Íbúum fjölgar og fjölgar í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. maí 2023 14:31 Ein flottasta sundlaug landsins er í Hvergerði, Laugaskarð. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hvergi á landinu hefur verið jafn mikil fjölgun hlutfallslega af íbúum eins og í Hveragerði síðustu tvö árin eða um sjö prósent“. Þetta segir Geir Sveinsson, bæjarstjóri um leið og hann ítrekar að vaxtarverkir fylgi slíkri fjölgun því allir innviðir bæjarfélagsins þurfi að vera í lagi. Íbúum Hveragerðisbæjar hefur fjölgað ört síðustu ár og eru nú komnir upp í þrjú þúsund og tvö hundruð manns. Ný hverfi hafa verið byggð og mikil umsvif þegar sala lóða er annars vegar. Geir Sveinsson, sem er nýr bæjarstjóri í Hveragerði, segir bæinn pínu falda perlu. „Fólk er að átta sig á því og jú, smitast kannski að einhverju leyti á því ástandi, sem er á höfuðborgarsvæðinu vegna skorts á húsnæði. En fólk er að átta sig, það er stutt yfir heiðina og fólk finnur það að koma hingað að það er í takt við náttúruna og þetta er fjölbreytilegt, sem er í bænum. Fólk er kannski að sækja í þetta og það hefur verið að gerast. Og það hefur ekki verið jafn mikil fjölgun nokkurs staðar á landinu eins og í Hveragerði hlutfallslega síðustu tvö ár,“ segir Geir. En er hann með einhverjar tölur? „Já, þetta eru sirka sjö prósent, sem er að fjölga um hérna síðustu tvö árin og enn er að fjölga.“ Geir segir að alltaf fylgi vaxtarverkir svona mikilli íbúafjölgun enda þurfi allir innviðir og annað að vera í takt við íbúafjölgunina. Geir Sveinsson, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem er að finna sig vel í nýja starfinu en hann hefur aldrei verið bæjarstjóri áður.Magnús Hlynur Hreiðarsson En á Hveragerðisbær nóg land fyrir fleiri nýjar íbúðalóðir og þar með nýja íbúa? „Það er kannski það, sem Hveragerði er kannski ekki þekktast fyrir að eiga nóg land en við eigum það þó alveg. Hveragerði hefur verið frekar strjálbýlt í gegnum tíðina og við ætlum að reyna að halda því. Sérkenni Hveragerðis er lágreist byggð og við viljum reyna að halda í það sömuleiðis en það eru samt sóknarfæri innan bæjarins. Svona gróft þá erum við búin að gera áætlun upp á fjögur hundruð til fimm hundruð íbúðir, sem mögulegt er að koma upp innan Hveragerðis á ekki svo löngum tíma,“ segir Geir. Geir mætti með fjölskyldu sína á opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta þar sem umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar voru meðal annars afhent.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Mannfjöldi Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Íbúum Hveragerðisbæjar hefur fjölgað ört síðustu ár og eru nú komnir upp í þrjú þúsund og tvö hundruð manns. Ný hverfi hafa verið byggð og mikil umsvif þegar sala lóða er annars vegar. Geir Sveinsson, sem er nýr bæjarstjóri í Hveragerði, segir bæinn pínu falda perlu. „Fólk er að átta sig á því og jú, smitast kannski að einhverju leyti á því ástandi, sem er á höfuðborgarsvæðinu vegna skorts á húsnæði. En fólk er að átta sig, það er stutt yfir heiðina og fólk finnur það að koma hingað að það er í takt við náttúruna og þetta er fjölbreytilegt, sem er í bænum. Fólk er kannski að sækja í þetta og það hefur verið að gerast. Og það hefur ekki verið jafn mikil fjölgun nokkurs staðar á landinu eins og í Hveragerði hlutfallslega síðustu tvö ár,“ segir Geir. En er hann með einhverjar tölur? „Já, þetta eru sirka sjö prósent, sem er að fjölga um hérna síðustu tvö árin og enn er að fjölga.“ Geir segir að alltaf fylgi vaxtarverkir svona mikilli íbúafjölgun enda þurfi allir innviðir og annað að vera í takt við íbúafjölgunina. Geir Sveinsson, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem er að finna sig vel í nýja starfinu en hann hefur aldrei verið bæjarstjóri áður.Magnús Hlynur Hreiðarsson En á Hveragerðisbær nóg land fyrir fleiri nýjar íbúðalóðir og þar með nýja íbúa? „Það er kannski það, sem Hveragerði er kannski ekki þekktast fyrir að eiga nóg land en við eigum það þó alveg. Hveragerði hefur verið frekar strjálbýlt í gegnum tíðina og við ætlum að reyna að halda því. Sérkenni Hveragerðis er lágreist byggð og við viljum reyna að halda í það sömuleiðis en það eru samt sóknarfæri innan bæjarins. Svona gróft þá erum við búin að gera áætlun upp á fjögur hundruð til fimm hundruð íbúðir, sem mögulegt er að koma upp innan Hveragerðis á ekki svo löngum tíma,“ segir Geir. Geir mætti með fjölskyldu sína á opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta þar sem umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar voru meðal annars afhent.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Mannfjöldi Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira