Maður á níræðisaldri ákærður fyrir að skjóta ungling sem fór húsavillt Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2023 08:35 Andrew Lester (t.h.) er ákærður fyrir að skjóta Ralph Yarl í tvígang á fimmtudagskvöld. Yarl fór húsavillt þegar hann ætlaði að sækja yngri tvíburabræður sína á fimmtudagskvöld. Vísir/AP/samsett Lögreglan í Kansas-borg í Missouri í Bandaríkjunum hefur ákært 84 ára gamlan hvítan karlmann fyrir að skjóta svartan unglingsdreng sem fór húsavillt þegar hann ætlaði að sækja yngri bræður sína. Drengurinn var meðal annars skotinn í höfuðið en hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Zachary Thompson, saksóknari í Kansas-borg, sagði á fréttamannafundi í gær að kynþáttur mannanna tveggja hefði þýðingu í málinu en að ekkert kæmi fram um það í ákærunni sjálfri. „Ég skil hversu ergjandi þetta hefur verið en ég fullvissa ykkur um að réttarkerfið er að störfum og heldur áfram að starfa,“ sagði Thompson en skotárásin hefur vakið reiði í borginni. Andrew Lester er ákærður fyrir að skjóta Ralph Yarl, sextán ára gamlan pilt, tvisvar þegar Yarl knúði dyra hjá honum í misgáningi á fimmtudagskvöld. Yarl hafði verið falið að sækja yngri tvíburabræður sína en hann fór í ranga götu. Lester er sagður hafa komið til dyra og skotið Yarl í ennið. Hann skaut piltinn svo aftur í hægri framhandlegginn. Í greinargerð lögreglunnar segir að engin orðaskipti hafi átt sér stað áður en Lester hleypti af. Yarl segist hins vegar hafa heyrt Lester kalla á eftir sér þegar hann náði að hlaupa í burtu: „Ekki koma hingað“. Í skýrslutökum hjá lögreglu sagði Lester að hann byggi einn og að hann hefði verið nýfarinn í háttinn þegar dyrabjallan hringdi. Hann sagðist hafa náð í bysssuna sína og farið til dyra. Þar hafi hann séð svartan karlmann toga í skjólhurð og gert ráð fyrir að hann reyndi að brjótast inn. Yarl er lýst sem prýðilegum námsmanni og efnilegum tónlistarmanni í skólahljómsveitum.AP/Ben Crump lögmaður Allt að lífstíðarfangelsi Aldraði maðurinn er ákærður fyrir alvarlega líkamsárás og glæp með skotvopni. Allt að lífstíðarfangelsi liggur við ákærunni um líkamsárás en þriggja til fimmtán ára fangelsi við vægara brotinu. Lester var ekki ákærður fyrir hatursglæp en saksóknarinn útskýrði það með því að vægari refsing lægi við því en líkamsárás í Missouri. Missouri er eitt um það bil þrjátíu ríkja í Bandaríkjunum þar sem lög leyfa borgurum að drepa í sjálfsvörn. Saksóknarar í Kansas-borg telja að Lester hafi ekki skotið Yarl í sjálfsvörn. Frænka Yarl segir að hann sé nú á góðum batavegi en hann þurfi að komast yfir mikið sálrænt áfall. Aðeins tveimur dögum eftir atburðinn í Kansas-borg skaut húsráðandi tvítuga konu til bana þegar bíl sem hún var farþegi í var ekið upp að röngu húsi í New York-ríki. Hún og vinir hennar voru þá að leita að húsi vinar þeirra. Húsráðandinn skaut tveimur skotum að bílnum þegar honum hafði þegar verið snúið við. Hann er nú ákærður fyrir manndráp. BREAKING: A 65-year-old man has been charged with second-degree murder after police say he shot at a car that had mistakenly turned into his driveway Saturday night.20-year-old Kaylin A. Gillis, from Saratoga County, was killed.FULL DETAILS: https://t.co/GaDLqCIgsD pic.twitter.com/1C0NLLNBAh— Times Union (@timesunion) April 17, 2023 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Unglingur skotinn í höfuðið þegar hann fór húsavillt Lögreglan í Kansas-borg í Missouri í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að kynþáttur svarts unglingsdrengs hafi haft eitthvað með það að gera að húsráðandi skaut hann þegar drengurinn fór húsavillt. Áverkar drengsins eru sagðir lífshættulegir. 17. apríl 2023 15:42 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Zachary Thompson, saksóknari í Kansas-borg, sagði á fréttamannafundi í gær að kynþáttur mannanna tveggja hefði þýðingu í málinu en að ekkert kæmi fram um það í ákærunni sjálfri. „Ég skil hversu ergjandi þetta hefur verið en ég fullvissa ykkur um að réttarkerfið er að störfum og heldur áfram að starfa,“ sagði Thompson en skotárásin hefur vakið reiði í borginni. Andrew Lester er ákærður fyrir að skjóta Ralph Yarl, sextán ára gamlan pilt, tvisvar þegar Yarl knúði dyra hjá honum í misgáningi á fimmtudagskvöld. Yarl hafði verið falið að sækja yngri tvíburabræður sína en hann fór í ranga götu. Lester er sagður hafa komið til dyra og skotið Yarl í ennið. Hann skaut piltinn svo aftur í hægri framhandlegginn. Í greinargerð lögreglunnar segir að engin orðaskipti hafi átt sér stað áður en Lester hleypti af. Yarl segist hins vegar hafa heyrt Lester kalla á eftir sér þegar hann náði að hlaupa í burtu: „Ekki koma hingað“. Í skýrslutökum hjá lögreglu sagði Lester að hann byggi einn og að hann hefði verið nýfarinn í háttinn þegar dyrabjallan hringdi. Hann sagðist hafa náð í bysssuna sína og farið til dyra. Þar hafi hann séð svartan karlmann toga í skjólhurð og gert ráð fyrir að hann reyndi að brjótast inn. Yarl er lýst sem prýðilegum námsmanni og efnilegum tónlistarmanni í skólahljómsveitum.AP/Ben Crump lögmaður Allt að lífstíðarfangelsi Aldraði maðurinn er ákærður fyrir alvarlega líkamsárás og glæp með skotvopni. Allt að lífstíðarfangelsi liggur við ákærunni um líkamsárás en þriggja til fimmtán ára fangelsi við vægara brotinu. Lester var ekki ákærður fyrir hatursglæp en saksóknarinn útskýrði það með því að vægari refsing lægi við því en líkamsárás í Missouri. Missouri er eitt um það bil þrjátíu ríkja í Bandaríkjunum þar sem lög leyfa borgurum að drepa í sjálfsvörn. Saksóknarar í Kansas-borg telja að Lester hafi ekki skotið Yarl í sjálfsvörn. Frænka Yarl segir að hann sé nú á góðum batavegi en hann þurfi að komast yfir mikið sálrænt áfall. Aðeins tveimur dögum eftir atburðinn í Kansas-borg skaut húsráðandi tvítuga konu til bana þegar bíl sem hún var farþegi í var ekið upp að röngu húsi í New York-ríki. Hún og vinir hennar voru þá að leita að húsi vinar þeirra. Húsráðandinn skaut tveimur skotum að bílnum þegar honum hafði þegar verið snúið við. Hann er nú ákærður fyrir manndráp. BREAKING: A 65-year-old man has been charged with second-degree murder after police say he shot at a car that had mistakenly turned into his driveway Saturday night.20-year-old Kaylin A. Gillis, from Saratoga County, was killed.FULL DETAILS: https://t.co/GaDLqCIgsD pic.twitter.com/1C0NLLNBAh— Times Union (@timesunion) April 17, 2023
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Unglingur skotinn í höfuðið þegar hann fór húsavillt Lögreglan í Kansas-borg í Missouri í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að kynþáttur svarts unglingsdrengs hafi haft eitthvað með það að gera að húsráðandi skaut hann þegar drengurinn fór húsavillt. Áverkar drengsins eru sagðir lífshættulegir. 17. apríl 2023 15:42 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Unglingur skotinn í höfuðið þegar hann fór húsavillt Lögreglan í Kansas-borg í Missouri í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að kynþáttur svarts unglingsdrengs hafi haft eitthvað með það að gera að húsráðandi skaut hann þegar drengurinn fór húsavillt. Áverkar drengsins eru sagðir lífshættulegir. 17. apríl 2023 15:42