„Erfitt að vinna fótboltaleik þegar þú gerir svona mistök“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 21. apríl 2023 07:01 Vont kvöld í Seville. vísir/Getty Erik ten Hag, stjóri Man Utd, segir sitt lið ekki geta kennt neinu öðru en sjálfum sér um hvernig leikurinn gegn Sevilla í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi spilaðist. „Það er augljóst að þegar þú gerir svona mistök er mjög erfitt að vinna fótboltaleik,“ sagði ten Hag eftir leik. Vísar hann þá til markanna sem Man Utd fékk á sig í leiknum en mistök Harry Maguire leiddu til fyrsta marksins og mistök David De Gea í þriðja marki Sevilla. Mistök af þessu tagi sjást sjaldan á þessu getustigi í fótboltanum. Sevilla voru vel studdir af áhangendum sínum og var ten Hag spurður að því hvort andrúmsloftið á vellinum hafi haft mikil áhrif á leikmenn Man Utd. Hann gaf lítið fyrir það. „Við ráðum vel við það svo það útskýrir ekki tapið. Við verðum að gera betur, það er krafa. Við vorum ekki þéttir og ekki nógu rólegir á boltann. Við tókum lélegar ákvarðanir, töpuðum návígjum og það var meiri kraftur, vilji og ástríða hjá þeim. Það gerir okkur erfitt fyrir og það er vandamál sem við þurfum að taka á.“ Man Utd lék án lykilmanna á borð við Raphael Varane, Lisandro Martinez og Bruno Fernandes og virtist liðið höndla það afar illa. Stjórinn segir ekkert þýða að hugsa um fjarveru þeirra. „Þetta snýst ekki um þá. Þetta snýst um leikmennina sem voru inn á vellinum, þeir verða að standa sig. Ég trúi á þá og treysti þeim og þeir verða svo að sýna það inn á vellinum en í dag var þetta ekki nógu gott,“ segir ten Hag og setti stórt spurningamerki við hugarfar leikmanna liðsins. „Við mættum ekki tilbúnir í leikinn og það er ekki boðlegt. Þegar þú spilar fyrir Manchester United áttu alltaf að vera tilbúinn, fyrir hvern einasta leik og sérstaklega þegar þú spilar stórleik, leik í 8-liða úrslitum í Evrópu. Við getum bara kennt okkur sjálfum um,“ sagði ten Hag. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Man Utd úr leik eftir martraðar frammistöðu á Spáni Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni eftir stórtap gegn Sevilla á Spáni í kvöld. 20. apríl 2023 21:00 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Sjá meira
„Það er augljóst að þegar þú gerir svona mistök er mjög erfitt að vinna fótboltaleik,“ sagði ten Hag eftir leik. Vísar hann þá til markanna sem Man Utd fékk á sig í leiknum en mistök Harry Maguire leiddu til fyrsta marksins og mistök David De Gea í þriðja marki Sevilla. Mistök af þessu tagi sjást sjaldan á þessu getustigi í fótboltanum. Sevilla voru vel studdir af áhangendum sínum og var ten Hag spurður að því hvort andrúmsloftið á vellinum hafi haft mikil áhrif á leikmenn Man Utd. Hann gaf lítið fyrir það. „Við ráðum vel við það svo það útskýrir ekki tapið. Við verðum að gera betur, það er krafa. Við vorum ekki þéttir og ekki nógu rólegir á boltann. Við tókum lélegar ákvarðanir, töpuðum návígjum og það var meiri kraftur, vilji og ástríða hjá þeim. Það gerir okkur erfitt fyrir og það er vandamál sem við þurfum að taka á.“ Man Utd lék án lykilmanna á borð við Raphael Varane, Lisandro Martinez og Bruno Fernandes og virtist liðið höndla það afar illa. Stjórinn segir ekkert þýða að hugsa um fjarveru þeirra. „Þetta snýst ekki um þá. Þetta snýst um leikmennina sem voru inn á vellinum, þeir verða að standa sig. Ég trúi á þá og treysti þeim og þeir verða svo að sýna það inn á vellinum en í dag var þetta ekki nógu gott,“ segir ten Hag og setti stórt spurningamerki við hugarfar leikmanna liðsins. „Við mættum ekki tilbúnir í leikinn og það er ekki boðlegt. Þegar þú spilar fyrir Manchester United áttu alltaf að vera tilbúinn, fyrir hvern einasta leik og sérstaklega þegar þú spilar stórleik, leik í 8-liða úrslitum í Evrópu. Við getum bara kennt okkur sjálfum um,“ sagði ten Hag.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Man Utd úr leik eftir martraðar frammistöðu á Spáni Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni eftir stórtap gegn Sevilla á Spáni í kvöld. 20. apríl 2023 21:00 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Sjá meira
Man Utd úr leik eftir martraðar frammistöðu á Spáni Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni eftir stórtap gegn Sevilla á Spáni í kvöld. 20. apríl 2023 21:00