Kjarnorkuknúnir kafbátar nærri Helguvík Sunna Sæmundsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 18. apríl 2023 12:29 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Kjarnorkuknúnum orrustukafbátum bandaríska sjóhersins verður heimilt að hafa viðkomu við Ísland og von er á fyrsta kafbátnum á næstunni. Utanríkisráðherra hefur áréttað sérstaklega við bandarísk stjórnvöld að þeir megi ekki bera kjarnorkuvopn innan íslenskrar landhelgi. Utanríkisráðuneytið greindi frá þessu í morgun en að loknum ríkisstjórnarfundi í dag sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, þetta auka öryggi neðansjávarinnviða líkt og sæstrengja í kringum Ísland. Ákvörðunin snúist þó ekki einungis um öryggi okkar heldur skuldbindingar gagnvart Atlantshafsbandalaginu og vörnum á Norður-Atlantshafi. „Þetta eykur getu þeirra til að stunda eftirlit án þess að þurfa að sigla til Noregs og til baka, sem tekur nokkra daga, og þá um leið missa yfirsýn yfir svæðið,“ segir Þórdís Kolbrún. „Við erum einfaldlega á þeim tímum að þetta er mikilvægt og við höfum vandað þennan undirbúning gríðarlega. Þetta er búið að vera í vinnslu í heilt ár og við höfum verið í þéttum upplýsingaskiptum og farið í vettvangsferð annað til að kanna þetta. Þetta er auðvitað framkvæmd sem hefur verið stunduð í Noregi um áratuga skeið.“ Er einhver ástæða fyrir því að þeir koma ekki að höfn? „Það er stærra skref að þeir komi að höfn og við erum ekki með innviði til að þeir geti það. Það þyrfti að laga viðlegukanta og annað slíkt. Þetta dugir til að gera það sem þarf, að þeir fái þá þjónustu sem þeir þurfa hverju sinni. Hvort sem það er til að sækja varning eða skipta um áhöfn án þess að þurfa að fara í nokkurra daga siglingu.“ Þórdís segir að þetta muni eiga sér stað utan við Reykjanes, eða Helguvík nánar tiltekið. Ekki liggur fyrir hversu margar heimsóknirnar verða en þó líklega nokkrar á ári. Samkomulagið er til framtíðar en óska þarf eftir leyfi til að koma nærri landi í hvert skipti. Landhelgisgæslan muni í samstarfi við aðra aðila sjá um að koma vistum til þeirra. Treysta því að kafbátarnir beri ekki kjarnavopn Utanríkisráðherra hefur áréttað sérstaklega við bandarísk stjórnvöld að virða þurfi ákvæði þjóðaröryggisstefnu Íslands um að Ísland og íslensk landhelgi sé friðlýst fyrir kjarnavopnum. Aðspurð hvaða tryggingu stjórnvöld hafi fyrir því að kafbátarnir beri ekki kjarnavopn segir hún það byggja á trausti. „Við byggjum það á traustum samskiptum við bandarísk stjórnvöld. Það eru ekki kjarnavopn innan þessara báta, þessar tegundir eru þannig. Við erum með skýrar yfirlýsingar og skýra stefnu sem móttekið er að Bandaríkjamenn virði. Noregur er með sambærilega stefnu og það hefur gengið vandræðalaust fyrir sig um áratuga skeið,“ segir Þórdís Kolbrún. Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjarnorka Utanríkismál Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Utanríkisráðuneytið greindi frá þessu í morgun en að loknum ríkisstjórnarfundi í dag sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, þetta auka öryggi neðansjávarinnviða líkt og sæstrengja í kringum Ísland. Ákvörðunin snúist þó ekki einungis um öryggi okkar heldur skuldbindingar gagnvart Atlantshafsbandalaginu og vörnum á Norður-Atlantshafi. „Þetta eykur getu þeirra til að stunda eftirlit án þess að þurfa að sigla til Noregs og til baka, sem tekur nokkra daga, og þá um leið missa yfirsýn yfir svæðið,“ segir Þórdís Kolbrún. „Við erum einfaldlega á þeim tímum að þetta er mikilvægt og við höfum vandað þennan undirbúning gríðarlega. Þetta er búið að vera í vinnslu í heilt ár og við höfum verið í þéttum upplýsingaskiptum og farið í vettvangsferð annað til að kanna þetta. Þetta er auðvitað framkvæmd sem hefur verið stunduð í Noregi um áratuga skeið.“ Er einhver ástæða fyrir því að þeir koma ekki að höfn? „Það er stærra skref að þeir komi að höfn og við erum ekki með innviði til að þeir geti það. Það þyrfti að laga viðlegukanta og annað slíkt. Þetta dugir til að gera það sem þarf, að þeir fái þá þjónustu sem þeir þurfa hverju sinni. Hvort sem það er til að sækja varning eða skipta um áhöfn án þess að þurfa að fara í nokkurra daga siglingu.“ Þórdís segir að þetta muni eiga sér stað utan við Reykjanes, eða Helguvík nánar tiltekið. Ekki liggur fyrir hversu margar heimsóknirnar verða en þó líklega nokkrar á ári. Samkomulagið er til framtíðar en óska þarf eftir leyfi til að koma nærri landi í hvert skipti. Landhelgisgæslan muni í samstarfi við aðra aðila sjá um að koma vistum til þeirra. Treysta því að kafbátarnir beri ekki kjarnavopn Utanríkisráðherra hefur áréttað sérstaklega við bandarísk stjórnvöld að virða þurfi ákvæði þjóðaröryggisstefnu Íslands um að Ísland og íslensk landhelgi sé friðlýst fyrir kjarnavopnum. Aðspurð hvaða tryggingu stjórnvöld hafi fyrir því að kafbátarnir beri ekki kjarnavopn segir hún það byggja á trausti. „Við byggjum það á traustum samskiptum við bandarísk stjórnvöld. Það eru ekki kjarnavopn innan þessara báta, þessar tegundir eru þannig. Við erum með skýrar yfirlýsingar og skýra stefnu sem móttekið er að Bandaríkjamenn virði. Noregur er með sambærilega stefnu og það hefur gengið vandræðalaust fyrir sig um áratuga skeið,“ segir Þórdís Kolbrún.
Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjarnorka Utanríkismál Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira