Ekki ljóst hvort húsið hafi verið mannlaust Oddur Ævar Gunnarsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 1. maí 2023 22:23 Eins og sjá má er um mikinn eld að ræða. Í myndbandi að neðan má sjá þakplötur hrynja. Vísir/Vilhelm Gunnlaugur Jónsson aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkviliði ekki kunnugt um það hvort einhver hafi verið í húsinu sem brann í stórbruna við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. Slökkvistörfum mun ekki ljúka fyrr en í nótt og eru íbúar beðnir um að loka gluggum ef til þarf vegna reyksins. „Við sáum það nú strax þegar við lögðum af stað frá slökkvistöðinni í Hafnarfirði að það var stórt svart ský yfir bænum,“ segir Gunnlaugur í samtali við fréttastofu. Þegar slökkvilið hafi mætt á vettvang hafi húsið þegar verið alelda. „Það var mestur eldur fyrir miðju húsi og þetta gerðist mjög hratt og húsið varð alelda á nokkrum mínútum.“ Húsið sé að mestu brunnið og verði rifið um leið og slökkvistörfum ljúki. „Það er lítið sem hægt er að bjarga hér.“ Húsið var að hruni komið vegna eldsins og hrundu þakplötur af því, eins og sjá má á myndbandi sem ljósmyndari Vísis tók. Liggur fyrir að húsið hafi verið mannlaust? „Við höfum engar heimildir um það. Það var einhver takmörkuð starfsemi í því. Við vitum ekki meira.“ Aðgerðir langt fram á nótt Hann segir ekkert vitað um eldsupptök að svo stöddu. Aðgerðirnar muni standa yfir fram á nótt. „Það eru glæður í húsinu sem enn á eftir að slökkva í en mesti eldurinn hefur verið slökktur. Þetta verður eitthvað fram eftir nóttu.“ Hann segir útilokað að slökkviliðsmenn verði sendir inn í húsið. „Þetta er bara að hruni komið og hangir á lyginni og járnplötunum, þannig að það verður ekki gert.“ Slökkviliðið hætti engum manni inn í hús. Vísir/Vilhelm Létu færa áhorfendur vegna springandi gaskúta Töluverður fjöldi fólks var samankominn við húsið til þess að fylgjast með slökkvistörfum. Gunnlaugur segir að slökkvilið hafi beðið lögreglu um að ýta fólki fjær svæðinu. „Við létum færa fólkið strax í byrjun. Það voru ansi margir áhorfendur komnir nálægt en við fengum lögreglu til þess að ýta þem lengra frá, vegna þess að við vissum að það væru gaskútar þarna inni og nokkrir voru búnir að springa nú þegar.“ Lögregla fékk íbúa til þess að færa sig fjær húsinu vegna springandi gaskúta.Vísir/Vilhelm Gunnlaugur segir að neðri hluti byggingarinnar geti hrunið hvenær sem er. Stálgrind hússins krullist saman eins og spagettí þegar kalt vatn mætir heita stálinu. „En eldurinn var sem betur fer bundinn við þetta eina hús og gott bil í það næsta, sem er íshúsið og ekkert við húsið hinumegin. Fólk loki gluggum vegna reyksins Mikinn reyk lagði upp frá húsinu. Reykurinn sást víða og fékk fréttastofa fjölmargar ábendingar þess efnis. Spurður hvort íbúar í Hafnarfirði eigi að loka gluggum í nótt vegna mögulegrar mengunar, segir Guðlaugur: „Já ef það stendur reykur yfir húsinu, er um að gera að loka gluggum og hækka aðeins í ofninum til þess að halda reyknum úti. Það er ekki gott að anda of miklu af þessum reyk að sér.“ Slökkvilið Hafnarfjörður Bruni í Drafnarslipp Tengdar fréttir Stórbruni í Hafnarfirði: „Engu bjargað sem hægt er að bjarga þarna“ Mikill eldur er nú í gamla slippnum við Hafnarfjarðarhöfn í Skipalóni. Sést reykmökkurinn vel úr fjarlægð meðal annars úr Urriðaholti í Garðabænum. Húsið hefur staðið autt í þó nokkurn tíma og stóð til að rífa það. 1. maí 2023 20:41 Myndasyrpa: Stórbruni í Hafnarfirði Slökkvistarf stendur enn yfir í húsi við gamla slippinn í Hafnarfjarðarhöfn eftir að upp kom mikill eldur fyrr í kvöld. 1. maí 2023 23:13 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Við sáum það nú strax þegar við lögðum af stað frá slökkvistöðinni í Hafnarfirði að það var stórt svart ský yfir bænum,“ segir Gunnlaugur í samtali við fréttastofu. Þegar slökkvilið hafi mætt á vettvang hafi húsið þegar verið alelda. „Það var mestur eldur fyrir miðju húsi og þetta gerðist mjög hratt og húsið varð alelda á nokkrum mínútum.“ Húsið sé að mestu brunnið og verði rifið um leið og slökkvistörfum ljúki. „Það er lítið sem hægt er að bjarga hér.“ Húsið var að hruni komið vegna eldsins og hrundu þakplötur af því, eins og sjá má á myndbandi sem ljósmyndari Vísis tók. Liggur fyrir að húsið hafi verið mannlaust? „Við höfum engar heimildir um það. Það var einhver takmörkuð starfsemi í því. Við vitum ekki meira.“ Aðgerðir langt fram á nótt Hann segir ekkert vitað um eldsupptök að svo stöddu. Aðgerðirnar muni standa yfir fram á nótt. „Það eru glæður í húsinu sem enn á eftir að slökkva í en mesti eldurinn hefur verið slökktur. Þetta verður eitthvað fram eftir nóttu.“ Hann segir útilokað að slökkviliðsmenn verði sendir inn í húsið. „Þetta er bara að hruni komið og hangir á lyginni og járnplötunum, þannig að það verður ekki gert.“ Slökkviliðið hætti engum manni inn í hús. Vísir/Vilhelm Létu færa áhorfendur vegna springandi gaskúta Töluverður fjöldi fólks var samankominn við húsið til þess að fylgjast með slökkvistörfum. Gunnlaugur segir að slökkvilið hafi beðið lögreglu um að ýta fólki fjær svæðinu. „Við létum færa fólkið strax í byrjun. Það voru ansi margir áhorfendur komnir nálægt en við fengum lögreglu til þess að ýta þem lengra frá, vegna þess að við vissum að það væru gaskútar þarna inni og nokkrir voru búnir að springa nú þegar.“ Lögregla fékk íbúa til þess að færa sig fjær húsinu vegna springandi gaskúta.Vísir/Vilhelm Gunnlaugur segir að neðri hluti byggingarinnar geti hrunið hvenær sem er. Stálgrind hússins krullist saman eins og spagettí þegar kalt vatn mætir heita stálinu. „En eldurinn var sem betur fer bundinn við þetta eina hús og gott bil í það næsta, sem er íshúsið og ekkert við húsið hinumegin. Fólk loki gluggum vegna reyksins Mikinn reyk lagði upp frá húsinu. Reykurinn sást víða og fékk fréttastofa fjölmargar ábendingar þess efnis. Spurður hvort íbúar í Hafnarfirði eigi að loka gluggum í nótt vegna mögulegrar mengunar, segir Guðlaugur: „Já ef það stendur reykur yfir húsinu, er um að gera að loka gluggum og hækka aðeins í ofninum til þess að halda reyknum úti. Það er ekki gott að anda of miklu af þessum reyk að sér.“
Slökkvilið Hafnarfjörður Bruni í Drafnarslipp Tengdar fréttir Stórbruni í Hafnarfirði: „Engu bjargað sem hægt er að bjarga þarna“ Mikill eldur er nú í gamla slippnum við Hafnarfjarðarhöfn í Skipalóni. Sést reykmökkurinn vel úr fjarlægð meðal annars úr Urriðaholti í Garðabænum. Húsið hefur staðið autt í þó nokkurn tíma og stóð til að rífa það. 1. maí 2023 20:41 Myndasyrpa: Stórbruni í Hafnarfirði Slökkvistarf stendur enn yfir í húsi við gamla slippinn í Hafnarfjarðarhöfn eftir að upp kom mikill eldur fyrr í kvöld. 1. maí 2023 23:13 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Stórbruni í Hafnarfirði: „Engu bjargað sem hægt er að bjarga þarna“ Mikill eldur er nú í gamla slippnum við Hafnarfjarðarhöfn í Skipalóni. Sést reykmökkurinn vel úr fjarlægð meðal annars úr Urriðaholti í Garðabænum. Húsið hefur staðið autt í þó nokkurn tíma og stóð til að rífa það. 1. maí 2023 20:41
Myndasyrpa: Stórbruni í Hafnarfirði Slökkvistarf stendur enn yfir í húsi við gamla slippinn í Hafnarfjarðarhöfn eftir að upp kom mikill eldur fyrr í kvöld. 1. maí 2023 23:13