Telur ómögulegt að Liverpool nái Meistaradeildarsæti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. apríl 2023 20:00 Jürgen Klopp í leik dagsins. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega kátur eftir 4-3 sigur sinna manna gegn Tottenham í ótrúlegum leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Liverpool byrjaði leikinn af miklum krafti og liðið var komið í 2-0 forystu strax á fimmtu mínútu leiksins. Tíu mínútum síðar skoraði Mohamed Salah svo þriðja mark liðsins og flestir töldu að möguleikar Tottenham á að ná einhverju úr þessum leik væru úr sögunni. Gestunum í Tottenham tókst þó að minnka muninn fyrir hálfleikshléið og þegar komið var í uppbótartíma jafnaði Richarlison metin fyrir Tottenham eftir að Heung-Min Son hafði skorað annað mark liðsins stuttu áður. Diogo Jota reyndist þó hetja Liverpool þegar hann nýtti sér mistök í vörn Tottenham og tryggði Liverpool ótrúlegan sigur. Liverpool er nú sjö stigum á eftir Manchester United sem situr í fjórða sæti þegar liðið á fimm leiki eftir. Jürgen Klopp og lærisveinar hans halda því enn í veika von um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, en Klopp segir þó að það sé ómögulegt. „Auðvitað ekki. Ef United og Newcastle vinna alla sína leiki þá er ekki séns fyrir okkur. Ef þau tvö fara að tapa þá verðum við kannski nálægt því. En þangað til verðum við að vinna fótboltaleiki til að tryggja okkur sæti í Evrópukeppni yfir höfuð.“ „Brighton spilaði einn besta leik sem ég hef séð um helgina,“ bætti Klopp við, en Brighton er fjórum stigum á eftir Liverpool og á tvo leiki til góða. „Þeir eru að elta okkur og eiga tvo leiki inna. Aston Villa fer vaxandi. Ef við getum haldið þessum liðum fyrir neðan okkur þá er það ákveðinn árangur.“ Enski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Fleiri fréttir Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Sjá meira
Liverpool byrjaði leikinn af miklum krafti og liðið var komið í 2-0 forystu strax á fimmtu mínútu leiksins. Tíu mínútum síðar skoraði Mohamed Salah svo þriðja mark liðsins og flestir töldu að möguleikar Tottenham á að ná einhverju úr þessum leik væru úr sögunni. Gestunum í Tottenham tókst þó að minnka muninn fyrir hálfleikshléið og þegar komið var í uppbótartíma jafnaði Richarlison metin fyrir Tottenham eftir að Heung-Min Son hafði skorað annað mark liðsins stuttu áður. Diogo Jota reyndist þó hetja Liverpool þegar hann nýtti sér mistök í vörn Tottenham og tryggði Liverpool ótrúlegan sigur. Liverpool er nú sjö stigum á eftir Manchester United sem situr í fjórða sæti þegar liðið á fimm leiki eftir. Jürgen Klopp og lærisveinar hans halda því enn í veika von um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, en Klopp segir þó að það sé ómögulegt. „Auðvitað ekki. Ef United og Newcastle vinna alla sína leiki þá er ekki séns fyrir okkur. Ef þau tvö fara að tapa þá verðum við kannski nálægt því. En þangað til verðum við að vinna fótboltaleiki til að tryggja okkur sæti í Evrópukeppni yfir höfuð.“ „Brighton spilaði einn besta leik sem ég hef séð um helgina,“ bætti Klopp við, en Brighton er fjórum stigum á eftir Liverpool og á tvo leiki til góða. „Þeir eru að elta okkur og eiga tvo leiki inna. Aston Villa fer vaxandi. Ef við getum haldið þessum liðum fyrir neðan okkur þá er það ákveðinn árangur.“
Enski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Fleiri fréttir Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Sjá meira