„Ég myndi horfa á það hvað er að gerast á bak við skjáinn“ Snorri Másson skrifar 25. apríl 2023 08:46 Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, telur það ekki aðalatriði fyrir foreldra að fylgjast með klukkustundum í skjátíma hjá börnum í snjallsímum á degi hverjum, heldur mun frekar hvað börnin eru að gera í símunum. Sjá má viðtal við Hilmar í innslaginu hér að ofan þar sem hann ræðir þetta atriði og nýja stóra erlenda fjárfestingu í verkefni á vegum fyrirtækisins. Sú umræða er bæði gömul og ný, hvort stafræn tækni og snjallsímar séu að ná óeðlilegum heljartökum á ungdómi landsins. Tryggvi Hjaltason, sérfræðingur hjá CCP, skrifaði á dögunum færslu á Facebook sem vakti nokkra athygli, en þar gagnrýndi hann harðlega hvernig Íslendingar hafa haldið á málum þegar kemur að því að hleypa snjallsímum svo greiðlega inn í líf barnanna. Hilmar Veigar Pétursson hefur verið forstjóri CCP í nær tvo áratugi.mynd/halldóra ólafs Spurður út í snjalltækjaþróunina hjá ungu fólki segir Hilmar Veigar forstjóri að það skipti máli að gera skýran greinarmun á því þegar krakkarnir eru að leika sér í tölvuleikjum og því þegar þeir liggja á samfélagsmiðlum sem mata þá af efni. Minecraft, sem dæmi, geti verið heilnæm upplifun fyrir börn þar sem unnið er í sameiningu að tilteknu markmiði, en samfélagsmiðlar hafi snúist upp í andhverfu sína. „Leikur í grunninn til er aðferð til að læra. Það er bara aðferð eiginlega allra spendýra til að læra. Þannig að ef krakkarnir eru að leika sér í tölvunni eða símanum, sérstaklega með öðrum, þá myndi ég horfa öðruvísi á það en ef þau eru bara að taka við einhvers konar mötun,“ segir Hilmar. „Þar má horfa á þessa samfélagsmiðla, sem eru að einhverju leyti orðnir andsamfélagsmiðlar. Þetta voru aðferð til að eiga samskipti við fólk, en eru núna orðin aðferð til að neyta efnis. Þar ert þú ekki að taka neinar ákvarðanir, heldur er efnið matað ofan í þig af gervigreind sem hefur lært á þig og veit hvernig á að halda þér í transi við símann. Þú ert hvorki að taka ákvarðanir, né læra mikið, né leika þér með öðrum. Þannig að ég myndi horfa á það hvað er að gerast bak við skjáinn.“ Fjarskipti Samfélagsmiðlar TikTok Tengdar fréttir Heilbrigðari notkun á samfélagsmiðlum Það er orðið skelfilega augljóst að tæknin okkar hefur farið fram úr mannkyninu” - Albert Einstein. 3. apríl 2023 07:00 Guði sé lof að ég er ekki unglingur í dag „Ég þakka fyrir að vera ekki unglingur í dag“ heyrist gjarnan þegar að talið berst að skjá- og samfélagsmiðlanotkun barna og ungmenna í dag. En erum við raunverulega þakklát fyrir það? 28. mars 2023 11:31 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Sú umræða er bæði gömul og ný, hvort stafræn tækni og snjallsímar séu að ná óeðlilegum heljartökum á ungdómi landsins. Tryggvi Hjaltason, sérfræðingur hjá CCP, skrifaði á dögunum færslu á Facebook sem vakti nokkra athygli, en þar gagnrýndi hann harðlega hvernig Íslendingar hafa haldið á málum þegar kemur að því að hleypa snjallsímum svo greiðlega inn í líf barnanna. Hilmar Veigar Pétursson hefur verið forstjóri CCP í nær tvo áratugi.mynd/halldóra ólafs Spurður út í snjalltækjaþróunina hjá ungu fólki segir Hilmar Veigar forstjóri að það skipti máli að gera skýran greinarmun á því þegar krakkarnir eru að leika sér í tölvuleikjum og því þegar þeir liggja á samfélagsmiðlum sem mata þá af efni. Minecraft, sem dæmi, geti verið heilnæm upplifun fyrir börn þar sem unnið er í sameiningu að tilteknu markmiði, en samfélagsmiðlar hafi snúist upp í andhverfu sína. „Leikur í grunninn til er aðferð til að læra. Það er bara aðferð eiginlega allra spendýra til að læra. Þannig að ef krakkarnir eru að leika sér í tölvunni eða símanum, sérstaklega með öðrum, þá myndi ég horfa öðruvísi á það en ef þau eru bara að taka við einhvers konar mötun,“ segir Hilmar. „Þar má horfa á þessa samfélagsmiðla, sem eru að einhverju leyti orðnir andsamfélagsmiðlar. Þetta voru aðferð til að eiga samskipti við fólk, en eru núna orðin aðferð til að neyta efnis. Þar ert þú ekki að taka neinar ákvarðanir, heldur er efnið matað ofan í þig af gervigreind sem hefur lært á þig og veit hvernig á að halda þér í transi við símann. Þú ert hvorki að taka ákvarðanir, né læra mikið, né leika þér með öðrum. Þannig að ég myndi horfa á það hvað er að gerast bak við skjáinn.“
Fjarskipti Samfélagsmiðlar TikTok Tengdar fréttir Heilbrigðari notkun á samfélagsmiðlum Það er orðið skelfilega augljóst að tæknin okkar hefur farið fram úr mannkyninu” - Albert Einstein. 3. apríl 2023 07:00 Guði sé lof að ég er ekki unglingur í dag „Ég þakka fyrir að vera ekki unglingur í dag“ heyrist gjarnan þegar að talið berst að skjá- og samfélagsmiðlanotkun barna og ungmenna í dag. En erum við raunverulega þakklát fyrir það? 28. mars 2023 11:31 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Heilbrigðari notkun á samfélagsmiðlum Það er orðið skelfilega augljóst að tæknin okkar hefur farið fram úr mannkyninu” - Albert Einstein. 3. apríl 2023 07:00
Guði sé lof að ég er ekki unglingur í dag „Ég þakka fyrir að vera ekki unglingur í dag“ heyrist gjarnan þegar að talið berst að skjá- og samfélagsmiðlanotkun barna og ungmenna í dag. En erum við raunverulega þakklát fyrir það? 28. mars 2023 11:31