„Ég gerði allt sem ég gat gert“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. maí 2023 08:01 Magnús Valur hefur verið vallarvörður í Vesturbænum í nokkur ár. Vísir/sigurjón Eftir kaldasta veturinn í hundrað ár er KR-völlurinn ekki tilbúinn fyrir fyrsta heimaleik félagsins í kvöld. Magnús Valur Böðvarsson, vallarstjóri á Meistaravöllum, segir að erfiðlega hafi gengið að koma vellinum í ásættanlegt ástand fyrir fyrsta heimaleik KR í Bestudeildinni. Félagið hefur því ákveðið að færa leik liðsins gegn HK á Vivaldi völlinn á Seltjarnarnesinu annað kvöld. Um er að ræða fyrsti heimaleikur KR-inga í sumar og hafa þeir spilað fyrstu fjóra leiki sína í deildinni á útivelli, á Akureyri, í Keflavík í Víkinni og á Miðvelli í Hafnarfirðinum á laugardaginn. „Marsmánuður var í rauninni aðeins of kaldur eins og sést á vellinum og það hefur í rauninni dáið aðeins of mikið. Ég gerði allt sem ég gat gert til reyna fá inn vöxt í þetta og er búinn að vera nota dúka og þess háttar og vöxturinn fór bara voðalega illa af stað,“ segir vallarstjórinn. Undirhiti nauðsynlegur Magnús segir að völlurinn verði klár eftir um það bil tvær vikur. Hann segir samt sem áður að deildarkeppnin sé ekkert endilega að fara af stað of snemma. „Við erum að koma úr köldum vetri en málið er að grasvellirnir okkar eru ekki með undirhita og við eigum ekki þessa gróðurdúka sem við þurfum. Við horfum til Akureyrar núna og þeir hafa aldrei séð slíkan vöxt á þessum árstíma með þessum dúkum.“ Hann segir að vel sé hægt að huga að grasvelli hér á landi en það kosti pening en í raun lægri fjárhæð en að halda úti gervigrasvelli. „Þú þyrftir alltaf að skipta um undirlag og setja upp hitakerfi. Það þarf að rífa þetta allt upp og ég myndi svona halda að það kosti um 150 milljónir. Sem er ódýrara en bygging á glænýjum gervigrasvelli. En við verðum að fara gera greinamun á keppnisvelli og æfingavelli. Keppnisvelli sem íslensku liðin eru að nota einnig sem æfingavelli er að koma í bakið á liðunum. Sjáum eins og í Kópavogi að þurfa að skipta um gervigras eftir fjögur tímabil.“ Besta deild karla Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Magnús Valur Böðvarsson, vallarstjóri á Meistaravöllum, segir að erfiðlega hafi gengið að koma vellinum í ásættanlegt ástand fyrir fyrsta heimaleik KR í Bestudeildinni. Félagið hefur því ákveðið að færa leik liðsins gegn HK á Vivaldi völlinn á Seltjarnarnesinu annað kvöld. Um er að ræða fyrsti heimaleikur KR-inga í sumar og hafa þeir spilað fyrstu fjóra leiki sína í deildinni á útivelli, á Akureyri, í Keflavík í Víkinni og á Miðvelli í Hafnarfirðinum á laugardaginn. „Marsmánuður var í rauninni aðeins of kaldur eins og sést á vellinum og það hefur í rauninni dáið aðeins of mikið. Ég gerði allt sem ég gat gert til reyna fá inn vöxt í þetta og er búinn að vera nota dúka og þess háttar og vöxturinn fór bara voðalega illa af stað,“ segir vallarstjórinn. Undirhiti nauðsynlegur Magnús segir að völlurinn verði klár eftir um það bil tvær vikur. Hann segir samt sem áður að deildarkeppnin sé ekkert endilega að fara af stað of snemma. „Við erum að koma úr köldum vetri en málið er að grasvellirnir okkar eru ekki með undirhita og við eigum ekki þessa gróðurdúka sem við þurfum. Við horfum til Akureyrar núna og þeir hafa aldrei séð slíkan vöxt á þessum árstíma með þessum dúkum.“ Hann segir að vel sé hægt að huga að grasvelli hér á landi en það kosti pening en í raun lægri fjárhæð en að halda úti gervigrasvelli. „Þú þyrftir alltaf að skipta um undirlag og setja upp hitakerfi. Það þarf að rífa þetta allt upp og ég myndi svona halda að það kosti um 150 milljónir. Sem er ódýrara en bygging á glænýjum gervigrasvelli. En við verðum að fara gera greinamun á keppnisvelli og æfingavelli. Keppnisvelli sem íslensku liðin eru að nota einnig sem æfingavelli er að koma í bakið á liðunum. Sjáum eins og í Kópavogi að þurfa að skipta um gervigras eftir fjögur tímabil.“
Besta deild karla Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum