Hefur alvarlegar efasemdir um notkun einveruherbergja Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2023 22:01 Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emerita og klínískur félagsráðgjafi. Vísir/Egill Fyrrverandi prófessor í félagsráðgjöf dregur alvarlega í efa notkun á svokölluðum einveruherbergjum, sem geti reynst börnum afar þungbært veganesti út í lífið. Það sé áhyggjuefni að ráðuneytið virðist ekki vilja banna þau sem meðferðarúrræði. Við greindum frá því í kvöldfréttum okkar í gær að brotið hefði verið gegn níu ára barni , sem var gegn vilja sínum flutt í svokallað einveruherbergi í skóla í Hafnarfirði. Samkvæmt úrskurði mennta- og barnamálaráðuneytisins var atvikið barninu, sem er greint með ADHD, mjög þungbært. Sigrún Júlíusdóttir prófessor emerita og klínískur félagsráðgjafi dregur alvarlega í efa úrræði eins og einveruherbergi, sem feli í sér ofbeldi og niðurlægingu. Þau stríði á móti öllum viðteknum hugmyndum um framkomu í garð fólks, sérstaklega barna. „Þetta getur kannski til lengri tíma haft þau áhrif að barn fær skerta sjálfsvirðingu en umfram allt missir það trú á aðrar manneskjur og getur ekki treyst. Það er þá þar af leiðandi afar illa í stakk búið til að fara út í lífið. Bæði félagslega og ekki síst tilfinningalega,“ segir Sigrún. „Við kunnum að tala við börn“ Eins og Sigrún hefur komið inn á í skrifum sínum er ráðuneytið með í vinnslu leiðbeinandi verklagsreglur um einveruherbergi. Afstaða ráðuneytisins er sú að ekki eigi að banna herbergin alfarið. „Ég hef áhyggjur af því, vegna þess að mér finnst að það að beita einhverri tegund ofbeldis á aldrei rétt á sér. Og allra síst í faglegu samhengi vegna þess að þar eru önnur ráð. Við kunnum að tala við börn. Við kunnum að veita börnum þannig styrk og stuðning að þau þurfi ekki að umturnast.“ Sigrún sat um tíma í vistheimilanefnd og segir að því miður séu mörg dæmi um að ofbeldisaðferðum sé beitt. Vísbendingar séu um þróun til betri vegar. „Umburðarlyndið [gagnvart ofbeldi], sem betur fer, er minna. Við látum ekki líðast, látum ekki viðgangast, að börn séu beitt slíkum aðferðum.“ Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Hafnarfjörður Tengdar fréttir Slegið á fingur Hafnarfjarðarbæjar vegna einveruherbergisins Hafnarfjarðarbær braut lög við meðferð á máli barns, sem var gegn vilja sínum flutt í svokallað einveruherbergi í grunnskóla í bænum. Þetta kemur fram í sérstöku áliti mennta- og barnamálaráðuneytisins í málinu, þar sem ráðuneytið gagnrýnir meðal annars samskipti bæjarstarfsmanna við foreldra barnsins eftir atvikið. 24. apríl 2023 11:54 Stjórnvöld gefast upp á farsæld barna Stjórnvöld hafa gefist upp á farsæld barna. Þau leggja fram einhver frumvörp, setja göfug markmið, senda út fallegar yfirlýsingar til fjölmiðla, halda ráðstefnur og hrósa sjalfum sér daglega. En hvað skilja þau eftir? 24. apríl 2023 11:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Við greindum frá því í kvöldfréttum okkar í gær að brotið hefði verið gegn níu ára barni , sem var gegn vilja sínum flutt í svokallað einveruherbergi í skóla í Hafnarfirði. Samkvæmt úrskurði mennta- og barnamálaráðuneytisins var atvikið barninu, sem er greint með ADHD, mjög þungbært. Sigrún Júlíusdóttir prófessor emerita og klínískur félagsráðgjafi dregur alvarlega í efa úrræði eins og einveruherbergi, sem feli í sér ofbeldi og niðurlægingu. Þau stríði á móti öllum viðteknum hugmyndum um framkomu í garð fólks, sérstaklega barna. „Þetta getur kannski til lengri tíma haft þau áhrif að barn fær skerta sjálfsvirðingu en umfram allt missir það trú á aðrar manneskjur og getur ekki treyst. Það er þá þar af leiðandi afar illa í stakk búið til að fara út í lífið. Bæði félagslega og ekki síst tilfinningalega,“ segir Sigrún. „Við kunnum að tala við börn“ Eins og Sigrún hefur komið inn á í skrifum sínum er ráðuneytið með í vinnslu leiðbeinandi verklagsreglur um einveruherbergi. Afstaða ráðuneytisins er sú að ekki eigi að banna herbergin alfarið. „Ég hef áhyggjur af því, vegna þess að mér finnst að það að beita einhverri tegund ofbeldis á aldrei rétt á sér. Og allra síst í faglegu samhengi vegna þess að þar eru önnur ráð. Við kunnum að tala við börn. Við kunnum að veita börnum þannig styrk og stuðning að þau þurfi ekki að umturnast.“ Sigrún sat um tíma í vistheimilanefnd og segir að því miður séu mörg dæmi um að ofbeldisaðferðum sé beitt. Vísbendingar séu um þróun til betri vegar. „Umburðarlyndið [gagnvart ofbeldi], sem betur fer, er minna. Við látum ekki líðast, látum ekki viðgangast, að börn séu beitt slíkum aðferðum.“
Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Hafnarfjörður Tengdar fréttir Slegið á fingur Hafnarfjarðarbæjar vegna einveruherbergisins Hafnarfjarðarbær braut lög við meðferð á máli barns, sem var gegn vilja sínum flutt í svokallað einveruherbergi í grunnskóla í bænum. Þetta kemur fram í sérstöku áliti mennta- og barnamálaráðuneytisins í málinu, þar sem ráðuneytið gagnrýnir meðal annars samskipti bæjarstarfsmanna við foreldra barnsins eftir atvikið. 24. apríl 2023 11:54 Stjórnvöld gefast upp á farsæld barna Stjórnvöld hafa gefist upp á farsæld barna. Þau leggja fram einhver frumvörp, setja göfug markmið, senda út fallegar yfirlýsingar til fjölmiðla, halda ráðstefnur og hrósa sjalfum sér daglega. En hvað skilja þau eftir? 24. apríl 2023 11:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Slegið á fingur Hafnarfjarðarbæjar vegna einveruherbergisins Hafnarfjarðarbær braut lög við meðferð á máli barns, sem var gegn vilja sínum flutt í svokallað einveruherbergi í grunnskóla í bænum. Þetta kemur fram í sérstöku áliti mennta- og barnamálaráðuneytisins í málinu, þar sem ráðuneytið gagnrýnir meðal annars samskipti bæjarstarfsmanna við foreldra barnsins eftir atvikið. 24. apríl 2023 11:54
Stjórnvöld gefast upp á farsæld barna Stjórnvöld hafa gefist upp á farsæld barna. Þau leggja fram einhver frumvörp, setja göfug markmið, senda út fallegar yfirlýsingar til fjölmiðla, halda ráðstefnur og hrósa sjalfum sér daglega. En hvað skilja þau eftir? 24. apríl 2023 11:00