Kristall skammaður af yfirmönnum eftir svindlið: „Algjörlega ólíðandi“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2023 08:00 Kristall Máni Ingason fórnaði höndum þegar hann sá gula spjaldið fyrir leikaraskap. Skjáskot/TV2 og vísir/Hulda Margrét Yfirmenn norska knattspyrnufélagsins Rosenborg tóku Kristal Mána Ingason á teppið eftir að hann viðurkenndi að hafa beitt leikaraskap í 2-0 tapinu gegn Brann á miðvikudag. Kristall Máni, sem kom til Rosenborg frá Víkingi í fyrra, fékk gult spjald á 33. mínútu leiksins eftir að hafa reynt að fá vítaspyrnu með ansi augljósum leikaraskap. En omgang, to gule kort for filming pic.twitter.com/IHVFFRFX3r— TV 2 Sport (@tv2sport) May 3, 2023 „Þetta er algjörlega ólíðandi og það hefur hann líka fengið að heyra,“ sagði Mikael Dorsin, yfirmaður íþróttamála hjá Rosenborg. Kristall viðurkenndi í viðtali eftir leikinn að hafa verið að vonast eftir snertingu og látið sig falla í von um vítaspyrnu. „Þetta er bara partur af mínum leik, mér er alveg sama. Ég spila leikinn,“ sagði Kristall meðal annars og var þá spurður hvort að leikaraskapur væri hluti af hans leik: „Já, auðvitað. Eða nei, kannski ekki, en ég geri allt til að fá víti og þetta var leikaraskapur.“ Rekdal segir Kristal sjá eftir svindlinu Dorsin segir að málið hafi verið tekið fyrir með Kristali og honum gerð grein fyrir því að svindl á borð við þetta væri ekki í samræmi við gildi Rosenborgar. „Við höfum alltaf verið góðir hvað þetta varðar og þegar maður viðurkennir eitthvað svona fær maður að heyra það og læra af því. Eins og með allt annað,“ sagði Dorsin við TV 2. „Þjálfararnir fara yfir þetta með honum. Þeir hafa rætt við hann og sagt honum að þetta sé ekki í lagi og megi ekki gerast aftur,“ sagði Dorsin. Kristall Máni Ingason var frábær með Víkingum í fyrra og var keyptur af norska stórveldinu Rosenborg.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Kristall var spurður út í hvernig samtalið við Kjetli Rekdal þjálfara hefði verið. „Ég útskýrði bara mitt mál. Þetta var ekki eitthvað sem maður ætti að segja í viðtali. Það voru tilfinningar og maður er aldrei ánægður eftir tap,“ sagði Kristall. Rekdal hefur sjálfur enga þolinmæði fyrir leikaraskap. „Hann [Kristall] sá eftir þessu, auðvitað. Hann er ungur leikmaður og þetta snýst svolítið um stoltið,“ sagði Rekdal. Segir hegðun Kristals óásættanlega Tore Berdal, framkvæmdastjóri Rosenborg, fordæmdi einnig hegðun Kristals. „Þetta mál Kristals Ingasonar er algjörlega óásættanlegt. RBK stendur fyrir heiðarlegan leik og svona á ekki að gerast. Kjetil og Kristall áttu gott spjall í dag. Þeir ræddu um hvað það þýðir að vera leikmaður Rosenborg. Nú erum við sammála um það. Kristall ætlar að læra af þessu og gerir þetta ekki aftur. Við teljum að málinu sé lokið,“ sagði Berdal. Arnór líka áminntur fyrir leikaraskap Þess má geta að fleiri Íslendingar hafa átt í vandræðum í vikunni með að spila fótbolta heiðarlega því landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson fékk einnig gult spjald í gær, í leik með Norrköping gegn Hammarby, fyrir leikaraskap. IFK Norrköpings Arnór Sigurdsson får gult kort för filmning pic.twitter.com/KmKDV5B8kI— discovery+ sport (@dplus_sportSE) May 4, 2023 Arnór fékk spjaldið á 65. mínútu en Norrköping náði svo að skora tvö mörk á lokakaflanum og vinna 2-0 sigur, og spiluðu nafnarnir Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason allan leikinn. Ari Freyr Skúlason kom svo inn á undir lokin. Norski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Sjá meira
Kristall Máni, sem kom til Rosenborg frá Víkingi í fyrra, fékk gult spjald á 33. mínútu leiksins eftir að hafa reynt að fá vítaspyrnu með ansi augljósum leikaraskap. En omgang, to gule kort for filming pic.twitter.com/IHVFFRFX3r— TV 2 Sport (@tv2sport) May 3, 2023 „Þetta er algjörlega ólíðandi og það hefur hann líka fengið að heyra,“ sagði Mikael Dorsin, yfirmaður íþróttamála hjá Rosenborg. Kristall viðurkenndi í viðtali eftir leikinn að hafa verið að vonast eftir snertingu og látið sig falla í von um vítaspyrnu. „Þetta er bara partur af mínum leik, mér er alveg sama. Ég spila leikinn,“ sagði Kristall meðal annars og var þá spurður hvort að leikaraskapur væri hluti af hans leik: „Já, auðvitað. Eða nei, kannski ekki, en ég geri allt til að fá víti og þetta var leikaraskapur.“ Rekdal segir Kristal sjá eftir svindlinu Dorsin segir að málið hafi verið tekið fyrir með Kristali og honum gerð grein fyrir því að svindl á borð við þetta væri ekki í samræmi við gildi Rosenborgar. „Við höfum alltaf verið góðir hvað þetta varðar og þegar maður viðurkennir eitthvað svona fær maður að heyra það og læra af því. Eins og með allt annað,“ sagði Dorsin við TV 2. „Þjálfararnir fara yfir þetta með honum. Þeir hafa rætt við hann og sagt honum að þetta sé ekki í lagi og megi ekki gerast aftur,“ sagði Dorsin. Kristall Máni Ingason var frábær með Víkingum í fyrra og var keyptur af norska stórveldinu Rosenborg.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Kristall var spurður út í hvernig samtalið við Kjetli Rekdal þjálfara hefði verið. „Ég útskýrði bara mitt mál. Þetta var ekki eitthvað sem maður ætti að segja í viðtali. Það voru tilfinningar og maður er aldrei ánægður eftir tap,“ sagði Kristall. Rekdal hefur sjálfur enga þolinmæði fyrir leikaraskap. „Hann [Kristall] sá eftir þessu, auðvitað. Hann er ungur leikmaður og þetta snýst svolítið um stoltið,“ sagði Rekdal. Segir hegðun Kristals óásættanlega Tore Berdal, framkvæmdastjóri Rosenborg, fordæmdi einnig hegðun Kristals. „Þetta mál Kristals Ingasonar er algjörlega óásættanlegt. RBK stendur fyrir heiðarlegan leik og svona á ekki að gerast. Kjetil og Kristall áttu gott spjall í dag. Þeir ræddu um hvað það þýðir að vera leikmaður Rosenborg. Nú erum við sammála um það. Kristall ætlar að læra af þessu og gerir þetta ekki aftur. Við teljum að málinu sé lokið,“ sagði Berdal. Arnór líka áminntur fyrir leikaraskap Þess má geta að fleiri Íslendingar hafa átt í vandræðum í vikunni með að spila fótbolta heiðarlega því landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson fékk einnig gult spjald í gær, í leik með Norrköping gegn Hammarby, fyrir leikaraskap. IFK Norrköpings Arnór Sigurdsson får gult kort för filmning pic.twitter.com/KmKDV5B8kI— discovery+ sport (@dplus_sportSE) May 4, 2023 Arnór fékk spjaldið á 65. mínútu en Norrköping náði svo að skora tvö mörk á lokakaflanum og vinna 2-0 sigur, og spiluðu nafnarnir Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason allan leikinn. Ari Freyr Skúlason kom svo inn á undir lokin.
Norski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Sjá meira