Unglingur skotinn í höfuðið þegar hann fór húsavillt Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2023 15:42 Mótmælendur vekja athygli á máli drengsins sem var skotinn þegar hann bankaði upp á í röngu húsi í Kansas-borg í Missouri í síðustu viku. AP/Susan Pfannmuller/The Kansas City Star Lögreglan í Kansas-borg í Missouri í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að kynþáttur svarts unglingsdrengs hafi haft eitthvað með það að gera að húsráðandi skaut hann þegar drengurinn fór húsavillt. Áverkar drengsins eru sagðir lífshættulegir. Yfirvöld hafa litlar upplýsingar viljað gefa um hvað gerðist þegar sextán ára gamall svartur drengur var skotinn lífshættulega þegar hann ætlaði að sækja yngri tvíburabræður sína á fimmtudagskvöld. Staðarfjölmiðlar segja að húsráðandinn sem skaut hann virðist vera hvítur, að sögn AP-fréttastofunnar. Frænka piltsins segir að hann honum hafi verið falið að sækja bræður sína en hann farið húsavillt og knúið dyra í röngu húsi. Hún segir að karlmaður hafi komið til dyra, séð drenginn og skotið hann í höfuðið. Þegar hann féll í jörðina hafi maðurinn skotið hann aftur. Piltinum hafi tekist að komast undan en þurft að leita ásjár í þremur húsum áður en honum var loks hjálpað. Lögreglan vill ekki staðfesta hversu oft pilturinn var skotinn. Stacey Graves, lögreglustjóri, segir að þær upplýsingar sem lögregla hafi í höndunum nú bendi ekki til þess að kynþáttur drengsins hafi verið ástæða þess að hann var skotinn en það sé enn til rannsóknar. Rannsóknin beinist einnig að því hvort að húsráðandinn hafi verið í rétti á grundvelli laga í Missouri sem gefur fólk leyfi til að verja heimili sitt með valdi. Húsráðandinn var handtekinn á fimmtudagskvöld og haldið í sólarhring. Ástand piltsins er sagt stöðugt en að sár hans séu lífshættuleg. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Sjá meira
Yfirvöld hafa litlar upplýsingar viljað gefa um hvað gerðist þegar sextán ára gamall svartur drengur var skotinn lífshættulega þegar hann ætlaði að sækja yngri tvíburabræður sína á fimmtudagskvöld. Staðarfjölmiðlar segja að húsráðandinn sem skaut hann virðist vera hvítur, að sögn AP-fréttastofunnar. Frænka piltsins segir að hann honum hafi verið falið að sækja bræður sína en hann farið húsavillt og knúið dyra í röngu húsi. Hún segir að karlmaður hafi komið til dyra, séð drenginn og skotið hann í höfuðið. Þegar hann féll í jörðina hafi maðurinn skotið hann aftur. Piltinum hafi tekist að komast undan en þurft að leita ásjár í þremur húsum áður en honum var loks hjálpað. Lögreglan vill ekki staðfesta hversu oft pilturinn var skotinn. Stacey Graves, lögreglustjóri, segir að þær upplýsingar sem lögregla hafi í höndunum nú bendi ekki til þess að kynþáttur drengsins hafi verið ástæða þess að hann var skotinn en það sé enn til rannsóknar. Rannsóknin beinist einnig að því hvort að húsráðandinn hafi verið í rétti á grundvelli laga í Missouri sem gefur fólk leyfi til að verja heimili sitt með valdi. Húsráðandinn var handtekinn á fimmtudagskvöld og haldið í sólarhring. Ástand piltsins er sagt stöðugt en að sár hans séu lífshættuleg.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Sjá meira