Þrjú þúsund evrur fyrir að yfirgefa landið áður en frestur er liðinn Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 26. apríl 2023 08:35 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðuneytið hefur lagt fram drög að reglugerð um fjárhagsaðstoð við sjálfviljuga heimför en drögin hafa nú verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Um er að ræða breytingar á þeirri fjárhagsaðstoð sem hælisleitendur sem hafa fengið synjun hér á landi eiga rétt á en slík fjárhagsaðstoð hefur staðið fólki til boða um árabil. Breytingunum er ætlað að skapa aukinn fjárhagslegan hvata til að útlendingar hlíti endanlegri niðurstöðu stjórnvalda um að yfirgefa landið enda teljist viðkomandi vera á landinu í ólöglegri dvöl, eins og segir í skýringum með reglugerðinni í samráðsgátt. Þá er í nýju reglugerðinni sú klausa, að ef útlendingur ákveður að yfirgefa landið áður en frestur til sjálfviljugrar heimfarar er liðinn, hækkar umræddur styrkur. Þannig getur fullorðinn einstaklingur fengið allt að 3000 evrur, eða um 450 þúsund íslenskar ef hann ákveður að fara frá landinu áður en búið er að úrskurða í máli hans. „Nýrri reglugerð er ætlað að stuðla að aukinni samvinnu milli stjórnvalda og þeirra útlendinga sem ber að yfirgefa landið,“ segir meðal annars í skýringum ráðuneytisins. „Þannig muni flutningum í fylgd lögreglu fækka og þeim fjölga sem kjósa sjálfviljuga heimför. Gert er ráð fyrir að slíkt leiði af sér töluverðan sparnað fyrir ríkissjóð enda eru flutningar í fylgd lögreglu kostnaðarsamir,“ segir ennfremur. Frestur til að skila umsögnum um reglugerðina er til 9. maí næstkomandi. Uppfært klukkan 09:42: Dómsmálaráðuneytið sendi í morgun frá sér tilkynningu þar sem segir að fyrir mistök hafi eldri drög að umræddri reglugerð verið birt í samráðsgátt í gær. Þau mistök hafa nú verið leiðrétt og hefur fréttinni verið breytt til samræmis við það. Helsti munurinn liggur í því að þær fjárhæðir sem hælisleitendum standa til boða eru nokkuð lægri en í upphaflegu fréttinni. Hælisleitendur Jón Gunnarsson Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Um er að ræða breytingar á þeirri fjárhagsaðstoð sem hælisleitendur sem hafa fengið synjun hér á landi eiga rétt á en slík fjárhagsaðstoð hefur staðið fólki til boða um árabil. Breytingunum er ætlað að skapa aukinn fjárhagslegan hvata til að útlendingar hlíti endanlegri niðurstöðu stjórnvalda um að yfirgefa landið enda teljist viðkomandi vera á landinu í ólöglegri dvöl, eins og segir í skýringum með reglugerðinni í samráðsgátt. Þá er í nýju reglugerðinni sú klausa, að ef útlendingur ákveður að yfirgefa landið áður en frestur til sjálfviljugrar heimfarar er liðinn, hækkar umræddur styrkur. Þannig getur fullorðinn einstaklingur fengið allt að 3000 evrur, eða um 450 þúsund íslenskar ef hann ákveður að fara frá landinu áður en búið er að úrskurða í máli hans. „Nýrri reglugerð er ætlað að stuðla að aukinni samvinnu milli stjórnvalda og þeirra útlendinga sem ber að yfirgefa landið,“ segir meðal annars í skýringum ráðuneytisins. „Þannig muni flutningum í fylgd lögreglu fækka og þeim fjölga sem kjósa sjálfviljuga heimför. Gert er ráð fyrir að slíkt leiði af sér töluverðan sparnað fyrir ríkissjóð enda eru flutningar í fylgd lögreglu kostnaðarsamir,“ segir ennfremur. Frestur til að skila umsögnum um reglugerðina er til 9. maí næstkomandi. Uppfært klukkan 09:42: Dómsmálaráðuneytið sendi í morgun frá sér tilkynningu þar sem segir að fyrir mistök hafi eldri drög að umræddri reglugerð verið birt í samráðsgátt í gær. Þau mistök hafa nú verið leiðrétt og hefur fréttinni verið breytt til samræmis við það. Helsti munurinn liggur í því að þær fjárhæðir sem hælisleitendum standa til boða eru nokkuð lægri en í upphaflegu fréttinni.
Hælisleitendur Jón Gunnarsson Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent