Súlur sem lifa af fuglaflensu breyta um augnlit Kristinn Haukur Guðnason skrifar 4. maí 2023 23:57 Blóðsýni voru tekin úr súlum til að mæla mótefni við fuglaflensu. Vilhelm Gunnarsson Vísindamenn hafa komist að því að augnlitur þeirra súla sem lifa af fuglaflensu breytist úr bláum í svartan. Uppgötvunin gæti reynst mikilvæg við að flokka fugla. Fjölmargir vísindamenn frá ýmsum háskólum og rannsóknarstofnunum komu að rannsókninni sem birt var í tímaritinu bioRxiv um mánaðamótin. Meðal annars vísindamenn frá Háskóla Íslands og Tilraunastöðinni að Keldum. Súlur finnast á gervöllu norðanverðu Atlantshafi en rannsókninni var aðallega beint að súlubyggðinni á Bass Rock í Skotlandi, stærstu súlubyggð heims. Í umfjöllun breska blaðsins The Guardian kemur fram að vísindamenn hafi fyrst tekið eftir breyttum augnlit í súlum á Bass Rock í júní á síðasta ári. Hinn einkennandi blái augnlitur sjófuglsins hafði vikið fyrir svörtum. Frekari rannsókna þörf Var farið í að kanna þetta undarlega mál. Tekin voru blóðsýni úr átján fuglum með með blá og svört augu og kom þá í ljós að fuglarnir með svörtu augun voru með mótefni fyrir fuglaflensu, það er H5N1 vírusnum. Vísindamenn tóku fyrst eftir breytingunum í júní á síðasta ári.Jude Lane Samkvæmt Jude Lane, hjá Náttúruverndarvísindastofnun Bretlands sem leiddi rannsóknina, eru næstu skref að reyna að skilja hvort að breytingin hafi einhver áhrif á sjón fuglanna. Einnig hvort að sams konar breyting finnist hjá öðrum fuglategundum og síðast en ekki síst hvað sé að valda breytingunni. Hríðféllu í Eldey Súlur hríðféllu í Eldey í apríl á síðasta ári vegna fuglaflensu. Hefur tegundin lent mjög illa í sjúkdómnum líkt og margar aðrar tegundir í Norður Atlantshafi, svo sem grágæsir og kjóar. Talið er að fuglaflensan hafi borist frá Evrópu til Íslands og héðan til Norður Ameríku. Á Bass Rock hafa lífslíkur súlna hrapað um 42 prósent vegna flensunnar. Alls hefur dánartíðnin hækkað í 75 prósent af öllum 53 súlnabyggðum við Norður Atlantshaf. Bretland Skotland Fuglar Vísindi Tengdar fréttir Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16. apríl 2022 12:32 Óttast að fuglaflensusmit hafi breiðst út Óttast er að fuglaflensusmit sem greindist á bóndabýli í austurhluta Englands á mánudaginn hafi náð að breiðast út. Yfirvöld í Bretlandi rannsaka nú sýni frá kalkúnabúi í Suffolk en þar hafa fjölmargir fuglar drepist á undanförnum dögum. 15. nóvember 2007 16:47 Segja fuglaflensuna hafa borist til Bandaríkjanna um Ísland og Grænland Talið er víst að fuglaflensan hafi borist frá Norður-Evrópu til Norður-Ameríku um Ísland. Þetta kemur fram í grein sem birtist í vísindatímaritinu Emerging Infectious Diseases en höfundar hennar eru vísindamenn á Íslandi og í Þýskalandi. 15. nóvember 2022 06:57 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Fjölmargir vísindamenn frá ýmsum háskólum og rannsóknarstofnunum komu að rannsókninni sem birt var í tímaritinu bioRxiv um mánaðamótin. Meðal annars vísindamenn frá Háskóla Íslands og Tilraunastöðinni að Keldum. Súlur finnast á gervöllu norðanverðu Atlantshafi en rannsókninni var aðallega beint að súlubyggðinni á Bass Rock í Skotlandi, stærstu súlubyggð heims. Í umfjöllun breska blaðsins The Guardian kemur fram að vísindamenn hafi fyrst tekið eftir breyttum augnlit í súlum á Bass Rock í júní á síðasta ári. Hinn einkennandi blái augnlitur sjófuglsins hafði vikið fyrir svörtum. Frekari rannsókna þörf Var farið í að kanna þetta undarlega mál. Tekin voru blóðsýni úr átján fuglum með með blá og svört augu og kom þá í ljós að fuglarnir með svörtu augun voru með mótefni fyrir fuglaflensu, það er H5N1 vírusnum. Vísindamenn tóku fyrst eftir breytingunum í júní á síðasta ári.Jude Lane Samkvæmt Jude Lane, hjá Náttúruverndarvísindastofnun Bretlands sem leiddi rannsóknina, eru næstu skref að reyna að skilja hvort að breytingin hafi einhver áhrif á sjón fuglanna. Einnig hvort að sams konar breyting finnist hjá öðrum fuglategundum og síðast en ekki síst hvað sé að valda breytingunni. Hríðféllu í Eldey Súlur hríðféllu í Eldey í apríl á síðasta ári vegna fuglaflensu. Hefur tegundin lent mjög illa í sjúkdómnum líkt og margar aðrar tegundir í Norður Atlantshafi, svo sem grágæsir og kjóar. Talið er að fuglaflensan hafi borist frá Evrópu til Íslands og héðan til Norður Ameríku. Á Bass Rock hafa lífslíkur súlna hrapað um 42 prósent vegna flensunnar. Alls hefur dánartíðnin hækkað í 75 prósent af öllum 53 súlnabyggðum við Norður Atlantshaf.
Bretland Skotland Fuglar Vísindi Tengdar fréttir Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16. apríl 2022 12:32 Óttast að fuglaflensusmit hafi breiðst út Óttast er að fuglaflensusmit sem greindist á bóndabýli í austurhluta Englands á mánudaginn hafi náð að breiðast út. Yfirvöld í Bretlandi rannsaka nú sýni frá kalkúnabúi í Suffolk en þar hafa fjölmargir fuglar drepist á undanförnum dögum. 15. nóvember 2007 16:47 Segja fuglaflensuna hafa borist til Bandaríkjanna um Ísland og Grænland Talið er víst að fuglaflensan hafi borist frá Norður-Evrópu til Norður-Ameríku um Ísland. Þetta kemur fram í grein sem birtist í vísindatímaritinu Emerging Infectious Diseases en höfundar hennar eru vísindamenn á Íslandi og í Þýskalandi. 15. nóvember 2022 06:57 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16. apríl 2022 12:32
Óttast að fuglaflensusmit hafi breiðst út Óttast er að fuglaflensusmit sem greindist á bóndabýli í austurhluta Englands á mánudaginn hafi náð að breiðast út. Yfirvöld í Bretlandi rannsaka nú sýni frá kalkúnabúi í Suffolk en þar hafa fjölmargir fuglar drepist á undanförnum dögum. 15. nóvember 2007 16:47
Segja fuglaflensuna hafa borist til Bandaríkjanna um Ísland og Grænland Talið er víst að fuglaflensan hafi borist frá Norður-Evrópu til Norður-Ameríku um Ísland. Þetta kemur fram í grein sem birtist í vísindatímaritinu Emerging Infectious Diseases en höfundar hennar eru vísindamenn á Íslandi og í Þýskalandi. 15. nóvember 2022 06:57