„Það var allt annað að sjá okkur í dag“ Jón Már Ferro skrifar 24. apríl 2023 23:59 Ásgeir skoraði fallegt skallamark í kvöld. vísir/diego Ásgeir Eyþórsson, varnarmaður Fylkis, stangaði boltann í netið þegar hann skoraði þriðja mark sinna manna í 4-2 sigri á FH í 3. umferð Bestu deildarinnar. Ásgeir lenti í samstuði um miðbik seinni hálfleiks og þurfti hann aðhlynningu í kjölfarið. Sjúkraþjálfarateymi Fylkismanna vafði umbúðum um höfuðið á honum og fékk hann leyfi til að skokka aftur inn á völlinn stuttu síðar. „Þetta var skelfilega klaufalegt. Ég hljóp á Elís í miðjum teignum í einhverju horni. Þetta var nett pirrandi en maður spilar bara betur með smá skurð.“ Eftir erfiða byrjun á mótinu voru Fylkismenn staðráðnir í að svara fyrir sig. Ásgeir sagði mikinn kraft hafa einkennt spilamennsku síns liðs í kvöld. „Við vorum kannski ekki sáttir með spilamennskuna í fyrstu tveimur leikjunum. Mér fannst við nær þeim á réttum augnablikum í kvöld. Við byrjuðum leikinn vel en duttum kannski aðeins niður í lok fyrri hálfleiks. Svo var alvöru andi í okkur og í lokin var aldrei spurning um að við værum að fara að sigla þessu heim,“ sagði Ásgeir. Sóknarleikur Fylkis byggðist upp á hröðum og skilvirkum skyndisóknum og oftar en ekki særðu þeir lánlausa FH-inga. Til þess að komast í skyndisóknir voru heimamenn aggressívir og fljótir að setja pressu á boltamanninn. „Við töluðum um það eftir Keflavíkurleikinn að við höfum verið of passívir. Þar ætluðum við að halda fengnum hlut, en það var allt annað að sjá okkur í dag. Við vitum það alveg að við erum með eldfljóta menn fram á við. Við erum alveg sáttir við að fá liðin aðeins hærra á móti okkur og breika fyrir aftan þá. Það gekk bara vel í dag,“ sagði Ásgeir. Fylkir FH Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - FH 4-2 | Nýliðarnir komnir á blað Nýliðar Fylkis eru komnir á blað í Bestu deild karla eftir 4-2 sigur á FH í 3. umferð en þetta var fyrsta tap FH á tímabilinu. 24. apríl 2023 21:15 Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Ásgeir lenti í samstuði um miðbik seinni hálfleiks og þurfti hann aðhlynningu í kjölfarið. Sjúkraþjálfarateymi Fylkismanna vafði umbúðum um höfuðið á honum og fékk hann leyfi til að skokka aftur inn á völlinn stuttu síðar. „Þetta var skelfilega klaufalegt. Ég hljóp á Elís í miðjum teignum í einhverju horni. Þetta var nett pirrandi en maður spilar bara betur með smá skurð.“ Eftir erfiða byrjun á mótinu voru Fylkismenn staðráðnir í að svara fyrir sig. Ásgeir sagði mikinn kraft hafa einkennt spilamennsku síns liðs í kvöld. „Við vorum kannski ekki sáttir með spilamennskuna í fyrstu tveimur leikjunum. Mér fannst við nær þeim á réttum augnablikum í kvöld. Við byrjuðum leikinn vel en duttum kannski aðeins niður í lok fyrri hálfleiks. Svo var alvöru andi í okkur og í lokin var aldrei spurning um að við værum að fara að sigla þessu heim,“ sagði Ásgeir. Sóknarleikur Fylkis byggðist upp á hröðum og skilvirkum skyndisóknum og oftar en ekki særðu þeir lánlausa FH-inga. Til þess að komast í skyndisóknir voru heimamenn aggressívir og fljótir að setja pressu á boltamanninn. „Við töluðum um það eftir Keflavíkurleikinn að við höfum verið of passívir. Þar ætluðum við að halda fengnum hlut, en það var allt annað að sjá okkur í dag. Við vitum það alveg að við erum með eldfljóta menn fram á við. Við erum alveg sáttir við að fá liðin aðeins hærra á móti okkur og breika fyrir aftan þá. Það gekk bara vel í dag,“ sagði Ásgeir.
Fylkir FH Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - FH 4-2 | Nýliðarnir komnir á blað Nýliðar Fylkis eru komnir á blað í Bestu deild karla eftir 4-2 sigur á FH í 3. umferð en þetta var fyrsta tap FH á tímabilinu. 24. apríl 2023 21:15 Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - FH 4-2 | Nýliðarnir komnir á blað Nýliðar Fylkis eru komnir á blað í Bestu deild karla eftir 4-2 sigur á FH í 3. umferð en þetta var fyrsta tap FH á tímabilinu. 24. apríl 2023 21:15