Segir Arnór bestan í Svíþjóð en liðsfélagi þykist ekki þurfa að passa sig Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2023 12:30 Arnór Sigurðsson þykir í hópi allra bestu leikmanna sænsku úrvalsdeildarinnar. Getty/Alex Nicodim Nahir Besara, fyrirliði Hammarby, segir að hægri bakvörður liðsins þurfi að hafa góðar gætur á Arnóri Sigurðssyni í leiknum við Norrköping á morgun, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hægri bakvörðurinn segist ekkert vera að spá í Arnóri. Arnór kom sem stormsveipur inn í sænsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð, eftir að hafa losnað frá Venezia á Ítalíu. Hann er enn samningsbundinn rússneska félaginu CSKA Moskvu en komst að láni frá félaginu eftir að innrásin í Úkraínu hófst og hefur ekki snúið þangað aftur. Sænski fótboltamiðillinn Fotbollskanalen lýsti Arnóri sem besta leikmanni sænsku deildarinnar eftir síðustu leiktíð og miðað við orð Besara er hann nokkuð sammála því. Arnór geti gert hlutina upp á eigin spýtur „Fyrir mér þá er Arnór kannski besti leikmaður deildarinnar. Hann er með hæfileikana til að gera hlutina algjörlega upp á eigin spýtur. Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur, þann sem spilar sem hægri bakvörður, að fylgjast sérstaklega vel með honum. Við verðum að halda aftur af honum. Hann er virkilega frábær leikmaður og við verðum að gera okkar besta,“ sagði Besara. Simon Strand hefur verið hægri bakvörður Hammarby í leikjunum fimm hingað til á tímabilinu. Fotbollskanalen spurði hann hvað hann þyrfti að hafa í huga gegn Arnóri en Strand vildi sem minnst gera úr því að glíman við Arnór yrði eitthvað óvenjuleg. Strand: "Jag har inte så bra koll på Sigurdsson".https://t.co/vcb96hNlSO pic.twitter.com/MUKDaDkIgh— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) May 3, 2023 „Ég veit ekki. Ég spái ekki mikið í það hverjum ég mæti. Liðsheildin þarf að virka til að allt fari vel. Ég hugsa ekki um einhvern sérstakan leikmann sem ég mæti. Þetta er samvinna. En þetta er alveg góður leikmaður og við verðum að stoppa hann saman, sem og allt Norrköping-liðið,“ sagði Strand við Fotbollskanalen. Spurður frekar út í Arnór og hvort hann væri sammála Besara um að Skagamaðurinn væri bestur í deildinni svaraði Strand: „Nei, ég veit það ekki. Ég fylgist ekki svo mikið með honum,“ og hann vildi svo engu svara um það í hverju Arnór væri góður. Sænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Sjá meira
Arnór kom sem stormsveipur inn í sænsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð, eftir að hafa losnað frá Venezia á Ítalíu. Hann er enn samningsbundinn rússneska félaginu CSKA Moskvu en komst að láni frá félaginu eftir að innrásin í Úkraínu hófst og hefur ekki snúið þangað aftur. Sænski fótboltamiðillinn Fotbollskanalen lýsti Arnóri sem besta leikmanni sænsku deildarinnar eftir síðustu leiktíð og miðað við orð Besara er hann nokkuð sammála því. Arnór geti gert hlutina upp á eigin spýtur „Fyrir mér þá er Arnór kannski besti leikmaður deildarinnar. Hann er með hæfileikana til að gera hlutina algjörlega upp á eigin spýtur. Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur, þann sem spilar sem hægri bakvörður, að fylgjast sérstaklega vel með honum. Við verðum að halda aftur af honum. Hann er virkilega frábær leikmaður og við verðum að gera okkar besta,“ sagði Besara. Simon Strand hefur verið hægri bakvörður Hammarby í leikjunum fimm hingað til á tímabilinu. Fotbollskanalen spurði hann hvað hann þyrfti að hafa í huga gegn Arnóri en Strand vildi sem minnst gera úr því að glíman við Arnór yrði eitthvað óvenjuleg. Strand: "Jag har inte så bra koll på Sigurdsson".https://t.co/vcb96hNlSO pic.twitter.com/MUKDaDkIgh— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) May 3, 2023 „Ég veit ekki. Ég spái ekki mikið í það hverjum ég mæti. Liðsheildin þarf að virka til að allt fari vel. Ég hugsa ekki um einhvern sérstakan leikmann sem ég mæti. Þetta er samvinna. En þetta er alveg góður leikmaður og við verðum að stoppa hann saman, sem og allt Norrköping-liðið,“ sagði Strand við Fotbollskanalen. Spurður frekar út í Arnór og hvort hann væri sammála Besara um að Skagamaðurinn væri bestur í deildinni svaraði Strand: „Nei, ég veit það ekki. Ég fylgist ekki svo mikið með honum,“ og hann vildi svo engu svara um það í hverju Arnór væri góður.
Sænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Sjá meira