„Það bjóst enginn við þessu nema kannski við sjálfar“ Hinrik Wöhler skrifar 20. apríl 2023 17:28 Sigurreif. Vísir/Hulda Margrét Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var að ná sér á jörðina aftur eftir spennuþrungin framlengdan leik á Ásvöllum í dag þegar Vísir náði tali af henni. Haukar sigruðu Framkonur í annað sinn í þessari viku og tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit úrslitakeppninnar í Olís-deild kvenna. „Ég er náttúrulega bara orðlaus og stolt af mínu liði. Raggi [Ragnar Hermannsson] á náttúrulega fullt í þessu. Hann sá um leiðinlegu hlutina í vetur, að koma þeim í form og ákveður svo að stíga út og setja þetta í hendurnar á mér. Ég fæ frábæran mann með mér, Dóra [Halldór Ingólfsson], þannig Raggi á mikið í þessu. Ég er alveg orðlaus og búin á því,“ sagði Díana eftir leikinn á Ásvöllum í dag. Það voru ekki margir sem bjuggust við 2-0 sigri Hauka í einvíginu en þær höfðu tapað öllum þremur leikjunum í deildinni á móti Fram en Díana hafði trú á liðinu fyrir úrslitakeppnina. „Það er búið að æfa vel í vetur, við fórum í undanúrslit í bikar og það gekk ekki nógu vel. Ég er með ungt og efnilegt lið sem er hungrað og margar búnar að vera hérna lengi. Það var talað um að það væri gaman að gera eitthvað óvænt í úrslitakeppninni.“ Framkonur fóru þó mun betur af stað í leiknum og leiddu bróðurpart fyrri hálfleiks áður en Haukakonur komust inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks. „Mér finnst við alltof soft varnarlega og vorum að fá ódýr mörk á okkur í byrjun. Það er ósköp eðlilegt þegar þú ert með svona lið að endurstilla spennustigið og ná betri þéttleika. Við töldum okkur þurfa það strax og sem betur fer heppnaðist það,“ sagði Díana þegar hún var spurð um leikhléið sem hún tók eftir sjö mínútna leik. Ljóst er að þær mæta deildarmeisturum ÍBV í undanúrslitum og er fyrsti leikurinn í Vestmannaeyjum. „Ég elska Vestmannaeyjar, þetta leggst rosalega vel í mig. Þær eru náttúrulega liðið og þetta verður verðugt verkefni. Okkur hlakkar bara til, svona er boltinn. Því lengra sem ég fer með þetta unga lið, því meiri reynslu fær það. Við erum að byggja um flott lið hjá Haukum á Ásvöllum.“ „Það er allt hægt, þú veist ekkert hvað gerist. Það bjóst enginn við þessu nema kannski við sjálfar,“ sagði Díana að lokum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar – Fram 31-30 | Íslandsmeisturunum sópað úr leik Haukar eru komnar í undanúrslit í Olís deildinni í handbolta eftir frækinn sigur á Íslandsmeisturum Fram að Ásvöllum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 20. apríl 2023 17:00 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Haukar sigruðu Framkonur í annað sinn í þessari viku og tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit úrslitakeppninnar í Olís-deild kvenna. „Ég er náttúrulega bara orðlaus og stolt af mínu liði. Raggi [Ragnar Hermannsson] á náttúrulega fullt í þessu. Hann sá um leiðinlegu hlutina í vetur, að koma þeim í form og ákveður svo að stíga út og setja þetta í hendurnar á mér. Ég fæ frábæran mann með mér, Dóra [Halldór Ingólfsson], þannig Raggi á mikið í þessu. Ég er alveg orðlaus og búin á því,“ sagði Díana eftir leikinn á Ásvöllum í dag. Það voru ekki margir sem bjuggust við 2-0 sigri Hauka í einvíginu en þær höfðu tapað öllum þremur leikjunum í deildinni á móti Fram en Díana hafði trú á liðinu fyrir úrslitakeppnina. „Það er búið að æfa vel í vetur, við fórum í undanúrslit í bikar og það gekk ekki nógu vel. Ég er með ungt og efnilegt lið sem er hungrað og margar búnar að vera hérna lengi. Það var talað um að það væri gaman að gera eitthvað óvænt í úrslitakeppninni.“ Framkonur fóru þó mun betur af stað í leiknum og leiddu bróðurpart fyrri hálfleiks áður en Haukakonur komust inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks. „Mér finnst við alltof soft varnarlega og vorum að fá ódýr mörk á okkur í byrjun. Það er ósköp eðlilegt þegar þú ert með svona lið að endurstilla spennustigið og ná betri þéttleika. Við töldum okkur þurfa það strax og sem betur fer heppnaðist það,“ sagði Díana þegar hún var spurð um leikhléið sem hún tók eftir sjö mínútna leik. Ljóst er að þær mæta deildarmeisturum ÍBV í undanúrslitum og er fyrsti leikurinn í Vestmannaeyjum. „Ég elska Vestmannaeyjar, þetta leggst rosalega vel í mig. Þær eru náttúrulega liðið og þetta verður verðugt verkefni. Okkur hlakkar bara til, svona er boltinn. Því lengra sem ég fer með þetta unga lið, því meiri reynslu fær það. Við erum að byggja um flott lið hjá Haukum á Ásvöllum.“ „Það er allt hægt, þú veist ekkert hvað gerist. Það bjóst enginn við þessu nema kannski við sjálfar,“ sagði Díana að lokum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar – Fram 31-30 | Íslandsmeisturunum sópað úr leik Haukar eru komnar í undanúrslit í Olís deildinni í handbolta eftir frækinn sigur á Íslandsmeisturum Fram að Ásvöllum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 20. apríl 2023 17:00 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Leik lokið: Haukar – Fram 31-30 | Íslandsmeisturunum sópað úr leik Haukar eru komnar í undanúrslit í Olís deildinni í handbolta eftir frækinn sigur á Íslandsmeisturum Fram að Ásvöllum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 20. apríl 2023 17:00