Karlakór Rangæinga fagnar 30 ára afmæli með fallegum söng Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. apríl 2023 19:31 Kórinn er skipaður flottum körlum á öllum aldri úr Rangárvallasýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson Karlakór Rangæinga fagnar nú þrjátíu ára starfsafmæli og blæs af því tilefni til afmælis- og vortónleika á nokkrum stöðum. Kórinn er skipaður um fjörutíu körlum, aðallega bændum úr sýslunni. Ein kona er þó í karlakórnum, þó hún syngi ekki en hún sér um undirleikinn og heitir Glódís Margrét Guðmundsdóttir. Þá spilar Grétar Geirsson á harmonikku með kórnum. Um 40 karlar syngja með kórnum, góður og þéttur hópur, sem mætir vel á æfingar og tónleika eins og vera ber. „Nú erum við að halda upp á 30 ára afmæli. Við gátum ekki haldið upp á það 2020 almennilega, nú er komið að því. Við gerum það með fernum veglegum tónleikum, afmælistónleikum. Lagavalið er sérlega gott og glæsilegt og við reynum bara að gera okkar allra besta,“ segir Hermann Árnason, formaður kórsins. Glódís Margrét Guðmundsdóttir er undirleikari kórsins og Grétar Geirsson spilar á harmonikku með kórnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig gengur Guðjón Halldóri Óskarssyni, stjórnandi kórsins að stjórna öllum þessum körlum? „Það er bara mjög skemmtilegt, þeir láta oftast ágætlega að stjórn,“ segir Guðjón hlægjandi. Guðjón sem hefur stjórnað kórnum í að verða 27 ár ætlar að láta þetta gott heita og hættir með kórinn í vor. „Já, ég ákvað núna að segja þetta gott og aðeins að minnka við mig. Kórinn er líka í góðum málum núna, það fjölgar í honum því ungir strákar eru að koma, þannig að framtíðin er björt,“ segir Guðjón. Afmælis- og vortónleikar Karlakórs Rangæinga 2023 verða haldnir á eftirfarandi stöðum: Í Selfosskirkju. þriðjudaginn 18. apríl klukkan 20.00 Í Fella- og Hólakirkju, miðvikudaginn 19. apríl klukkan 20.00 Í Félagsheimilinu Hvolnum, Hvolsvelli, föstudaginn 21. apríl klukkan 20.00 Í Félagsheimilinu Leikskálum Vík í Mýrdal laugardaginn 22. apríl klukkan 17.00 Miðaverð er 4.000 krónur Hermann Árnason, formaður kórsins (t.h.) og Guðjón Halldór Óskarsson, stjórnandi kórsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Rangárþing eystra Ásahreppur Kórar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Ein kona er þó í karlakórnum, þó hún syngi ekki en hún sér um undirleikinn og heitir Glódís Margrét Guðmundsdóttir. Þá spilar Grétar Geirsson á harmonikku með kórnum. Um 40 karlar syngja með kórnum, góður og þéttur hópur, sem mætir vel á æfingar og tónleika eins og vera ber. „Nú erum við að halda upp á 30 ára afmæli. Við gátum ekki haldið upp á það 2020 almennilega, nú er komið að því. Við gerum það með fernum veglegum tónleikum, afmælistónleikum. Lagavalið er sérlega gott og glæsilegt og við reynum bara að gera okkar allra besta,“ segir Hermann Árnason, formaður kórsins. Glódís Margrét Guðmundsdóttir er undirleikari kórsins og Grétar Geirsson spilar á harmonikku með kórnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig gengur Guðjón Halldóri Óskarssyni, stjórnandi kórsins að stjórna öllum þessum körlum? „Það er bara mjög skemmtilegt, þeir láta oftast ágætlega að stjórn,“ segir Guðjón hlægjandi. Guðjón sem hefur stjórnað kórnum í að verða 27 ár ætlar að láta þetta gott heita og hættir með kórinn í vor. „Já, ég ákvað núna að segja þetta gott og aðeins að minnka við mig. Kórinn er líka í góðum málum núna, það fjölgar í honum því ungir strákar eru að koma, þannig að framtíðin er björt,“ segir Guðjón. Afmælis- og vortónleikar Karlakórs Rangæinga 2023 verða haldnir á eftirfarandi stöðum: Í Selfosskirkju. þriðjudaginn 18. apríl klukkan 20.00 Í Fella- og Hólakirkju, miðvikudaginn 19. apríl klukkan 20.00 Í Félagsheimilinu Hvolnum, Hvolsvelli, föstudaginn 21. apríl klukkan 20.00 Í Félagsheimilinu Leikskálum Vík í Mýrdal laugardaginn 22. apríl klukkan 17.00 Miðaverð er 4.000 krónur Hermann Árnason, formaður kórsins (t.h.) og Guðjón Halldór Óskarsson, stjórnandi kórsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Rangárþing eystra Ásahreppur Kórar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira