Manchester United vann góðan 2-0 útisigur á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Allir þrír byrjuðu leikinn þó svo að Eriksen hafi upphaflega verið á bekknum. Marcel Sabitzer meiddist hins vegar í upphitun og þá kom Eriksen inn í liðið.
Erik Ten Hag, þjálfari Man United, sagði eftir leik að það væri ekki ókostur að þurfa setja Eriksen inn í byrjunarliðið og hann virðist hafa nokkuð til síns máls.
Man United var án fjölda leikmanna gegn Forest. Má þar helst nefna Raphaël Varane, Lisandro Martínez, Luke Shaw og Marcus Rashford. Það kom ekki að sök að þessu sinni en sigur Man Utd var síst of stór.
Lykillinn að sigri liðsins var þríeykið á miðjunni en þetta var í fyrsta sinn sem Casemiro, Fernandes og Eriksen spila saman síðan 28. janúar þegar sá síðastnefndi meiddist eftir skelfilega tæklingu Andy Carroll.
Að fá Eriksen til baka gefur Man United mikið og sú staðreynd að liðið virðist nær ósigrandi með hann, Fernandes og Casemiro saman í byrjunarliðinu gefur góð fyrirheit. Liðið þarf þó að finna leið til að vinna án Fernandes á fimmtudaginn kemur þar sem hann verður í leikbanni gegn Sevilla.
#MUFC have never lost when Bruno Fernandes, Casemiro + Christian Eriksen form midfield three. Indeed it s 15 wins + two draws.
— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) April 17, 2023
Their ability to retain the ball + play first-time passes over shoulder from deep is key. Season high possession v Forest: 68% https://t.co/8fUvpp8ZkT
Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli þar sem Man United henti frá sér tveggja marka forystu. Það verður forvitnilegt að sjá hvað gerist í vikunni en liðið á svo bikarleik gegn Brighton & Hove Albion um næstu helgi. Það gæti því margt breyst á aðeins þremur dögum.