Íbúum fjölgar og fjölgar í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. maí 2023 14:31 Ein flottasta sundlaug landsins er í Hvergerði, Laugaskarð. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hvergi á landinu hefur verið jafn mikil fjölgun hlutfallslega af íbúum eins og í Hveragerði síðustu tvö árin eða um sjö prósent“. Þetta segir Geir Sveinsson, bæjarstjóri um leið og hann ítrekar að vaxtarverkir fylgi slíkri fjölgun því allir innviðir bæjarfélagsins þurfi að vera í lagi. Íbúum Hveragerðisbæjar hefur fjölgað ört síðustu ár og eru nú komnir upp í þrjú þúsund og tvö hundruð manns. Ný hverfi hafa verið byggð og mikil umsvif þegar sala lóða er annars vegar. Geir Sveinsson, sem er nýr bæjarstjóri í Hveragerði, segir bæinn pínu falda perlu. „Fólk er að átta sig á því og jú, smitast kannski að einhverju leyti á því ástandi, sem er á höfuðborgarsvæðinu vegna skorts á húsnæði. En fólk er að átta sig, það er stutt yfir heiðina og fólk finnur það að koma hingað að það er í takt við náttúruna og þetta er fjölbreytilegt, sem er í bænum. Fólk er kannski að sækja í þetta og það hefur verið að gerast. Og það hefur ekki verið jafn mikil fjölgun nokkurs staðar á landinu eins og í Hveragerði hlutfallslega síðustu tvö ár,“ segir Geir. En er hann með einhverjar tölur? „Já, þetta eru sirka sjö prósent, sem er að fjölga um hérna síðustu tvö árin og enn er að fjölga.“ Geir segir að alltaf fylgi vaxtarverkir svona mikilli íbúafjölgun enda þurfi allir innviðir og annað að vera í takt við íbúafjölgunina. Geir Sveinsson, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem er að finna sig vel í nýja starfinu en hann hefur aldrei verið bæjarstjóri áður.Magnús Hlynur Hreiðarsson En á Hveragerðisbær nóg land fyrir fleiri nýjar íbúðalóðir og þar með nýja íbúa? „Það er kannski það, sem Hveragerði er kannski ekki þekktast fyrir að eiga nóg land en við eigum það þó alveg. Hveragerði hefur verið frekar strjálbýlt í gegnum tíðina og við ætlum að reyna að halda því. Sérkenni Hveragerðis er lágreist byggð og við viljum reyna að halda í það sömuleiðis en það eru samt sóknarfæri innan bæjarins. Svona gróft þá erum við búin að gera áætlun upp á fjögur hundruð til fimm hundruð íbúðir, sem mögulegt er að koma upp innan Hveragerðis á ekki svo löngum tíma,“ segir Geir. Geir mætti með fjölskyldu sína á opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta þar sem umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar voru meðal annars afhent.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Mannfjöldi Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sjá meira
Íbúum Hveragerðisbæjar hefur fjölgað ört síðustu ár og eru nú komnir upp í þrjú þúsund og tvö hundruð manns. Ný hverfi hafa verið byggð og mikil umsvif þegar sala lóða er annars vegar. Geir Sveinsson, sem er nýr bæjarstjóri í Hveragerði, segir bæinn pínu falda perlu. „Fólk er að átta sig á því og jú, smitast kannski að einhverju leyti á því ástandi, sem er á höfuðborgarsvæðinu vegna skorts á húsnæði. En fólk er að átta sig, það er stutt yfir heiðina og fólk finnur það að koma hingað að það er í takt við náttúruna og þetta er fjölbreytilegt, sem er í bænum. Fólk er kannski að sækja í þetta og það hefur verið að gerast. Og það hefur ekki verið jafn mikil fjölgun nokkurs staðar á landinu eins og í Hveragerði hlutfallslega síðustu tvö ár,“ segir Geir. En er hann með einhverjar tölur? „Já, þetta eru sirka sjö prósent, sem er að fjölga um hérna síðustu tvö árin og enn er að fjölga.“ Geir segir að alltaf fylgi vaxtarverkir svona mikilli íbúafjölgun enda þurfi allir innviðir og annað að vera í takt við íbúafjölgunina. Geir Sveinsson, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem er að finna sig vel í nýja starfinu en hann hefur aldrei verið bæjarstjóri áður.Magnús Hlynur Hreiðarsson En á Hveragerðisbær nóg land fyrir fleiri nýjar íbúðalóðir og þar með nýja íbúa? „Það er kannski það, sem Hveragerði er kannski ekki þekktast fyrir að eiga nóg land en við eigum það þó alveg. Hveragerði hefur verið frekar strjálbýlt í gegnum tíðina og við ætlum að reyna að halda því. Sérkenni Hveragerðis er lágreist byggð og við viljum reyna að halda í það sömuleiðis en það eru samt sóknarfæri innan bæjarins. Svona gróft þá erum við búin að gera áætlun upp á fjögur hundruð til fimm hundruð íbúðir, sem mögulegt er að koma upp innan Hveragerðis á ekki svo löngum tíma,“ segir Geir. Geir mætti með fjölskyldu sína á opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta þar sem umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar voru meðal annars afhent.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Mannfjöldi Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sjá meira