Stofnar styrktarreikning fyrir dóttur mannsins sem lést Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. apríl 2023 10:49 Frá bænastund sem haldin var í Landakotskirkju um helgina til stuðnings fjölskyldu hins látna. Vísir/Dúi Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir tveggja ára gamla dóttur pólska mannsins sem lést í hnífstunguárás í Hafnarfirði í síðustu viku. Kristófer Gajowski stofnaði reikninginn með leyfi móður mannsins og hvetur íslenskt samfélag til að einbeita sér að því sem máli skiptir. „Þau eru furðu keik miðað við aðstæður en við þurfum að passa okkur á því hvernig við ræðum þetta mál,“ segir Kristófer í samtali við Vísi um líðan fjölskyldu hins látna. Hann skipulagði síðustu helgi fjölmenna minningarstund í Landakotskirkju til stuðnings fjölskyldunnar. Fjögur ungmenni voru upphaflega hneppt í gæsluvarðhald vegna málsins en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur einn þeirra játað sök. Einum fjórmenninganna, sautján ára stúlku hefur verið sleppt úr haldi eftir úrskurð Landsréttar. Tveir voru vistaðir á Stuðlum en einn sakborninga er á Hólmsheiði. Barnsmóðir og barn hins látna eru búsett í Póllandi. Móðir hans býr hér á landi. „Þegar manneskja þekkir ekki tungumálið og kemur hingað til lands og upplifir allt í einu svona hörmungar, þá er auðvitað sár í hjarta og mér finnst að við þurfum svolítið að passa okkur hvernig við tölum um þetta, eins og á samfélagsmiðlum.“ Kristófer segir að mikilvægt að tekin sé umræða um aukningu ofbeldis í íslensku samfélagi og litið til þess sem máli skiptir. Kristófer hvetur alla til þess að líta í eigin barm og kallar eftir umræðu um aukið ofbeldi hér á landi. „Við viljum segja nei við ofbeldi. Ísland er eitt land, sem við þurfum öll að passa upp á. Ekki bara Pólverjar, heldur við öll saman, við öll sem búum hér og störfum hér.“ Kristófer hvetur öll sem vettlingi geta valdið til þess að styðja fjölskyldu hins látna. „Og einbeita sér að því sem máli skiptir.“ Styrktarreikningur fjölskyldunnar: Kt. 211020-2530 Bankareikningur. 0331-18-001396 Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38 „Börn eru alltaf börn þótt málin séu grafalvarleg“ Þrjú ungmenni sæta nú gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu á andláti 27 ára pólsks karlmanns fyrir helgi. Einn þeirra er 19 ára og er í haldi á Hólmsheiði en hinir, tveir ungir karlmenn, eru vistaðir á lokuðu neyðarvistunarúrræði á Stuðlum því þeir eru undir lögaldri en af þeim sökum hefur barnavernd þurft að stíga inn í. Sautján ára stúlku var sleppt úr haldi eftir úrskurð Landsréttar þess efnis í gær. 25. apríl 2023 19:39 Ungur aldur mjög mikilvæg refsiákvörðunarástæða Himinn og haf er á milli refsidóma ungmenna í manndrápsmálum eftir hvort hinn dæmdi hafi náð átján ára aldri eða ekki. Lektor í refsirétti segir að algengara sé að ungmenni fái vægari refsingar. 26. apríl 2023 09:02 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Þau eru furðu keik miðað við aðstæður en við þurfum að passa okkur á því hvernig við ræðum þetta mál,“ segir Kristófer í samtali við Vísi um líðan fjölskyldu hins látna. Hann skipulagði síðustu helgi fjölmenna minningarstund í Landakotskirkju til stuðnings fjölskyldunnar. Fjögur ungmenni voru upphaflega hneppt í gæsluvarðhald vegna málsins en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur einn þeirra játað sök. Einum fjórmenninganna, sautján ára stúlku hefur verið sleppt úr haldi eftir úrskurð Landsréttar. Tveir voru vistaðir á Stuðlum en einn sakborninga er á Hólmsheiði. Barnsmóðir og barn hins látna eru búsett í Póllandi. Móðir hans býr hér á landi. „Þegar manneskja þekkir ekki tungumálið og kemur hingað til lands og upplifir allt í einu svona hörmungar, þá er auðvitað sár í hjarta og mér finnst að við þurfum svolítið að passa okkur hvernig við tölum um þetta, eins og á samfélagsmiðlum.“ Kristófer segir að mikilvægt að tekin sé umræða um aukningu ofbeldis í íslensku samfélagi og litið til þess sem máli skiptir. Kristófer hvetur alla til þess að líta í eigin barm og kallar eftir umræðu um aukið ofbeldi hér á landi. „Við viljum segja nei við ofbeldi. Ísland er eitt land, sem við þurfum öll að passa upp á. Ekki bara Pólverjar, heldur við öll saman, við öll sem búum hér og störfum hér.“ Kristófer hvetur öll sem vettlingi geta valdið til þess að styðja fjölskyldu hins látna. „Og einbeita sér að því sem máli skiptir.“ Styrktarreikningur fjölskyldunnar: Kt. 211020-2530 Bankareikningur. 0331-18-001396
Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38 „Börn eru alltaf börn þótt málin séu grafalvarleg“ Þrjú ungmenni sæta nú gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu á andláti 27 ára pólsks karlmanns fyrir helgi. Einn þeirra er 19 ára og er í haldi á Hólmsheiði en hinir, tveir ungir karlmenn, eru vistaðir á lokuðu neyðarvistunarúrræði á Stuðlum því þeir eru undir lögaldri en af þeim sökum hefur barnavernd þurft að stíga inn í. Sautján ára stúlku var sleppt úr haldi eftir úrskurð Landsréttar þess efnis í gær. 25. apríl 2023 19:39 Ungur aldur mjög mikilvæg refsiákvörðunarástæða Himinn og haf er á milli refsidóma ungmenna í manndrápsmálum eftir hvort hinn dæmdi hafi náð átján ára aldri eða ekki. Lektor í refsirétti segir að algengara sé að ungmenni fái vægari refsingar. 26. apríl 2023 09:02 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38
„Börn eru alltaf börn þótt málin séu grafalvarleg“ Þrjú ungmenni sæta nú gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu á andláti 27 ára pólsks karlmanns fyrir helgi. Einn þeirra er 19 ára og er í haldi á Hólmsheiði en hinir, tveir ungir karlmenn, eru vistaðir á lokuðu neyðarvistunarúrræði á Stuðlum því þeir eru undir lögaldri en af þeim sökum hefur barnavernd þurft að stíga inn í. Sautján ára stúlku var sleppt úr haldi eftir úrskurð Landsréttar þess efnis í gær. 25. apríl 2023 19:39
Ungur aldur mjög mikilvæg refsiákvörðunarástæða Himinn og haf er á milli refsidóma ungmenna í manndrápsmálum eftir hvort hinn dæmdi hafi náð átján ára aldri eða ekki. Lektor í refsirétti segir að algengara sé að ungmenni fái vægari refsingar. 26. apríl 2023 09:02
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent