppsagnar leigusamningsins afar hæpna. Monika segir ekkert ónæði fylgja hundinum og það sem meira er, í blokkinni eru fleiri hundar en henni einni er gert að hlýta ströngum reglum, banni við gæludýrahaldi.vísir/vilhelm Leigjendasamtökin hafa látið þetta mál til sín taka en að sögn Guðmundar Hrafns Arngrímssonar formanns er þetta stórmál í húsfélaginu. Leigusalinn hafi verið í stjórn húsfélagsins, sé nú í varastjórn auk þess að vera leigusali en búi sjálf í einbýlishúsi í Garðabæ. Hún sé fyrrverandi erindreki í Brussel. Guðmundur Hrafn segir athugasemdir samtakanna snúa að því að ekki sé gætt jafnræðis. „Við gerðum athugasemdir við það að hún væri að beita leigjandann öðrum ákvæðum en gilda um aðra íbúa hússins,“ segir Guðmundur Hrafn. Leigendasamtökin telja riftunina ekki standast skoðun Formaðurinn segir það vissulega svo að gæludýrahald sé samkvæmt reglum húsfélagsins bannað en í húsinu séu fullt af gæludýrum og ekki hafi verið farið í neinar aðgerðir gegn þeim sem þau halda. Nú virðist eiga að skapa eitthvað fordæmi með því að flæma Moniku á brott. Guðmundur Hrafn hjá Leigjendasamtökunum segir mál Moniku sýna svart á hvítu hversu berskjaldaðir leigjendur séu; þeir séu upp á náð og miskunn leigusala sinna komnir. Annars blasi gatan við.vísir/vilhelm „Þetta mál sýnir glögglega þennan hrikalega valdamismun milli leigusala og leigjanda sem eru í afar viðkvæmri stöðu og kúgaðir. Varnarleysið er algert,“ segir Guðmundur Hrafn. Lögmenn samtakanna hafa farið yfir málið og vilja fá riftuninni hnekkt meðal annars á þeim forsendum að ekki hafi verið rétt staðið að uppsögninni. Hún hafi verið munnleg og í stopulum messenger-skilaboðum. „Svona riftanir halda aldrei fyrir dómi nema rétt sé að þeim staðið,“ segir Guðmundur Hrafn og um það gildi skýrar reglur. Þar þurfi að koma fram viðvörun og ef til dæmis það er svo að leigjanda sé sagt upp leigusamningi þurfi að koma til viðvörun og líði tveir mánuðir á milli þeirra, þá sé þar kominn byrjunarreitur – og sex mánaða uppsagnarfrestur. Málið hefur verið kært og verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness strax eftir helgi. Uppfært 8. maí kl: 13:22 Mishermt var í fréttinni að téður leigusali væri formaður húsfélagsins, rétt er að hann var í stjórn og er nú í varastjórn félagsins. Lesendur eru beðnir velvirðingar á ónákvæmninni. Kópavogur Leigumarkaður Húsnæðismál Dómsmál Hundar Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Formaður húsfélagsins, sem jafnframt er leigusali hennar, sagði leigusamningnum upp á þeim forsendum að Monika hafi gerst brotleg við reglur um gæludýrahald. Það sé bannað í blokkinni sem stendur við Blásali 22 í Kópavogi. Um er að ræða stórt fjölbýlishús. Monika segir þetta ekki standast því í húsinu séu aðrir hundar auk annarra gæludýra. Þær mæðgur fyrir framan blokkina sem þeim hefur nú verið gert að yfirgefa.vísir/vilhelm „Þetta er mjög ósanngjarnt,“ segir Monika í samtali við Vísi. „Það eru þrír hundar í húsinu og ég þarf að flytja?! Ég skil ekki af hverju?“ Hundurinn ómetanlegur fyrir stúlku í áfalli Það sem gerir málið sérlega viðkvæmt og átakanlegt í senn er að Monika, sem er frá Póllandi, fékk hundinn sérstaklega fyrir fósturdóttur sína sem hefur nú um árabil mátt eiga við alvarlega áfallastreituröskun. Hún missti fjölskyldu sína í skelfilegu bílslysi 2017 en fjallað var um það í fréttum á sínum tíma. Monika tók stúlkuna að sér í kjölfarið en faðir hennar er bróðir Moniku. Stúlkan hefur mátt eiga við afleiðingar þessa skelfilega áfalls og segir Monika hundinn hafa reynst ómetanlegur fyrir stúlkuna. Henni líði miklu betur eftir að hundurinn kom til sögunnar. Hér sé því ekki um það að ræða að hún hafi verið að fá sér hund upp á sportið. Monika segist hafa reynt að benda leigusala sínum á þessa stöðu en allt hafi komið fyrir ekki. „Leigusalinn segir að það megi vel vera að hundurinn hafi góð áhrif á stelpuna en hún sé einfaldlega ekki sérfróð á þessu sviði og þar við situr.“ Staðan er hins vegar sú að hægara sé sagt en gert að losa sig við hundinn. Það hefði afar slæm áhrif á stúlkuna. Segir ekkert ónæði stafa af hundinum Monika segir ekkert ónæði stafa af hundinum, þvert á móti sé hann afskaplega þægilegur smáhundur, hann gelti lítið sem ekkert og þegar hún fari með hann út þá haldi hún alltaf á honum. Þannig að hún telur þessa ástæðu uppsagnar leigusamningsins afar hæpna. Monika segir ekkert ónæði fylgja hundinum og það sem meira er, í blokkinni eru fleiri hundar en henni einni er gert að hlýta ströngum reglum, banni við gæludýrahaldi.vísir/vilhelm Leigjendasamtökin hafa látið þetta mál til sín taka en að sögn Guðmundar Hrafns Arngrímssonar formanns er þetta stórmál í húsfélaginu. Leigusalinn hafi verið í stjórn húsfélagsins, sé nú í varastjórn auk þess að vera leigusali en búi sjálf í einbýlishúsi í Garðabæ. Hún sé fyrrverandi erindreki í Brussel. Guðmundur Hrafn segir athugasemdir samtakanna snúa að því að ekki sé gætt jafnræðis. „Við gerðum athugasemdir við það að hún væri að beita leigjandann öðrum ákvæðum en gilda um aðra íbúa hússins,“ segir Guðmundur Hrafn. Leigendasamtökin telja riftunina ekki standast skoðun Formaðurinn segir það vissulega svo að gæludýrahald sé samkvæmt reglum húsfélagsins bannað en í húsinu séu fullt af gæludýrum og ekki hafi verið farið í neinar aðgerðir gegn þeim sem þau halda. Nú virðist eiga að skapa eitthvað fordæmi með því að flæma Moniku á brott. Guðmundur Hrafn hjá Leigjendasamtökunum segir mál Moniku sýna svart á hvítu hversu berskjaldaðir leigjendur séu; þeir séu upp á náð og miskunn leigusala sinna komnir. Annars blasi gatan við.vísir/vilhelm „Þetta mál sýnir glögglega þennan hrikalega valdamismun milli leigusala og leigjanda sem eru í afar viðkvæmri stöðu og kúgaðir. Varnarleysið er algert,“ segir Guðmundur Hrafn. Lögmenn samtakanna hafa farið yfir málið og vilja fá riftuninni hnekkt meðal annars á þeim forsendum að ekki hafi verið rétt staðið að uppsögninni. Hún hafi verið munnleg og í stopulum messenger-skilaboðum. „Svona riftanir halda aldrei fyrir dómi nema rétt sé að þeim staðið,“ segir Guðmundur Hrafn og um það gildi skýrar reglur. Þar þurfi að koma fram viðvörun og ef til dæmis það er svo að leigjanda sé sagt upp leigusamningi þurfi að koma til viðvörun og líði tveir mánuðir á milli þeirra, þá sé þar kominn byrjunarreitur – og sex mánaða uppsagnarfrestur. Málið hefur verið kært og verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness strax eftir helgi. Uppfært 8. maí kl: 13:22 Mishermt var í fréttinni að téður leigusali væri formaður húsfélagsins, rétt er að hann var í stjórn og er nú í varastjórn félagsins. Lesendur eru beðnir velvirðingar á ónákvæmninni.
Kópavogur Leigumarkaður Húsnæðismál Dómsmál Hundar Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira