Umfjöllun og viðtöl: KA - FH 4-2 | Fimm mörk í síðari hálfleik þegar KA vann sinn annan sigur Árni Gísli Magnússon skrifar 3. maí 2023 20:08 HK fær heimsókn úr Hafnarfirðinum. Vísir/Hulda Margrét KA vann góðan 4-2 sigur á FH á Greifavellinum á Akureyri í fimmtu umferð Bestu deildar karla í kvöld. Eftir rólegan fyrri hálfleik litu fimm mörk dagsins ljós í fjörugum seinni hálfleik. Með sigrinum fer KA í átta stig og lyftir sér upp fyrir FH í 4. sæti. FH í 5. sæti með sjö stig. FH-ingar héldu boltanum meira í upphafi og fengu fyrsta alvöru færi leiksins á 13. mínútu þegar Björn Daníel átti hörkuskalla að marki eftir hornspyrnu en Steinþór Már varði vel. Tæpum 10 mínútum síðar varð mikill darraðadans á teig gestanna eftir hornspyrnu og áttu bæði Sveinn Margeir og Rodri skot í varnarmann og KA-menn heimtuðu hendi í bæði skiptin en ekkert dæmt. Á 35. mínútu meiddist Björn Daníel Sverrison eftir tæklingu frá Bjarna Aðalsteinssyni og þurfti að fara í velli sem er heldur betur skarð fyrir skyldi fyrir FH-inga. Inn á í hans stað kom Gyrðir Hrafn Guðbrandsson. Miklar tafir urðu í fyrri hálfleik vegna meiðsla Björns og Sindra Kristins í marki FH sem hélt þó áfram leik en 9 mínútum var bætt við. Bjarni Aðalsteinsson átti skot í stöng eftir flott samspil í upphafi uppbótartímans en þegar komið var á sjöundu mínútu hans kom Daníel Hafsteinsson KA yfir með góðu skallamarki eftir fyrirgjöf frá hægri frá Hallgrími Mar. KA leiddi því með einu marki í hálfleik. Það færðist heldur betur fjör í leikinn í seinni hálfleik sem var einungis fimm mínútna gamall þegar Pætur Petersen kom KA í tveggja marka forystu þegar hann setti boltann laglega í markið eftir flottan undirbúning frá Hallgrími Mar á vinstri vængnum. Það tók FH aðeins 9 mínútur að minnka munnin en það gerði hægri bakvörðurinn Hörður Ingi Gunnarsson þegar hann átti fast skot niðri í nærhornið rétt fyrir utan teiginn hægra megin eftir sendingu frá Finni Orra Margeirssyni. Staðan 2-1 fyrir KA. Í kringum 70 mínútu fengu KA menn tvö góð færi. Fyrst átti Daníel Hafsteinsson frábært skot sem fór í innanverða stöngina áður en boltinn skrúfaðist aftur fyrir. Hallgrímur Mar átti svo hörkuskot sem Sindri Kristinn varði vel aftur fyrir. Á 74. mínútu átti Daníel Hafsteinsson skemmtilegt þríhyrningsspil við Ásgeir Sigurgeirsson áður en hann náði föstu skot að marki sem Sindri Kristinn varði til hliðar þar sem Sveinn Margeir Hauksson kom á fullri ferð og skilaði boltanum í autt markið. Staðan 3-1 fyrir KA. Gestirnir lögðu ekki árar í bát og tókst aftur að minnka muninn í eitt mark á 83. mínútu en það gerði Úlfur Ágúst Björnsson af vítapunktinum eftir að Ívar Örn Árnason handlék boltann innan teigs. Steinþór Már fór í rétt horn en varði boltann inn. Elfar Árni Aðalsteinsson kom inn á sem varamaður á 75. mínútu og á 88. mínútu fékk hann boltann í lappir inn á teig frá Hrannri Birni, sneri varnarmann af sér, og skrúfaði boltann snyrtilega í vinkilinn fjær og fagnaði vel og innilega. Lokatölur 4-2 fyrir KA sem geta vel við unað eftir flottan seinni hálfleik. Af hverju vann KA? KA liðið sýndi frábær gæði sóknarlega í seinni hálfleik og nýttu sér veikleika í vörn FH hvað eftir annað. Hverjir stóðu upp úr? Daníel Hafsteinsson spilaði mjög vel, sérstaklega í seinni hálfleik, ásamt því að skora undir lok fyrri hálfleiks. Hann virkaði með mikið sjálfstraust og leit vel út á miðjunni. Hallgrímur Mar Steingrímsson átti tvær stoðsendingar í dag og átti góðan leik. Hvað gekk illa? Skipulag FH liðsins var ekki gott í seinni hálfleik en bæði Björn Daníel og Eggert Gunnþór voru þá farnir af velli sem skiptir miklu máli. Hvað gerist næst? KA mætir HK í Kórnum sunnudaginn 7. maí kl. 17:00. FH fær Keflavík í heimsókn mánudaginn 8. maí kl. 19:15. . Hvar leikurinn mun fara fram er ekki staðfest en Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, bindur vonir um að hann fari fram á aðalvelli FH í Kaplakrika. Heimir: Við klárum aldrei varnarleikinn Vísir/Hulda Margrét Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, hafði lítið sem ekkert jákvætt að segja um frammistöðu síns liðs eftir 4-2 tap gegn KA fyrir norðan. „Alltaf vonbrigði að tapa og við vorum sjálfum okkur verstir. Við vorum fínir fyrstu 35 mínúturnar og leikplanið gekk og svo hættum við að halda boltanum innan liðsins. Þeir gengu á lagið og 1-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik reyndum við en eins og ég segi vorum við sjálfum okkur verstir í varnarleiknum.” FH minnkar tvisvar í eitt mark en fá í bæði skiptin mark í bakið. Hvernig stendur á því? „Það er af því að þegar við komum okkur inn í leikinn í 2-0, skorum 2-1, þá gleymum við alltaf því að það er ekki möguleiki að jafna ef þú færð á þig mark strax aftur og þá þurfum við að gjöra svo vel að vera skipulagðir og standa varnaleikinn og nýta möguleikana sem við fáum. Í staðinn fyrir að halda alltaf að einhver annar reddi hlutunum og við klárum aldrei vanarleikinn og þess vegna fáum við alltaf mörkin á okkur strax aftur. Sama gerðist í 3-2, þá fá þeir innkast við teiginn og allt í einu er Elfar Árni kominn með boltann og mark, það getur ekki verið flókið í fótbolta að standa af sér innkast”, sagði Heimir bersýnilega ósáttur við varnarleikinn. Björn Daníel Sverrisson fer af velli vegna meiðsla í fyrri hálfleik ásamt því að Eggert Gunnþór Jónsson fer af velli í hálfleik, sennilega vegna meiðsla, vantaði leiðtogahæfileika í öftustu línu FH eftir það? „Auðvitað er Björn öflugur leikmaður en við teljum okkur vera með góðan hóp og ef einn leikmaður fer af velli verða hinir að gjöra svo vel að stíga upp. Þannig virkar þetta í þessum leik.” Björn fór af velli eftir vonda tæklingu. Hvernig er staðan á honum? „Ég veit það ekki. Fékk einhvern slink á hnéið og vonandi verður hann fljótur að jafna sig en ég bara veit það ekki.” Heimir var inntur eftir jákvæðum punktum úr leiknum en fann ekkert eftir smá umhugsunarfrest: „Nei það fannst mér ekki. Við erum búnir að spila þrjá leiki á útivöllum og fá á okkur 10 mörk og við erum búnir að skora sex. Við höfum fengið eitt stig á útivöllum og það segir sig sjálft að ef við ætlum að fá á okkur tvö, þrjú, fjögur mörk á útivöllum þá verður erfitt að vinna leiki á útivöllum þrátt fyrir að við séum búnir að skora tvö mörk í þessum þremur útileikjum.” FH hefur spilað fyrstu tvo heimaleiki sína á frjálsíþróttavelli félagsins, Miðvellinum, þar sem Kaplakrikavöllur er ekki tilbúinn. FH á heimaleik gegn Keflavík næstkomandi mánudag. Er komið í ljós hvar sá leikur verður spilaður? „Nei ekki eins og staðan er í dag. Auðvitað erum við að vona að sá leikur verði á aðalvellinum og við viljum helst spila þar en hann er á mánudaginn og ég held að við reynum að skoða völlinn um helgina og sjá hvort hann verði ekki spilaður þar.” Hallgrímur: Klárum núna færin Hallgrímur Jónasson er aðstoðarþjálfari KAHulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var heilt yfir sáttur með frammistöðuna eftir 4-2 sigur gegn FH á heimavelli. „Tilfinningin er mjög góð. Skorum fjögur mörk og vinnum á heimavelli þannig bara mjög góð tilfinning. Fjórir mismunandi sem skora þannig það eru bara allir ánægðir með þetta.” KA hafði skorað fjögur mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum og bættu öðru eins við í dag. Hvernig hefur liðið bætt sóknarleikinn? „Það er nú ekki bara það að við höfum breytt einhverju. Við höfum fengið færi í öðrum leikjum og ekki klárað en við klárum núna færin og eigum tvö skot í stöng fyrir utan þessi fjögur mörk þannig að ég er bara ánægður með að við séum að skora og við lögðum aðeins meiri áherslu á að þegar við komum yfir síðasta þriðjung að fleiri skili sér í boxið og fyrsta markið er skalli þegar við erum að koma mörgum inn í box og ég er ánægður með það. Ég er ánægður með liðið og ánægður með að við fáum þrjú stig hérna á heimavelli.” KA liðið var mun beinskeyttara í seinni hálfleik eftir rólegan fyrri hálfleik. „Mér fannst við aðeins of stressaðir í fyrri hálfleik og FH gerði bara vel. FH er gott lið og markið gaf okkur mikið. Í seinni hálfleik fannst mér við vera aðeins klókari og sköpuðum okkur mikið þannig að án þess að vera eitthvað frábærir þá vorum við betri þannig við erum gríðarlega ánægðir með að hafa unnið.” Kristijan Jajalo meiddist í úrslitum Lengjubikarsins viku fyrir mót og hefur ekki spilað í deildinni enn sem komið er. Hann var þó á bekknum í síðasta leik en var hvergi sjáanlegur í dag. „Það eru smá meiðsli, ný meiðsli, hann snéri sig á æfingu í gær og ökklinn var það bólginn að við töldum vera betra að hann myndi hvíla en það er ekkert sem er stórt vandamál.” KA fékk á sig tvö mörk í dag en Hallgrímur segir það síður en svo vera áhyggjuefni. „Þeir fá víti, óheppinn að boltinn fer í höndina á honum, og svo var skot fyrir utan teig, ég á eftir að sjá það betur, en ég gríðarlega ánægður að við skorum fjögur mörk og við vinnum og ég held að það sé skemmtilegra fyrir alla að við vinnum 4-2 frekar en 1-0. Kannski fyrir okkur sérstaklega sem höfum ekki skorað mikið og strákana framarlega á vellinum að fá mörk og stoðsendingar að það gefur mönnum alltaf sjálfstraust. Ég vil miklu frekar vinna 4-2 en 1-0.” Elfar Árni skoraði fjórða mark KA í dag sem var einkar glæsilegt. Hann kom inn á sem varamaður en hann hefur verið að glíma við þónokkuð af meiðslum. Hallgrímur samgleðst Elfari. „Bara æðsilegt. Elfar Árni er frábær leikmaður og karakter en hann bara lenti í löngum meiðslum og er smám saman að verða klár þannig það er gríðarlega gaman að hann hafi skorað í dag”, sagði Hallgrímur að lokum. KA FH Besta deild karla
KA vann góðan 4-2 sigur á FH á Greifavellinum á Akureyri í fimmtu umferð Bestu deildar karla í kvöld. Eftir rólegan fyrri hálfleik litu fimm mörk dagsins ljós í fjörugum seinni hálfleik. Með sigrinum fer KA í átta stig og lyftir sér upp fyrir FH í 4. sæti. FH í 5. sæti með sjö stig. FH-ingar héldu boltanum meira í upphafi og fengu fyrsta alvöru færi leiksins á 13. mínútu þegar Björn Daníel átti hörkuskalla að marki eftir hornspyrnu en Steinþór Már varði vel. Tæpum 10 mínútum síðar varð mikill darraðadans á teig gestanna eftir hornspyrnu og áttu bæði Sveinn Margeir og Rodri skot í varnarmann og KA-menn heimtuðu hendi í bæði skiptin en ekkert dæmt. Á 35. mínútu meiddist Björn Daníel Sverrison eftir tæklingu frá Bjarna Aðalsteinssyni og þurfti að fara í velli sem er heldur betur skarð fyrir skyldi fyrir FH-inga. Inn á í hans stað kom Gyrðir Hrafn Guðbrandsson. Miklar tafir urðu í fyrri hálfleik vegna meiðsla Björns og Sindra Kristins í marki FH sem hélt þó áfram leik en 9 mínútum var bætt við. Bjarni Aðalsteinsson átti skot í stöng eftir flott samspil í upphafi uppbótartímans en þegar komið var á sjöundu mínútu hans kom Daníel Hafsteinsson KA yfir með góðu skallamarki eftir fyrirgjöf frá hægri frá Hallgrími Mar. KA leiddi því með einu marki í hálfleik. Það færðist heldur betur fjör í leikinn í seinni hálfleik sem var einungis fimm mínútna gamall þegar Pætur Petersen kom KA í tveggja marka forystu þegar hann setti boltann laglega í markið eftir flottan undirbúning frá Hallgrími Mar á vinstri vængnum. Það tók FH aðeins 9 mínútur að minnka munnin en það gerði hægri bakvörðurinn Hörður Ingi Gunnarsson þegar hann átti fast skot niðri í nærhornið rétt fyrir utan teiginn hægra megin eftir sendingu frá Finni Orra Margeirssyni. Staðan 2-1 fyrir KA. Í kringum 70 mínútu fengu KA menn tvö góð færi. Fyrst átti Daníel Hafsteinsson frábært skot sem fór í innanverða stöngina áður en boltinn skrúfaðist aftur fyrir. Hallgrímur Mar átti svo hörkuskot sem Sindri Kristinn varði vel aftur fyrir. Á 74. mínútu átti Daníel Hafsteinsson skemmtilegt þríhyrningsspil við Ásgeir Sigurgeirsson áður en hann náði föstu skot að marki sem Sindri Kristinn varði til hliðar þar sem Sveinn Margeir Hauksson kom á fullri ferð og skilaði boltanum í autt markið. Staðan 3-1 fyrir KA. Gestirnir lögðu ekki árar í bát og tókst aftur að minnka muninn í eitt mark á 83. mínútu en það gerði Úlfur Ágúst Björnsson af vítapunktinum eftir að Ívar Örn Árnason handlék boltann innan teigs. Steinþór Már fór í rétt horn en varði boltann inn. Elfar Árni Aðalsteinsson kom inn á sem varamaður á 75. mínútu og á 88. mínútu fékk hann boltann í lappir inn á teig frá Hrannri Birni, sneri varnarmann af sér, og skrúfaði boltann snyrtilega í vinkilinn fjær og fagnaði vel og innilega. Lokatölur 4-2 fyrir KA sem geta vel við unað eftir flottan seinni hálfleik. Af hverju vann KA? KA liðið sýndi frábær gæði sóknarlega í seinni hálfleik og nýttu sér veikleika í vörn FH hvað eftir annað. Hverjir stóðu upp úr? Daníel Hafsteinsson spilaði mjög vel, sérstaklega í seinni hálfleik, ásamt því að skora undir lok fyrri hálfleiks. Hann virkaði með mikið sjálfstraust og leit vel út á miðjunni. Hallgrímur Mar Steingrímsson átti tvær stoðsendingar í dag og átti góðan leik. Hvað gekk illa? Skipulag FH liðsins var ekki gott í seinni hálfleik en bæði Björn Daníel og Eggert Gunnþór voru þá farnir af velli sem skiptir miklu máli. Hvað gerist næst? KA mætir HK í Kórnum sunnudaginn 7. maí kl. 17:00. FH fær Keflavík í heimsókn mánudaginn 8. maí kl. 19:15. . Hvar leikurinn mun fara fram er ekki staðfest en Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, bindur vonir um að hann fari fram á aðalvelli FH í Kaplakrika. Heimir: Við klárum aldrei varnarleikinn Vísir/Hulda Margrét Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, hafði lítið sem ekkert jákvætt að segja um frammistöðu síns liðs eftir 4-2 tap gegn KA fyrir norðan. „Alltaf vonbrigði að tapa og við vorum sjálfum okkur verstir. Við vorum fínir fyrstu 35 mínúturnar og leikplanið gekk og svo hættum við að halda boltanum innan liðsins. Þeir gengu á lagið og 1-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik reyndum við en eins og ég segi vorum við sjálfum okkur verstir í varnarleiknum.” FH minnkar tvisvar í eitt mark en fá í bæði skiptin mark í bakið. Hvernig stendur á því? „Það er af því að þegar við komum okkur inn í leikinn í 2-0, skorum 2-1, þá gleymum við alltaf því að það er ekki möguleiki að jafna ef þú færð á þig mark strax aftur og þá þurfum við að gjöra svo vel að vera skipulagðir og standa varnaleikinn og nýta möguleikana sem við fáum. Í staðinn fyrir að halda alltaf að einhver annar reddi hlutunum og við klárum aldrei vanarleikinn og þess vegna fáum við alltaf mörkin á okkur strax aftur. Sama gerðist í 3-2, þá fá þeir innkast við teiginn og allt í einu er Elfar Árni kominn með boltann og mark, það getur ekki verið flókið í fótbolta að standa af sér innkast”, sagði Heimir bersýnilega ósáttur við varnarleikinn. Björn Daníel Sverrisson fer af velli vegna meiðsla í fyrri hálfleik ásamt því að Eggert Gunnþór Jónsson fer af velli í hálfleik, sennilega vegna meiðsla, vantaði leiðtogahæfileika í öftustu línu FH eftir það? „Auðvitað er Björn öflugur leikmaður en við teljum okkur vera með góðan hóp og ef einn leikmaður fer af velli verða hinir að gjöra svo vel að stíga upp. Þannig virkar þetta í þessum leik.” Björn fór af velli eftir vonda tæklingu. Hvernig er staðan á honum? „Ég veit það ekki. Fékk einhvern slink á hnéið og vonandi verður hann fljótur að jafna sig en ég bara veit það ekki.” Heimir var inntur eftir jákvæðum punktum úr leiknum en fann ekkert eftir smá umhugsunarfrest: „Nei það fannst mér ekki. Við erum búnir að spila þrjá leiki á útivöllum og fá á okkur 10 mörk og við erum búnir að skora sex. Við höfum fengið eitt stig á útivöllum og það segir sig sjálft að ef við ætlum að fá á okkur tvö, þrjú, fjögur mörk á útivöllum þá verður erfitt að vinna leiki á útivöllum þrátt fyrir að við séum búnir að skora tvö mörk í þessum þremur útileikjum.” FH hefur spilað fyrstu tvo heimaleiki sína á frjálsíþróttavelli félagsins, Miðvellinum, þar sem Kaplakrikavöllur er ekki tilbúinn. FH á heimaleik gegn Keflavík næstkomandi mánudag. Er komið í ljós hvar sá leikur verður spilaður? „Nei ekki eins og staðan er í dag. Auðvitað erum við að vona að sá leikur verði á aðalvellinum og við viljum helst spila þar en hann er á mánudaginn og ég held að við reynum að skoða völlinn um helgina og sjá hvort hann verði ekki spilaður þar.” Hallgrímur: Klárum núna færin Hallgrímur Jónasson er aðstoðarþjálfari KAHulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var heilt yfir sáttur með frammistöðuna eftir 4-2 sigur gegn FH á heimavelli. „Tilfinningin er mjög góð. Skorum fjögur mörk og vinnum á heimavelli þannig bara mjög góð tilfinning. Fjórir mismunandi sem skora þannig það eru bara allir ánægðir með þetta.” KA hafði skorað fjögur mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum og bættu öðru eins við í dag. Hvernig hefur liðið bætt sóknarleikinn? „Það er nú ekki bara það að við höfum breytt einhverju. Við höfum fengið færi í öðrum leikjum og ekki klárað en við klárum núna færin og eigum tvö skot í stöng fyrir utan þessi fjögur mörk þannig að ég er bara ánægður með að við séum að skora og við lögðum aðeins meiri áherslu á að þegar við komum yfir síðasta þriðjung að fleiri skili sér í boxið og fyrsta markið er skalli þegar við erum að koma mörgum inn í box og ég er ánægður með það. Ég er ánægður með liðið og ánægður með að við fáum þrjú stig hérna á heimavelli.” KA liðið var mun beinskeyttara í seinni hálfleik eftir rólegan fyrri hálfleik. „Mér fannst við aðeins of stressaðir í fyrri hálfleik og FH gerði bara vel. FH er gott lið og markið gaf okkur mikið. Í seinni hálfleik fannst mér við vera aðeins klókari og sköpuðum okkur mikið þannig að án þess að vera eitthvað frábærir þá vorum við betri þannig við erum gríðarlega ánægðir með að hafa unnið.” Kristijan Jajalo meiddist í úrslitum Lengjubikarsins viku fyrir mót og hefur ekki spilað í deildinni enn sem komið er. Hann var þó á bekknum í síðasta leik en var hvergi sjáanlegur í dag. „Það eru smá meiðsli, ný meiðsli, hann snéri sig á æfingu í gær og ökklinn var það bólginn að við töldum vera betra að hann myndi hvíla en það er ekkert sem er stórt vandamál.” KA fékk á sig tvö mörk í dag en Hallgrímur segir það síður en svo vera áhyggjuefni. „Þeir fá víti, óheppinn að boltinn fer í höndina á honum, og svo var skot fyrir utan teig, ég á eftir að sjá það betur, en ég gríðarlega ánægður að við skorum fjögur mörk og við vinnum og ég held að það sé skemmtilegra fyrir alla að við vinnum 4-2 frekar en 1-0. Kannski fyrir okkur sérstaklega sem höfum ekki skorað mikið og strákana framarlega á vellinum að fá mörk og stoðsendingar að það gefur mönnum alltaf sjálfstraust. Ég vil miklu frekar vinna 4-2 en 1-0.” Elfar Árni skoraði fjórða mark KA í dag sem var einkar glæsilegt. Hann kom inn á sem varamaður en hann hefur verið að glíma við þónokkuð af meiðslum. Hallgrímur samgleðst Elfari. „Bara æðsilegt. Elfar Árni er frábær leikmaður og karakter en hann bara lenti í löngum meiðslum og er smám saman að verða klár þannig það er gríðarlega gaman að hann hafi skorað í dag”, sagði Hallgrímur að lokum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti