Flytja bandaríska erindreka frá Khartoum í skugga átaka Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2023 07:38 Reykur rís yfir Khartoum í Súdan þar sem hörð átök geisa á milli stjórnarhersins sem er hliðhollur yfirmanni hersins og vopnaðrar sveitar sem seilist eftir völdum. AP/Maheen S Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun. Í brýnu sló á milli súdanska stjórnarhersins og vopnaðrar sveitar sem kallar sig RSF. Hunduð hafa fallið og þúsundir særst í stórskotaárásum í höfuðborginni. Douglas Sims, bandarískur undirhershöfðingi, segir að fleiri en hundrað bandaríski hermenn úr sérsveitum sjó- og flughersins hafi flogið frá Djíbútí til Eþíópíu og þaðan til Khartoum á þremur Chinook-herþyrlum. Þar sóttu þeir innan við hundrað erindreka og fjölskyldur þeirra við bandaríska sendiráðið. Hermennirnir hafi verið á staðnum í innan við klukkustund, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. Sendiráðinu í Khartoum hefur nú verið lokað. Biden þakkaði sérstaklega stjórnvöldum í Djíbútí, Eþíópíu og Sádi-Arabíu fyrir aðstoð við aðgerðina auk þess að lofa sendiráðsstarfsfólk Bandaríkjanna og herinn. Fordæmdi hann átökin og hvatti til vopnahlés. Ítrekað hefur verið ráðist á flugvöllinn í Khartoum með sprengju- og byssukúlum og því hefur reynst ómögulega að flytja fólk burt frá landinu þaðan. Um 150 erlendir ríkisborgarar, erindrekar og alþjóðlegir embættismenn voru því fluttir sjóleiðina til Jeddah í Sádi-Arabíu í gær. Flestir þeirra eru frá Persaflóaríkjum en einnig Egyptalandi, Pakistan og Kanada. Reuters-fréttastofan segir að borgarar nokkurra annarra ríkja hafi verið í hópnum sem Bandaríkjaher sóttu í dag. Súdan Bandaríkin Djíbútí Eþíópía Joe Biden Tengdar fréttir Bandaríkjamenn vara stríðandi fylkingar við eftir árás á diplómata Bílalest bandarískra diplómata varð fyrir árás í Súdan í gær en hörð átök geysa nú í landinu á milli stríðandi fylkinga. Enginn mun þó hafa særst í árásinni að sögn Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 18. apríl 2023 07:45 Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Í brýnu sló á milli súdanska stjórnarhersins og vopnaðrar sveitar sem kallar sig RSF. Hunduð hafa fallið og þúsundir særst í stórskotaárásum í höfuðborginni. Douglas Sims, bandarískur undirhershöfðingi, segir að fleiri en hundrað bandaríski hermenn úr sérsveitum sjó- og flughersins hafi flogið frá Djíbútí til Eþíópíu og þaðan til Khartoum á þremur Chinook-herþyrlum. Þar sóttu þeir innan við hundrað erindreka og fjölskyldur þeirra við bandaríska sendiráðið. Hermennirnir hafi verið á staðnum í innan við klukkustund, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. Sendiráðinu í Khartoum hefur nú verið lokað. Biden þakkaði sérstaklega stjórnvöldum í Djíbútí, Eþíópíu og Sádi-Arabíu fyrir aðstoð við aðgerðina auk þess að lofa sendiráðsstarfsfólk Bandaríkjanna og herinn. Fordæmdi hann átökin og hvatti til vopnahlés. Ítrekað hefur verið ráðist á flugvöllinn í Khartoum með sprengju- og byssukúlum og því hefur reynst ómögulega að flytja fólk burt frá landinu þaðan. Um 150 erlendir ríkisborgarar, erindrekar og alþjóðlegir embættismenn voru því fluttir sjóleiðina til Jeddah í Sádi-Arabíu í gær. Flestir þeirra eru frá Persaflóaríkjum en einnig Egyptalandi, Pakistan og Kanada. Reuters-fréttastofan segir að borgarar nokkurra annarra ríkja hafi verið í hópnum sem Bandaríkjaher sóttu í dag.
Súdan Bandaríkin Djíbútí Eþíópía Joe Biden Tengdar fréttir Bandaríkjamenn vara stríðandi fylkingar við eftir árás á diplómata Bílalest bandarískra diplómata varð fyrir árás í Súdan í gær en hörð átök geysa nú í landinu á milli stríðandi fylkinga. Enginn mun þó hafa særst í árásinni að sögn Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 18. apríl 2023 07:45 Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Bandaríkjamenn vara stríðandi fylkingar við eftir árás á diplómata Bílalest bandarískra diplómata varð fyrir árás í Súdan í gær en hörð átök geysa nú í landinu á milli stríðandi fylkinga. Enginn mun þó hafa særst í árásinni að sögn Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 18. apríl 2023 07:45
Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33