Barcelona búið að redda sér 226 milljörðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2023 08:02 Leikmenn Barcelona fagna ekki mörkum á Spotify Camp Nou á næsta tímabili því völlurinn fer þá í gegnum enduruppbyggingu. Getty/ Alex Caparros Slæm fjárhagsstaða Barcelona hefur verið mikið í fréttum undanfarna mánuði. Fyrst hafði félagið ekki efni á að semja við Lionel Messi, þá hefur gengið illa að fá keppnisleyfi fyrir leikmenn og skuldastaðan er mjög slæm. Engu að síður hafa forráðamenn Barcelona nú gefið það út að þeir hafi náð að tryggja sér 1,5 milljarða evra frá ýmsum fjárfestum til að fjármagna enduruppbygginu Nývangs sem heitir nú Spotify Camp Nou. Þetta gerir 226 milljarða í íslenskum krónum sem verður nú að teljast vera vel gert hjá félagi sem glímir við þessa miklu fjárhagserfiðleika. Barcelona have secured almost 1.5 billion in financing to press ahead with the redevelopment of Spotify Camp Nou.Barça will be moving to the Olympic Stadium next season and hope to be back at Camp Nou by November 2024 pic.twitter.com/3uV41HvAN7— ESPN FC (@ESPNFC) April 24, 2023 Peningarnir koma frá fjárfestum úr öllum áttum en alls eru tuttugu sem taka þátt í þessum verkefni með Barcelona. Félagið ætlar að endurnýja hinn fornfræga leikvang sinn og búa til stórglæsilegan leikvang sem tekur 99 þúsund manns í sæti. Í leiðinni mun svæðið í kring vera tekið algjörlega í gegn en fyrirmyndin er örugglega nýjustu íþróttaleikvangarnir í Bandaríkjunum. Hverfið mun síðan gefa tækifæri til að efla innkomu félagsins til mikilla muna. Félagið tók það líka sérstaklega fram í tilkynningu sinni að engar eignir félagsins hafi verið notaðar sem trygging og þá var heldur ekki tekið veð í mannvirkinu. Félagið ætlar að greiða fjárfestunum til baka á fimm, sjö, níu, tuttugu og 24 árum og hefur náð samkomulagi um sveigjanlegt uppgjör. Félagið mun byrja að greiða fjárfestunum til baka um leið og framkvæmdunum við leikvanginn lýkur. Barcelona secure 1.5bn in funds to begin Camp Nou remodel - ESPN Australia https://t.co/57N0gcMmon #Sydney #sports #health #mma— (@PressReview99) April 25, 2023 Það kom fram að meðal fjárfestar voru fyrirtæki eins og Goldman Sachs, JP Morgan, JLL, Perez-Llorca, DLA Piper, Key Capital Partners, Legends og IPG 360. Framkvæmdir eru hafnar en Barcelona mun spila heimaleiki sína á Ólympíuleikvanginum á meðan þær eru í gangi eða frá og með næsta tímabili. Sá völlur tekur þó bara fimmtíu þúsund manns og er í Montjuic hverfi borgarinnar. Barcelona vonast til að komast aftur til baka á Nývang fyrir nóvember 2024 en félagið heldur þá upp á 125 ára afmælið. Vinna á svæðinu mun hins vegar vera í gangi til ársins 2026. Spænski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sjá meira
Engu að síður hafa forráðamenn Barcelona nú gefið það út að þeir hafi náð að tryggja sér 1,5 milljarða evra frá ýmsum fjárfestum til að fjármagna enduruppbygginu Nývangs sem heitir nú Spotify Camp Nou. Þetta gerir 226 milljarða í íslenskum krónum sem verður nú að teljast vera vel gert hjá félagi sem glímir við þessa miklu fjárhagserfiðleika. Barcelona have secured almost 1.5 billion in financing to press ahead with the redevelopment of Spotify Camp Nou.Barça will be moving to the Olympic Stadium next season and hope to be back at Camp Nou by November 2024 pic.twitter.com/3uV41HvAN7— ESPN FC (@ESPNFC) April 24, 2023 Peningarnir koma frá fjárfestum úr öllum áttum en alls eru tuttugu sem taka þátt í þessum verkefni með Barcelona. Félagið ætlar að endurnýja hinn fornfræga leikvang sinn og búa til stórglæsilegan leikvang sem tekur 99 þúsund manns í sæti. Í leiðinni mun svæðið í kring vera tekið algjörlega í gegn en fyrirmyndin er örugglega nýjustu íþróttaleikvangarnir í Bandaríkjunum. Hverfið mun síðan gefa tækifæri til að efla innkomu félagsins til mikilla muna. Félagið tók það líka sérstaklega fram í tilkynningu sinni að engar eignir félagsins hafi verið notaðar sem trygging og þá var heldur ekki tekið veð í mannvirkinu. Félagið ætlar að greiða fjárfestunum til baka á fimm, sjö, níu, tuttugu og 24 árum og hefur náð samkomulagi um sveigjanlegt uppgjör. Félagið mun byrja að greiða fjárfestunum til baka um leið og framkvæmdunum við leikvanginn lýkur. Barcelona secure 1.5bn in funds to begin Camp Nou remodel - ESPN Australia https://t.co/57N0gcMmon #Sydney #sports #health #mma— (@PressReview99) April 25, 2023 Það kom fram að meðal fjárfestar voru fyrirtæki eins og Goldman Sachs, JP Morgan, JLL, Perez-Llorca, DLA Piper, Key Capital Partners, Legends og IPG 360. Framkvæmdir eru hafnar en Barcelona mun spila heimaleiki sína á Ólympíuleikvanginum á meðan þær eru í gangi eða frá og með næsta tímabili. Sá völlur tekur þó bara fimmtíu þúsund manns og er í Montjuic hverfi borgarinnar. Barcelona vonast til að komast aftur til baka á Nývang fyrir nóvember 2024 en félagið heldur þá upp á 125 ára afmælið. Vinna á svæðinu mun hins vegar vera í gangi til ársins 2026.
Spænski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sjá meira