„Börn eru alltaf börn þótt málin séu grafalvarleg“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. apríl 2023 19:39 Tvö ungmenni eru nú vistuð á lokaðri deild á Stuðlum því þau eru undir lögaldri og því hefur barnavernd stigið inn í. Vísir/Arnar Þrjú ungmenni sæta nú gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu á andláti 27 ára pólsks karlmanns fyrir helgi. Einn þeirra er 19 ára og er í haldi á Hólmsheiði en hinir, tveir ungir karlmenn, eru vistaðir á lokuðu neyðarvistunarúrræði á Stuðlum því þeir eru undir lögaldri en af þeim sökum hefur barnavernd þurft að stíga inn í. Sautján ára stúlku var sleppt úr haldi eftir úrskurð Landsréttar þess efnis í gær. Gæsluvarðhaldsúrskurður héraðsdóms Reykjaness kvað á um að hin handteknu í málinu sættu gæsluvarðhaldi til næsta fimmtudags en einangrun var aflétt á sunnudagskvöld yfir fjórmenningunum. Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, segir að þeim hafi verið nokkur vandi á höndum upphaflega því þau geti ekki tryggt einangrun barna. „Við höfum ekki tök á því að tryggja einangrun, við getum tryggt ákveðinn aðskilnað vegna sakamáls en við getum ekki tryggt einangrun. Við höfum lokaða deild á Stuðlum þar sem börn eru vistuð sem hafa brotið af sér og við reynum að nýta það.“ Börn séu þannig ekki einangruð heldur er starfsmaður með faglega þekkingu ávallt til staðar að sögn Ólafar. „Það er mjög mikilvægt að börn séu ekki höfð í einangrun og við höfum engin tök á því en það er mjög mikilvægt að það sé ekki gert.“ Ekki megi gleyma að um börn sé að ræða. „Þetta er náttúrulega mjög alvarlegt mál þegar börn undir átján ára eru aðilar að svona alvarlegu sakamáli, og það er náttúrulega meðhöndlað sem slíkt, en jafnframt þurfum við að hafa í huga að þetta eru börn undir átján ára.“ Karlmaður á þrítugsaldri lést eftir stunguárás á bílastæði Fjarðarkaupa í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Fá að viðra sig og spila Playstation Ólöf var spurð hvernig fyrirkomulagið væri varðandi þá tvo sem vistaðir eru á lokaðri deild á Stuðlum. „Þau hafa aðgang að setustofu og Playstation. Þau eru ekki í samskiptum, þau eru lokuð inni vissulega, en svo er reynt að fara út með þau og viðra þau og þá einn og einn í einu og tveir starfsmenn með. Það er mjög mikilvægt að þau upplifi ekki þessa miklu innilokun því það getur reynst börnum mjög íþyngjandi.“ Hugnast ekki unglingafangelsi Málið sýni að þörf sé á betra úrræði fyrir börn sem viðriðin eru sakamál. Ólöfu hugnast þó ekki unglingafangelsi líkt og eru í Evrópu og Bandaríkjunum heldur sé meðferðarúrræði heillavænlegast. „Börn eru alltaf börn þótt málin séu grafalvarleg og ég dreg ekkert úr því en það skiptir svo miklu máli að það sé unnið með þau þar sem heilinn er ekki orðinn nægilega þroskaður til að taka rökstuddar ákvarðanir. Stundum eru börn í neyslu samhliða því að þau eru með hvatvísi og ofvirkni eða fjölþættan vanda og þá spilar það afskaplega illa saman. Það er allt að vinna að reyna að ná til þessara einstaklinga sem allra fyrst,“ segir Ólöf sem leggur höfuðáherslu á að grípa inn í snemma þegar börn sýna áhættuhegðun. „Ég bind miklar vonir við farsældarlögin okkar og að þau muni grípa þessi börn áður en svona langt er komið að þau séu aðilar í svona sorgarsögu eins og þarna er. Því þetta er sorgarsaga á allan hátt.“ Börn og uppeldi Barnavernd Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Tengdar fréttir Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38 Stúlkan segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja Sautján ára stúlka, sem sleppt var úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar þess efnis, lýsir atburðarásinni sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri fyrir helgi sem átökum sem hafi aðallega verið á milli tveggja. Doktor í afbrotafræði segir að stjórnvöld verði að ráðast í aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna ekki seinna en strax. 25. apríl 2023 12:02 Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa Sautján ára stúlka sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. 24. apríl 2023 19:20 „Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Gæsluvarðhaldsúrskurður héraðsdóms Reykjaness kvað á um að hin handteknu í málinu sættu gæsluvarðhaldi til næsta fimmtudags en einangrun var aflétt á sunnudagskvöld yfir fjórmenningunum. Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, segir að þeim hafi verið nokkur vandi á höndum upphaflega því þau geti ekki tryggt einangrun barna. „Við höfum ekki tök á því að tryggja einangrun, við getum tryggt ákveðinn aðskilnað vegna sakamáls en við getum ekki tryggt einangrun. Við höfum lokaða deild á Stuðlum þar sem börn eru vistuð sem hafa brotið af sér og við reynum að nýta það.“ Börn séu þannig ekki einangruð heldur er starfsmaður með faglega þekkingu ávallt til staðar að sögn Ólafar. „Það er mjög mikilvægt að börn séu ekki höfð í einangrun og við höfum engin tök á því en það er mjög mikilvægt að það sé ekki gert.“ Ekki megi gleyma að um börn sé að ræða. „Þetta er náttúrulega mjög alvarlegt mál þegar börn undir átján ára eru aðilar að svona alvarlegu sakamáli, og það er náttúrulega meðhöndlað sem slíkt, en jafnframt þurfum við að hafa í huga að þetta eru börn undir átján ára.“ Karlmaður á þrítugsaldri lést eftir stunguárás á bílastæði Fjarðarkaupa í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Fá að viðra sig og spila Playstation Ólöf var spurð hvernig fyrirkomulagið væri varðandi þá tvo sem vistaðir eru á lokaðri deild á Stuðlum. „Þau hafa aðgang að setustofu og Playstation. Þau eru ekki í samskiptum, þau eru lokuð inni vissulega, en svo er reynt að fara út með þau og viðra þau og þá einn og einn í einu og tveir starfsmenn með. Það er mjög mikilvægt að þau upplifi ekki þessa miklu innilokun því það getur reynst börnum mjög íþyngjandi.“ Hugnast ekki unglingafangelsi Málið sýni að þörf sé á betra úrræði fyrir börn sem viðriðin eru sakamál. Ólöfu hugnast þó ekki unglingafangelsi líkt og eru í Evrópu og Bandaríkjunum heldur sé meðferðarúrræði heillavænlegast. „Börn eru alltaf börn þótt málin séu grafalvarleg og ég dreg ekkert úr því en það skiptir svo miklu máli að það sé unnið með þau þar sem heilinn er ekki orðinn nægilega þroskaður til að taka rökstuddar ákvarðanir. Stundum eru börn í neyslu samhliða því að þau eru með hvatvísi og ofvirkni eða fjölþættan vanda og þá spilar það afskaplega illa saman. Það er allt að vinna að reyna að ná til þessara einstaklinga sem allra fyrst,“ segir Ólöf sem leggur höfuðáherslu á að grípa inn í snemma þegar börn sýna áhættuhegðun. „Ég bind miklar vonir við farsældarlögin okkar og að þau muni grípa þessi börn áður en svona langt er komið að þau séu aðilar í svona sorgarsögu eins og þarna er. Því þetta er sorgarsaga á allan hátt.“
Börn og uppeldi Barnavernd Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Tengdar fréttir Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38 Stúlkan segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja Sautján ára stúlka, sem sleppt var úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar þess efnis, lýsir atburðarásinni sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri fyrir helgi sem átökum sem hafi aðallega verið á milli tveggja. Doktor í afbrotafræði segir að stjórnvöld verði að ráðast í aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna ekki seinna en strax. 25. apríl 2023 12:02 Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa Sautján ára stúlka sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. 24. apríl 2023 19:20 „Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38
Stúlkan segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja Sautján ára stúlka, sem sleppt var úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar þess efnis, lýsir atburðarásinni sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri fyrir helgi sem átökum sem hafi aðallega verið á milli tveggja. Doktor í afbrotafræði segir að stjórnvöld verði að ráðast í aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna ekki seinna en strax. 25. apríl 2023 12:02
Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa Sautján ára stúlka sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. 24. apríl 2023 19:20
„Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10