Ekki ljóst hvort húsið hafi verið mannlaust Oddur Ævar Gunnarsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 1. maí 2023 22:23 Eins og sjá má er um mikinn eld að ræða. Í myndbandi að neðan má sjá þakplötur hrynja. Vísir/Vilhelm Gunnlaugur Jónsson aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkviliði ekki kunnugt um það hvort einhver hafi verið í húsinu sem brann í stórbruna við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. Slökkvistörfum mun ekki ljúka fyrr en í nótt og eru íbúar beðnir um að loka gluggum ef til þarf vegna reyksins. „Við sáum það nú strax þegar við lögðum af stað frá slökkvistöðinni í Hafnarfirði að það var stórt svart ský yfir bænum,“ segir Gunnlaugur í samtali við fréttastofu. Þegar slökkvilið hafi mætt á vettvang hafi húsið þegar verið alelda. „Það var mestur eldur fyrir miðju húsi og þetta gerðist mjög hratt og húsið varð alelda á nokkrum mínútum.“ Húsið sé að mestu brunnið og verði rifið um leið og slökkvistörfum ljúki. „Það er lítið sem hægt er að bjarga hér.“ Húsið var að hruni komið vegna eldsins og hrundu þakplötur af því, eins og sjá má á myndbandi sem ljósmyndari Vísis tók. Liggur fyrir að húsið hafi verið mannlaust? „Við höfum engar heimildir um það. Það var einhver takmörkuð starfsemi í því. Við vitum ekki meira.“ Aðgerðir langt fram á nótt Hann segir ekkert vitað um eldsupptök að svo stöddu. Aðgerðirnar muni standa yfir fram á nótt. „Það eru glæður í húsinu sem enn á eftir að slökkva í en mesti eldurinn hefur verið slökktur. Þetta verður eitthvað fram eftir nóttu.“ Hann segir útilokað að slökkviliðsmenn verði sendir inn í húsið. „Þetta er bara að hruni komið og hangir á lyginni og járnplötunum, þannig að það verður ekki gert.“ Slökkviliðið hætti engum manni inn í hús. Vísir/Vilhelm Létu færa áhorfendur vegna springandi gaskúta Töluverður fjöldi fólks var samankominn við húsið til þess að fylgjast með slökkvistörfum. Gunnlaugur segir að slökkvilið hafi beðið lögreglu um að ýta fólki fjær svæðinu. „Við létum færa fólkið strax í byrjun. Það voru ansi margir áhorfendur komnir nálægt en við fengum lögreglu til þess að ýta þem lengra frá, vegna þess að við vissum að það væru gaskútar þarna inni og nokkrir voru búnir að springa nú þegar.“ Lögregla fékk íbúa til þess að færa sig fjær húsinu vegna springandi gaskúta.Vísir/Vilhelm Gunnlaugur segir að neðri hluti byggingarinnar geti hrunið hvenær sem er. Stálgrind hússins krullist saman eins og spagettí þegar kalt vatn mætir heita stálinu. „En eldurinn var sem betur fer bundinn við þetta eina hús og gott bil í það næsta, sem er íshúsið og ekkert við húsið hinumegin. Fólk loki gluggum vegna reyksins Mikinn reyk lagði upp frá húsinu. Reykurinn sást víða og fékk fréttastofa fjölmargar ábendingar þess efnis. Spurður hvort íbúar í Hafnarfirði eigi að loka gluggum í nótt vegna mögulegrar mengunar, segir Guðlaugur: „Já ef það stendur reykur yfir húsinu, er um að gera að loka gluggum og hækka aðeins í ofninum til þess að halda reyknum úti. Það er ekki gott að anda of miklu af þessum reyk að sér.“ Slökkvilið Hafnarfjörður Bruni í Drafnarslipp Tengdar fréttir Stórbruni í Hafnarfirði: „Engu bjargað sem hægt er að bjarga þarna“ Mikill eldur er nú í gamla slippnum við Hafnarfjarðarhöfn í Skipalóni. Sést reykmökkurinn vel úr fjarlægð meðal annars úr Urriðaholti í Garðabænum. Húsið hefur staðið autt í þó nokkurn tíma og stóð til að rífa það. 1. maí 2023 20:41 Myndasyrpa: Stórbruni í Hafnarfirði Slökkvistarf stendur enn yfir í húsi við gamla slippinn í Hafnarfjarðarhöfn eftir að upp kom mikill eldur fyrr í kvöld. 1. maí 2023 23:13 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
„Við sáum það nú strax þegar við lögðum af stað frá slökkvistöðinni í Hafnarfirði að það var stórt svart ský yfir bænum,“ segir Gunnlaugur í samtali við fréttastofu. Þegar slökkvilið hafi mætt á vettvang hafi húsið þegar verið alelda. „Það var mestur eldur fyrir miðju húsi og þetta gerðist mjög hratt og húsið varð alelda á nokkrum mínútum.“ Húsið sé að mestu brunnið og verði rifið um leið og slökkvistörfum ljúki. „Það er lítið sem hægt er að bjarga hér.“ Húsið var að hruni komið vegna eldsins og hrundu þakplötur af því, eins og sjá má á myndbandi sem ljósmyndari Vísis tók. Liggur fyrir að húsið hafi verið mannlaust? „Við höfum engar heimildir um það. Það var einhver takmörkuð starfsemi í því. Við vitum ekki meira.“ Aðgerðir langt fram á nótt Hann segir ekkert vitað um eldsupptök að svo stöddu. Aðgerðirnar muni standa yfir fram á nótt. „Það eru glæður í húsinu sem enn á eftir að slökkva í en mesti eldurinn hefur verið slökktur. Þetta verður eitthvað fram eftir nóttu.“ Hann segir útilokað að slökkviliðsmenn verði sendir inn í húsið. „Þetta er bara að hruni komið og hangir á lyginni og járnplötunum, þannig að það verður ekki gert.“ Slökkviliðið hætti engum manni inn í hús. Vísir/Vilhelm Létu færa áhorfendur vegna springandi gaskúta Töluverður fjöldi fólks var samankominn við húsið til þess að fylgjast með slökkvistörfum. Gunnlaugur segir að slökkvilið hafi beðið lögreglu um að ýta fólki fjær svæðinu. „Við létum færa fólkið strax í byrjun. Það voru ansi margir áhorfendur komnir nálægt en við fengum lögreglu til þess að ýta þem lengra frá, vegna þess að við vissum að það væru gaskútar þarna inni og nokkrir voru búnir að springa nú þegar.“ Lögregla fékk íbúa til þess að færa sig fjær húsinu vegna springandi gaskúta.Vísir/Vilhelm Gunnlaugur segir að neðri hluti byggingarinnar geti hrunið hvenær sem er. Stálgrind hússins krullist saman eins og spagettí þegar kalt vatn mætir heita stálinu. „En eldurinn var sem betur fer bundinn við þetta eina hús og gott bil í það næsta, sem er íshúsið og ekkert við húsið hinumegin. Fólk loki gluggum vegna reyksins Mikinn reyk lagði upp frá húsinu. Reykurinn sást víða og fékk fréttastofa fjölmargar ábendingar þess efnis. Spurður hvort íbúar í Hafnarfirði eigi að loka gluggum í nótt vegna mögulegrar mengunar, segir Guðlaugur: „Já ef það stendur reykur yfir húsinu, er um að gera að loka gluggum og hækka aðeins í ofninum til þess að halda reyknum úti. Það er ekki gott að anda of miklu af þessum reyk að sér.“
Slökkvilið Hafnarfjörður Bruni í Drafnarslipp Tengdar fréttir Stórbruni í Hafnarfirði: „Engu bjargað sem hægt er að bjarga þarna“ Mikill eldur er nú í gamla slippnum við Hafnarfjarðarhöfn í Skipalóni. Sést reykmökkurinn vel úr fjarlægð meðal annars úr Urriðaholti í Garðabænum. Húsið hefur staðið autt í þó nokkurn tíma og stóð til að rífa það. 1. maí 2023 20:41 Myndasyrpa: Stórbruni í Hafnarfirði Slökkvistarf stendur enn yfir í húsi við gamla slippinn í Hafnarfjarðarhöfn eftir að upp kom mikill eldur fyrr í kvöld. 1. maí 2023 23:13 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Stórbruni í Hafnarfirði: „Engu bjargað sem hægt er að bjarga þarna“ Mikill eldur er nú í gamla slippnum við Hafnarfjarðarhöfn í Skipalóni. Sést reykmökkurinn vel úr fjarlægð meðal annars úr Urriðaholti í Garðabænum. Húsið hefur staðið autt í þó nokkurn tíma og stóð til að rífa það. 1. maí 2023 20:41
Myndasyrpa: Stórbruni í Hafnarfirði Slökkvistarf stendur enn yfir í húsi við gamla slippinn í Hafnarfjarðarhöfn eftir að upp kom mikill eldur fyrr í kvöld. 1. maí 2023 23:13
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent