Síðast hafði sést til Kevin Darmody, mannsins sem týndist, á laugardaginn. Vinir Darmody höfðu ekki séð er hann hvarf en þeir segjast hafa heyrt hann öskra og svo heyrt í mikilli gusu. „Ég brunaði niður en það voru engin ummerki um hann, bara sandalarnir hans á bakkanum og ekkert annað,“ er haft eftir John Peiti, vini Darmody, í umfjöllun Cape York Weekly um málið.
Þegar búið var að leita að Darmody í tvo daga ákvað lögreglan að svæfa tvo stóra krókódíla. Í öðrum þeirra fundust líkamsleifar sem talið er víst að tilheyra Darmody. Þó á eftir að bera formlega kennsl á líkamsleifarnar.
Krókódílar eru algeng sjón á svæðinu sem Darmody og vinir hans voru á. Það er þó ekki algengt að þeir ráðist á fólk þar. Alls hafa um þrettán látist af völdum krókódíla síðan byrjað var að skrásetja það fyrir tæpum fjörutíu árum síðan.