Eiður Smári opnar sig um veðmálafíkn | Tapaði rúmum milljarði Valur Páll Eiríksson skrifar 18. apríl 2023 10:24 Eiður Smári Guðjohnsen fagnar reglubreytingu ensku úrvalsdeildarinnar og hvetur fólk til að opna sig um sín vandamál. Vísir/Hulda Margrét Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen fagnar nýrri reglubreytingu hjá ensku úrvalsdeildinni sem bannar veðmálafyrirtækjum að auglýsa framan á treyjum liða í deildinni. Hann tapaði sjálfur rúmum milljarði í veðmálum þegar hann var á toppi ferilsins. Daily Mirror tók tal af Eiði Smára vegna reglubreytingarinnar en þar segir að Eiður hafi tapað sex milljónum punda fyrir tuttugu árum síðan, rúmum milljarði íslenskra króna. Þar af hafi hann tapað 400 þúsund pundum, tæpum 70 milljónum króna, á fimm mánaða tímabili. Eiði þykir bann við auglýsingum veðmálafyrirtækja hefði átt að taka gildi fyrr, en fagnar skrefinu sem er tekið. „Hver einasti fótboltaaðdáandi, öll börn í heiminum, eru með augun límd við treyjur stærstu félaganna á hverjum degi. Treyjuauglýsing sendir sterk skilaboð og auglýsingar hafa mikil áhrif,“ segir Eiður Smári við Mirror. „Þetta hefur áhrif á alla vegna þess að við sjáum þetta í sjónvarpinu, á auglýsingaskiltum og fótboltatreyjum. Þetta hefur orðið hluti hversdagslegs veruleika og ég held að bannið sendi mikilvæg og jákvæð skilaboð,“ segir hann enn fremur. Átta félög í ensku úrvalsdeildinni eru með veðmálafyrirtæki sem aðalstyrktaraðila framan á treyju sinni en slíkt verður bannað frá og með árinu 2026 samkvæmt nýju reglunum. Þó mega félög áfram hafa auglýsingu frá slíku fyrirtæki á ermi treyjunnar sem og á auglýsingaskiltum á vellinum. Ánetjaðist meðan hann var meiddur Eiður Smári kveðst hafa ánetjast veðmálum þegar hann var að jafna sig á meiðslum. Spennan sem fylgi fjárhættuspilum hafi fyllt upp í holið sem myndaðist þegar hann gat ekki verið á vellinum. Hann hafi oft sett tvö þúsund pund, um 340 þúsund krónur, á einn snúning á rúllettuhjóli á netinu. „Fótboltamenn finna fyrir yfirgnæfandi pressu að standa sig og vera upp á sitt besta öllum stundum. Það getur haft mikil áhrif þegar hlutirnir ganga ekki sem skyldi,“ Eiður Smári fagnar enska meistaratitlinum með Frank Lampard og John Terry árið 2006.Getty „Þá áttu kannski til að leita í annað til að fá adrenalín eða slíkt. Fyrir suma geta það verið veðmál, aðrir snúa sér að flöskunni eða eitthvað annað sem á að verka sem skyndilausn,“ „Það er aðeins þegar þú áttar þig á því að engin slík skyndilausn er til sem þú byrjar að leita þér hjálpar,“ segir Eiður Smári. Hluti af átaksverkefni - hvetur fólk til að opna sig Eiður hvetur leikmenn og stuðningsmenn til að leita sér hjálpar ef þeir eru í vandræðum. Hann gaf viðtalið í samstarfi við fyrirtækið Three UK og hjálparsamtök þess Samaritans sem hvetja fótboltaaðdáendur til að opna sig um andlega heilsu undir myllumerkinu #TalkMoreThanFootball. „Lesandi yfir tölfræði um fólk sem glímir við andlega heilsubresti og fjölda sem sviptir sig lífi, áttar maður sig á því að eitthvað þarf að gera,“ segir Eiður. Eiður Smári tekst á við Brasilíumanninn Ronaldinho sem átti síðar eftir að verða liðsfélagi hans hjá Barcelona.Getty „Fólki finnst miklu auðveldara að ræða fótbolta og nær þannig að losa um tilfinningar sínar. Þrátt fyrir það virðist miklu erfiðara fyrir fólk að tjá sig um dýpri tilfinningar sínar,“ „Þú þarft ekki að vera þunglyndur til að leita þér hjálpar. Ef þér líður ekki frábærlega geturu kallað eftir hjálp - og Samaritans eru til staðar allan sólarhringinn,“ segir Eiður Smári að endingu. Enski boltinn Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Daily Mirror tók tal af Eiði Smára vegna reglubreytingarinnar en þar segir að Eiður hafi tapað sex milljónum punda fyrir tuttugu árum síðan, rúmum milljarði íslenskra króna. Þar af hafi hann tapað 400 þúsund pundum, tæpum 70 milljónum króna, á fimm mánaða tímabili. Eiði þykir bann við auglýsingum veðmálafyrirtækja hefði átt að taka gildi fyrr, en fagnar skrefinu sem er tekið. „Hver einasti fótboltaaðdáandi, öll börn í heiminum, eru með augun límd við treyjur stærstu félaganna á hverjum degi. Treyjuauglýsing sendir sterk skilaboð og auglýsingar hafa mikil áhrif,“ segir Eiður Smári við Mirror. „Þetta hefur áhrif á alla vegna þess að við sjáum þetta í sjónvarpinu, á auglýsingaskiltum og fótboltatreyjum. Þetta hefur orðið hluti hversdagslegs veruleika og ég held að bannið sendi mikilvæg og jákvæð skilaboð,“ segir hann enn fremur. Átta félög í ensku úrvalsdeildinni eru með veðmálafyrirtæki sem aðalstyrktaraðila framan á treyju sinni en slíkt verður bannað frá og með árinu 2026 samkvæmt nýju reglunum. Þó mega félög áfram hafa auglýsingu frá slíku fyrirtæki á ermi treyjunnar sem og á auglýsingaskiltum á vellinum. Ánetjaðist meðan hann var meiddur Eiður Smári kveðst hafa ánetjast veðmálum þegar hann var að jafna sig á meiðslum. Spennan sem fylgi fjárhættuspilum hafi fyllt upp í holið sem myndaðist þegar hann gat ekki verið á vellinum. Hann hafi oft sett tvö þúsund pund, um 340 þúsund krónur, á einn snúning á rúllettuhjóli á netinu. „Fótboltamenn finna fyrir yfirgnæfandi pressu að standa sig og vera upp á sitt besta öllum stundum. Það getur haft mikil áhrif þegar hlutirnir ganga ekki sem skyldi,“ Eiður Smári fagnar enska meistaratitlinum með Frank Lampard og John Terry árið 2006.Getty „Þá áttu kannski til að leita í annað til að fá adrenalín eða slíkt. Fyrir suma geta það verið veðmál, aðrir snúa sér að flöskunni eða eitthvað annað sem á að verka sem skyndilausn,“ „Það er aðeins þegar þú áttar þig á því að engin slík skyndilausn er til sem þú byrjar að leita þér hjálpar,“ segir Eiður Smári. Hluti af átaksverkefni - hvetur fólk til að opna sig Eiður hvetur leikmenn og stuðningsmenn til að leita sér hjálpar ef þeir eru í vandræðum. Hann gaf viðtalið í samstarfi við fyrirtækið Three UK og hjálparsamtök þess Samaritans sem hvetja fótboltaaðdáendur til að opna sig um andlega heilsu undir myllumerkinu #TalkMoreThanFootball. „Lesandi yfir tölfræði um fólk sem glímir við andlega heilsubresti og fjölda sem sviptir sig lífi, áttar maður sig á því að eitthvað þarf að gera,“ segir Eiður. Eiður Smári tekst á við Brasilíumanninn Ronaldinho sem átti síðar eftir að verða liðsfélagi hans hjá Barcelona.Getty „Fólki finnst miklu auðveldara að ræða fótbolta og nær þannig að losa um tilfinningar sínar. Þrátt fyrir það virðist miklu erfiðara fyrir fólk að tjá sig um dýpri tilfinningar sínar,“ „Þú þarft ekki að vera þunglyndur til að leita þér hjálpar. Ef þér líður ekki frábærlega geturu kallað eftir hjálp - og Samaritans eru til staðar allan sólarhringinn,“ segir Eiður Smári að endingu.
Enski boltinn Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira