Hættan ekki ný af nálinni en almenning þyrstir í upplýsingar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. apríl 2023 21:02 Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, telur að stjórnvöld hafi lengi vitað af málinu. Utanríkisráðherra segir Ísland ekki í meiri hættu en ella vegna njósna rússneskra skipa, þó fregnir af slíku séu ógnvænlegar. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum telur lítið hafa breyst annað en að almenningur hafi meiri upplýsingar en áður um mál af þessum toga, sem stjórnvöld þurfi að bregðast við. Ríkisfjölmiðlar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands birtu á dögunum fyrsta þátt sinn í heimildaþáttaröð um njósnir Rússa en greint var frá því að Rússar starfræki dulbúinn flota af njósnafleyjum í Norðursjó. Þar hafi þau kortlagt sæstrengi meðal annars og skoðað að vinna skemmdarverk ef til átaka kæmi við Vesturlönd. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir þetta ógnvænlegar fréttir, þó þær komi ekki sérstaklega á óvart. „Við lifum á óvissutímum og þetta eru ekki góðar fréttir. En ég vil ítreka að það er ekki þannig að við séum í meiri hættu en Norðurlöndin en við erum heldur ekki ónæm fyrir því sem er að gerast. Þess vegna viljum við líka vinna þéttar með okkar samstarfsríkjum, sérstaklega Bandaríkjunum, á grundvelli okkar tvíhliða varnarsamnings,“ segir Þórdís. Taka málin af meiri alvöru en áður Ætla má að yfirvöld hafi vitað af málinu í nokkurn tíma en Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir það ekki að ástæðulausu að eftirlit hafi verið aukið sem og framlag til öryggis- og varnarmála. Umfjöllunin breyti litlu í því samhengi. „Það sem er kannski nýtt í þessu er að það verður almennari vitneskja með þessum hætti, þetta eru upplýsingar sem að gjarnan eru hjá öryggis- og leyniþjónustum viðkomandi ríkja og þá bundin trúnaði og það er þá ekki verið að bera þær upplýsingar á torg,“ segir Friðrik. Komið hefur fram að Rússar hafi meðal annars kortlagt íslenska sæstrengi, en árásir á þá myndu hafa gríðarleg áhrif á íslenskt samfélag og í raun taka landið úr sambandi. Mögulega þurfi að efla varaleiðir þannig lágmarksupplýsingar komist til skila. Almennt séð sé hættan þó ekki ný af nálinni. „Þetta hefur alltaf verið nær okkur en við höfum kannski viljað horfast í augu við. Umræða hér áður um öryggis- og varnarmál, ég hef leyft mér stundum að gagnrýna að hún hafi stundum verið á fliss-stiginu, hún hafi ekki verið tekin nógu hátíðlega og nógu alvarlega en það hefur breyst og það er til hins betra. Við eigum að taka þessi mál alvarlega,“ segir Friðrik. Stjórnvöld skoði það eflaust í framhaldinu hvernig upplýsingagjöf er háttað, þó það sé vandmeðfarið með tilliti til trúnaðarskyldu. „Það þarf að meta það í hvert skipti hvað er hægt að segja og hvernig er hægt að segja það. En fyrir almenning sem núna kannski í þessu umhverfi þyrstir í meiri upplýsingar, þá getur verið að það sé ekki fullnægjandi að segja; Við vitum af þessu, við erum að bregðast við, við erum að gera eitthvað. Hafið þið ekki áhyggjur,“ segir Friðrik. Öryggis- og varnarmál Rússland Hernaður Sæstrengir Tengdar fréttir Segja Rússa undirbúa skemmdarverk í Norðursjó Samkvæmt rannsókn ríkismiðlanna DR í Danmörku, NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð og Yle í Finnlandi áforma Rússar að vinna skemmdarverk á sæstrengjum og vindorkubúum í Norðursjó ef til átaka kemur við Vesturlönd. 19. apríl 2023 08:33 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Sjá meira
Ríkisfjölmiðlar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands birtu á dögunum fyrsta þátt sinn í heimildaþáttaröð um njósnir Rússa en greint var frá því að Rússar starfræki dulbúinn flota af njósnafleyjum í Norðursjó. Þar hafi þau kortlagt sæstrengi meðal annars og skoðað að vinna skemmdarverk ef til átaka kæmi við Vesturlönd. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir þetta ógnvænlegar fréttir, þó þær komi ekki sérstaklega á óvart. „Við lifum á óvissutímum og þetta eru ekki góðar fréttir. En ég vil ítreka að það er ekki þannig að við séum í meiri hættu en Norðurlöndin en við erum heldur ekki ónæm fyrir því sem er að gerast. Þess vegna viljum við líka vinna þéttar með okkar samstarfsríkjum, sérstaklega Bandaríkjunum, á grundvelli okkar tvíhliða varnarsamnings,“ segir Þórdís. Taka málin af meiri alvöru en áður Ætla má að yfirvöld hafi vitað af málinu í nokkurn tíma en Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir það ekki að ástæðulausu að eftirlit hafi verið aukið sem og framlag til öryggis- og varnarmála. Umfjöllunin breyti litlu í því samhengi. „Það sem er kannski nýtt í þessu er að það verður almennari vitneskja með þessum hætti, þetta eru upplýsingar sem að gjarnan eru hjá öryggis- og leyniþjónustum viðkomandi ríkja og þá bundin trúnaði og það er þá ekki verið að bera þær upplýsingar á torg,“ segir Friðrik. Komið hefur fram að Rússar hafi meðal annars kortlagt íslenska sæstrengi, en árásir á þá myndu hafa gríðarleg áhrif á íslenskt samfélag og í raun taka landið úr sambandi. Mögulega þurfi að efla varaleiðir þannig lágmarksupplýsingar komist til skila. Almennt séð sé hættan þó ekki ný af nálinni. „Þetta hefur alltaf verið nær okkur en við höfum kannski viljað horfast í augu við. Umræða hér áður um öryggis- og varnarmál, ég hef leyft mér stundum að gagnrýna að hún hafi stundum verið á fliss-stiginu, hún hafi ekki verið tekin nógu hátíðlega og nógu alvarlega en það hefur breyst og það er til hins betra. Við eigum að taka þessi mál alvarlega,“ segir Friðrik. Stjórnvöld skoði það eflaust í framhaldinu hvernig upplýsingagjöf er háttað, þó það sé vandmeðfarið með tilliti til trúnaðarskyldu. „Það þarf að meta það í hvert skipti hvað er hægt að segja og hvernig er hægt að segja það. En fyrir almenning sem núna kannski í þessu umhverfi þyrstir í meiri upplýsingar, þá getur verið að það sé ekki fullnægjandi að segja; Við vitum af þessu, við erum að bregðast við, við erum að gera eitthvað. Hafið þið ekki áhyggjur,“ segir Friðrik.
Öryggis- og varnarmál Rússland Hernaður Sæstrengir Tengdar fréttir Segja Rússa undirbúa skemmdarverk í Norðursjó Samkvæmt rannsókn ríkismiðlanna DR í Danmörku, NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð og Yle í Finnlandi áforma Rússar að vinna skemmdarverk á sæstrengjum og vindorkubúum í Norðursjó ef til átaka kemur við Vesturlönd. 19. apríl 2023 08:33 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Sjá meira
Segja Rússa undirbúa skemmdarverk í Norðursjó Samkvæmt rannsókn ríkismiðlanna DR í Danmörku, NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð og Yle í Finnlandi áforma Rússar að vinna skemmdarverk á sæstrengjum og vindorkubúum í Norðursjó ef til átaka kemur við Vesturlönd. 19. apríl 2023 08:33