„Það bjóst enginn við þessu nema kannski við sjálfar“ Hinrik Wöhler skrifar 20. apríl 2023 17:28 Sigurreif. Vísir/Hulda Margrét Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var að ná sér á jörðina aftur eftir spennuþrungin framlengdan leik á Ásvöllum í dag þegar Vísir náði tali af henni. Haukar sigruðu Framkonur í annað sinn í þessari viku og tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit úrslitakeppninnar í Olís-deild kvenna. „Ég er náttúrulega bara orðlaus og stolt af mínu liði. Raggi [Ragnar Hermannsson] á náttúrulega fullt í þessu. Hann sá um leiðinlegu hlutina í vetur, að koma þeim í form og ákveður svo að stíga út og setja þetta í hendurnar á mér. Ég fæ frábæran mann með mér, Dóra [Halldór Ingólfsson], þannig Raggi á mikið í þessu. Ég er alveg orðlaus og búin á því,“ sagði Díana eftir leikinn á Ásvöllum í dag. Það voru ekki margir sem bjuggust við 2-0 sigri Hauka í einvíginu en þær höfðu tapað öllum þremur leikjunum í deildinni á móti Fram en Díana hafði trú á liðinu fyrir úrslitakeppnina. „Það er búið að æfa vel í vetur, við fórum í undanúrslit í bikar og það gekk ekki nógu vel. Ég er með ungt og efnilegt lið sem er hungrað og margar búnar að vera hérna lengi. Það var talað um að það væri gaman að gera eitthvað óvænt í úrslitakeppninni.“ Framkonur fóru þó mun betur af stað í leiknum og leiddu bróðurpart fyrri hálfleiks áður en Haukakonur komust inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks. „Mér finnst við alltof soft varnarlega og vorum að fá ódýr mörk á okkur í byrjun. Það er ósköp eðlilegt þegar þú ert með svona lið að endurstilla spennustigið og ná betri þéttleika. Við töldum okkur þurfa það strax og sem betur fer heppnaðist það,“ sagði Díana þegar hún var spurð um leikhléið sem hún tók eftir sjö mínútna leik. Ljóst er að þær mæta deildarmeisturum ÍBV í undanúrslitum og er fyrsti leikurinn í Vestmannaeyjum. „Ég elska Vestmannaeyjar, þetta leggst rosalega vel í mig. Þær eru náttúrulega liðið og þetta verður verðugt verkefni. Okkur hlakkar bara til, svona er boltinn. Því lengra sem ég fer með þetta unga lið, því meiri reynslu fær það. Við erum að byggja um flott lið hjá Haukum á Ásvöllum.“ „Það er allt hægt, þú veist ekkert hvað gerist. Það bjóst enginn við þessu nema kannski við sjálfar,“ sagði Díana að lokum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar – Fram 31-30 | Íslandsmeisturunum sópað úr leik Haukar eru komnar í undanúrslit í Olís deildinni í handbolta eftir frækinn sigur á Íslandsmeisturum Fram að Ásvöllum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 20. apríl 2023 17:00 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Haukar sigruðu Framkonur í annað sinn í þessari viku og tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit úrslitakeppninnar í Olís-deild kvenna. „Ég er náttúrulega bara orðlaus og stolt af mínu liði. Raggi [Ragnar Hermannsson] á náttúrulega fullt í þessu. Hann sá um leiðinlegu hlutina í vetur, að koma þeim í form og ákveður svo að stíga út og setja þetta í hendurnar á mér. Ég fæ frábæran mann með mér, Dóra [Halldór Ingólfsson], þannig Raggi á mikið í þessu. Ég er alveg orðlaus og búin á því,“ sagði Díana eftir leikinn á Ásvöllum í dag. Það voru ekki margir sem bjuggust við 2-0 sigri Hauka í einvíginu en þær höfðu tapað öllum þremur leikjunum í deildinni á móti Fram en Díana hafði trú á liðinu fyrir úrslitakeppnina. „Það er búið að æfa vel í vetur, við fórum í undanúrslit í bikar og það gekk ekki nógu vel. Ég er með ungt og efnilegt lið sem er hungrað og margar búnar að vera hérna lengi. Það var talað um að það væri gaman að gera eitthvað óvænt í úrslitakeppninni.“ Framkonur fóru þó mun betur af stað í leiknum og leiddu bróðurpart fyrri hálfleiks áður en Haukakonur komust inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks. „Mér finnst við alltof soft varnarlega og vorum að fá ódýr mörk á okkur í byrjun. Það er ósköp eðlilegt þegar þú ert með svona lið að endurstilla spennustigið og ná betri þéttleika. Við töldum okkur þurfa það strax og sem betur fer heppnaðist það,“ sagði Díana þegar hún var spurð um leikhléið sem hún tók eftir sjö mínútna leik. Ljóst er að þær mæta deildarmeisturum ÍBV í undanúrslitum og er fyrsti leikurinn í Vestmannaeyjum. „Ég elska Vestmannaeyjar, þetta leggst rosalega vel í mig. Þær eru náttúrulega liðið og þetta verður verðugt verkefni. Okkur hlakkar bara til, svona er boltinn. Því lengra sem ég fer með þetta unga lið, því meiri reynslu fær það. Við erum að byggja um flott lið hjá Haukum á Ásvöllum.“ „Það er allt hægt, þú veist ekkert hvað gerist. Það bjóst enginn við þessu nema kannski við sjálfar,“ sagði Díana að lokum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar – Fram 31-30 | Íslandsmeisturunum sópað úr leik Haukar eru komnar í undanúrslit í Olís deildinni í handbolta eftir frækinn sigur á Íslandsmeisturum Fram að Ásvöllum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 20. apríl 2023 17:00 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Leik lokið: Haukar – Fram 31-30 | Íslandsmeisturunum sópað úr leik Haukar eru komnar í undanúrslit í Olís deildinni í handbolta eftir frækinn sigur á Íslandsmeisturum Fram að Ásvöllum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 20. apríl 2023 17:00