Í nótt og fyrramálið snýst í norðan kalda eða stinningskalda og það snögg kólnar á norðanverðu landinu. Þar má búast við dálítilli snjókomu eða slyddu fyrri part dags á morgun með hita nálægt frostmarki, en eftir hádegi ætti þó að verða úrkomulítið. Á suður hluta landsins verður yfirleitt þurrt og talsvert hlýrra, hiti 5 til 13 stig yfir daginn, en annað kvöld kólnar þar með stöku skúrum.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Snýst í norðan og norðaustan 5-13 m/s. Dálítil snjókoma á norðanverðu landinu og hiti nálægt frostmarki, en stöku él þar eftir hádegi. Yfirleitt þurrt sunnanlands og hiti 5 til 13 stig yfir daginn, en líkur á dálítilli vætu um kvöldið.
Á laugardag:
Norðaustan og austan 3-10 og skýjað með köflum, en stöku skúrir suðvestantil. Bjartviðri um landið norðvestanvert. Hiti 1 til 7 stig yfir daginn, en í kringum frostmark norðaustanlands.
Á sunnudag:
Hæg breytileg átt og víða bjartviðri, en skúrir eða slydduél á Suðvestur- og Vesturlandi. Hiti breytist lítið.
Á mánudag:
Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og dálitlar skúrir eða slydduél, en yfirleitt þurrt norðan- og austantil. Hiti áfram svipaður.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Norðaustlæg átt og líkur á skúrum eða éljum víða um land. Heldur kólnandi.