Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Telma Lucinda Tómasson fréttaþulur fréttamaður
Telma Lucinda Tómasson fréttaþulur fréttamaður

Urðun riðusmitaðra kinda er alger neyðarrástöfum og engar aðrar lausnir eru í sjónmáli, að sögn forstjóra Umhverfisstofnunar. Kerfið sem eigi að halda utan um förgun úrgangs sé alltof veikt, það hafi undanfarnir dagar sýnt. Urðun riðufjár í Miðfirði hefur orðið að miklu hitamáli meðal sveitunga.

Fjallað hefur verið um málið á öllum okkar miðlum, en mikil sorg ríkir í samfélaginu í Miðfirði vegna þess. 

Í beina útsendingu mætir síðan Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, og ræðir við okkur um íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu sem snarhækkaði óvænt í mars. Þetta kom flestum á óvart, en Bergþóra spáir í stöðuna. 

Fréttastofan var á staðnum þegar nafn á húsi íslenskunnar var opinberað nú síðdegis. Við förum yfir málið. 

Svo segjum við frá nýju húsnæði Landspítala undir geðþjónustu en þrettán og hálfur milljarður er eyrnamerktur verkefninu og heimsækum Karlakór Rangæinga.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×