Segir „hárblásarameðferð“ Fergusons stundum nauðsynlega Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. apríl 2023 11:45 Sir Alex Ferguson var ekki hræddur við að láta leikmenn heyra það og svo virðist sem Erik ten Hag geri slíkt hið sama. Ash Donelon/Manchester United via Getty Images Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segist ekki vera hræddur við að nota hina frægu „hárblásarameðferð“ á leikmenn sína. Sir Alex Ferguson notaði meðferðina í ófá skipti og Ten Hag segir hana stundum nauðsynlega til að koma skilboðum til leikmanna til skila. United mætir Brighton í undanúrslitum FA-bikarsins í dag, en liðið mátti þola niðurlægjandi 3-0 tap gegn Sevilla í Evrópudeildinni síðastliðinn fimmtudag. Liðsmenn United gáfu andstæðingum sínum þá tvö mörk á silfurfati og Hollendigurinn segir að stundum þurfi hann að láta leikmenn heyra það eftir slæma frammistöðu. „Já, í einstökum aðstæðum get ég verið frekar harður við þá,“ sagði Ten Hag aðspurður að því hvort að gripi stundum til „hárblásarameðferðarinnar“ sem svo oft er kennd við Sir Alex Ferguson. Erik ten Hag has admitted he is not afraid of using Sir Alex Ferguson's famous 'hairdryer' treatment with his Man United players ⚽😠— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 22, 2023 „Hún er verkfæri sem maður getur notað, en það þarf að velja réttar tímasetningar til að nota hana. Þú þarft að vita hvenær það er við hæfi. Sem þjálfari geturðu valið um marga samskiptastíla og þessi meðferð er einn þeirra.“ „Á fimmtudaginn sáuð þið örugglega á mér að ég var mjög reiður. Fyrir mér var þetta óásættanleg frammistaða. Það geta allir gert mistök, en þú verður að halda áfram eftir þau. Þegar þú ert komin í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar þarftu að gefa allt í leikinn, en við gerðum það ekki.“ „Það skiptir ekki máli fyrir hvaða félag þú spilar, þetta var óásættanlegt. Sem þjálfari get ég ekki sætt mig við það þegar liðið mitt er ekki að gera sitt besta. Ég myndi aldrei sætta mig við það og ég lét leikmennina vita af því,“ sagði Ten Hag að lokum. Manchester United sækir Brighton heim í undanúrslitum FA-bikarsins klukkan 15:30 í dag og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira
United mætir Brighton í undanúrslitum FA-bikarsins í dag, en liðið mátti þola niðurlægjandi 3-0 tap gegn Sevilla í Evrópudeildinni síðastliðinn fimmtudag. Liðsmenn United gáfu andstæðingum sínum þá tvö mörk á silfurfati og Hollendigurinn segir að stundum þurfi hann að láta leikmenn heyra það eftir slæma frammistöðu. „Já, í einstökum aðstæðum get ég verið frekar harður við þá,“ sagði Ten Hag aðspurður að því hvort að gripi stundum til „hárblásarameðferðarinnar“ sem svo oft er kennd við Sir Alex Ferguson. Erik ten Hag has admitted he is not afraid of using Sir Alex Ferguson's famous 'hairdryer' treatment with his Man United players ⚽😠— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 22, 2023 „Hún er verkfæri sem maður getur notað, en það þarf að velja réttar tímasetningar til að nota hana. Þú þarft að vita hvenær það er við hæfi. Sem þjálfari geturðu valið um marga samskiptastíla og þessi meðferð er einn þeirra.“ „Á fimmtudaginn sáuð þið örugglega á mér að ég var mjög reiður. Fyrir mér var þetta óásættanleg frammistaða. Það geta allir gert mistök, en þú verður að halda áfram eftir þau. Þegar þú ert komin í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar þarftu að gefa allt í leikinn, en við gerðum það ekki.“ „Það skiptir ekki máli fyrir hvaða félag þú spilar, þetta var óásættanlegt. Sem þjálfari get ég ekki sætt mig við það þegar liðið mitt er ekki að gera sitt besta. Ég myndi aldrei sætta mig við það og ég lét leikmennina vita af því,“ sagði Ten Hag að lokum. Manchester United sækir Brighton heim í undanúrslitum FA-bikarsins klukkan 15:30 í dag og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira