Innviðaráðherra segir það ekki rétt að forsendur rammasamnings um uppbyggingu íbúða séu brostnar, líkt og Samband íslenskra sveitarfélaga heldur fram. Ef þörf verður á auknu fjármagni verði brugðist við en teikn eru á lofti um að markmið samningsins náist ekki strax.
Alþjóðadeild Rauða krossins tókst að senda hjálpargögn til Súdan í dag en áframhaldandi átök gera mannúðarstarfi erfitt fyrir. Þörf sé á tafarlausu vopnahléi sem báðar fylkingar þurfi að virða.
Þá verðum við í beinni útsendingu með reyndum plokkara sem stóð vaktina á Stóra plokkdeginum sem fram fór í dag, sjáum stemninguna í Bakgarðshlaupinu og hittum bónda sem hefur nefnt allar hundrað og fimmtíu kýr bæjarins.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.