Búinn að vera draumur síðan hann sá Snorra Stein og Óla Stef spila með liðinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. apríl 2023 07:01 Arnór Snær Óskarsson var kynntur sem nýr leikmaður Rhein-Neckar Löwen í gær. Vísir/Sigurjón Arnór Snær Óskarsson samdi í gær við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen og mun spila þar á næstu leiktíð. Hann segir draum vera að rætast. „Það er búinn að vera draumur síðan maður var lítill, síðan maður horfði á Snorra [Stein Guðjónsson] og Óla [Ólaf Stefánsson] og alla þessa gæja spila í þessum leikjum,“ sagði Arnór Snær í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Þetta er bara búinn að vera draumur síðan maður var lítill þannig að þetta er algjör snilld.“ Tilkynnt var um skipti Arnórs í gær, en hann gekk hins vegar frá þeim þegar Valur mætti Göppingen ytra í Evrópudeildinni á dögunum. „Það var planað að klára þetta bara eftir leikinn. Þannig að ég spilaði leikinn og keyrði síðan um kvöldið til Mannheim og kláraði þetta daginn eftir.“ Hjá Rhein-Neckar Löwen hittir Arnór fyrir annan Íslending og Valsara, Ými Örn Gíslason. „Við erum búnir að vera í ágætis sambandi. Hann fékk að vita það frá þjálfaranum að þeir væru að skoða Íslendinga og eftir að ég fékk að vita þetta þá heyrði hann í mér og við erum búnir að vera í sambandi um hitt og þetta. Hvernig þetta er og íbúðir og alls konar þannig. Hann er búinn að hjálpa mér mjög mikið.“ Klippa: Arnór Snær Óskarsson gengur í raðir Rhein-Neckar Löwen Þjálfari Arnórs hjá Val, Snorri Steinn Guðjónsson, lék einnig með Rhein-Neckar Löwen á sínum tíma og Arnór segist að sjálfsögðu hafa rætt þetta við hann. „Já, auðvitað. Ég talaði við hann um leið og þeir heyrðu í mér og lét hann auðvitað vita af þessu. Hann sagði mér bara að þetta væri frábær staður, gott lið og flottur klúbbur og kannski ekkert ósvipað og hér.“ „Hann allavega sagði að þetta væri frábær staður og hann naut þess að vera þarna. Og ég auðvitað treysti honum“ „Þetta leggst vel í mig núna. Svo verðum við bara að sjá þegar það gerist þá kemur það í ljós hvort að maður höndli þetta eða ekki. Þetta er bara eins og þegar maður er að fara í leiki. Maður er kannski ekki stressaður fyrr en maður er mættur í höllina og þetta er kannski svipuð tilfinning. Þetta er geggjað gaman núna að vera að fara og flytja og allt það en svo um leið og maður er mættur og klukkan orðin sjö og enginn matur tilbúinn og engin mamma og allt það þá verður það kannski svolítið erfitt,“ sagði Arnór léttur að lokum. Olís-deild karla Þýski handboltinn Valur Tengdar fréttir Bikarmeistarar Löwen kynna Arnór Snæ til leiks Arnór Snær Óskarsson er genginn í raðir þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen frá Val. Þar er fyrir einn fyrrum leikmaður Vals, Ýmir Örn Gíslason. 25. apríl 2023 08:15 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira
„Það er búinn að vera draumur síðan maður var lítill, síðan maður horfði á Snorra [Stein Guðjónsson] og Óla [Ólaf Stefánsson] og alla þessa gæja spila í þessum leikjum,“ sagði Arnór Snær í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Þetta er bara búinn að vera draumur síðan maður var lítill þannig að þetta er algjör snilld.“ Tilkynnt var um skipti Arnórs í gær, en hann gekk hins vegar frá þeim þegar Valur mætti Göppingen ytra í Evrópudeildinni á dögunum. „Það var planað að klára þetta bara eftir leikinn. Þannig að ég spilaði leikinn og keyrði síðan um kvöldið til Mannheim og kláraði þetta daginn eftir.“ Hjá Rhein-Neckar Löwen hittir Arnór fyrir annan Íslending og Valsara, Ými Örn Gíslason. „Við erum búnir að vera í ágætis sambandi. Hann fékk að vita það frá þjálfaranum að þeir væru að skoða Íslendinga og eftir að ég fékk að vita þetta þá heyrði hann í mér og við erum búnir að vera í sambandi um hitt og þetta. Hvernig þetta er og íbúðir og alls konar þannig. Hann er búinn að hjálpa mér mjög mikið.“ Klippa: Arnór Snær Óskarsson gengur í raðir Rhein-Neckar Löwen Þjálfari Arnórs hjá Val, Snorri Steinn Guðjónsson, lék einnig með Rhein-Neckar Löwen á sínum tíma og Arnór segist að sjálfsögðu hafa rætt þetta við hann. „Já, auðvitað. Ég talaði við hann um leið og þeir heyrðu í mér og lét hann auðvitað vita af þessu. Hann sagði mér bara að þetta væri frábær staður, gott lið og flottur klúbbur og kannski ekkert ósvipað og hér.“ „Hann allavega sagði að þetta væri frábær staður og hann naut þess að vera þarna. Og ég auðvitað treysti honum“ „Þetta leggst vel í mig núna. Svo verðum við bara að sjá þegar það gerist þá kemur það í ljós hvort að maður höndli þetta eða ekki. Þetta er bara eins og þegar maður er að fara í leiki. Maður er kannski ekki stressaður fyrr en maður er mættur í höllina og þetta er kannski svipuð tilfinning. Þetta er geggjað gaman núna að vera að fara og flytja og allt það en svo um leið og maður er mættur og klukkan orðin sjö og enginn matur tilbúinn og engin mamma og allt það þá verður það kannski svolítið erfitt,“ sagði Arnór léttur að lokum.
Olís-deild karla Þýski handboltinn Valur Tengdar fréttir Bikarmeistarar Löwen kynna Arnór Snæ til leiks Arnór Snær Óskarsson er genginn í raðir þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen frá Val. Þar er fyrir einn fyrrum leikmaður Vals, Ýmir Örn Gíslason. 25. apríl 2023 08:15 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira
Bikarmeistarar Löwen kynna Arnór Snæ til leiks Arnór Snær Óskarsson er genginn í raðir þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen frá Val. Þar er fyrir einn fyrrum leikmaður Vals, Ýmir Örn Gíslason. 25. apríl 2023 08:15